Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 152
152
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
un, smávægi afbrotsins, og málsbætandi atvikum, er það
var drýgt, hvort sakberi hefur gjðrt fullkomna og hrein-
skilna játningu og veitt rangþoli þá uppreisn og skaða-
bætur, sem rangþolir hefur rjett til að fá, eða lýst yfir,
að hann sje reiðubúinn til að greiða slíkar skaðabætur
eptir mætti. J>egar svo á stendur, má setja það sem
skilyrði í dóminum, að tilteknar skaðabætur verði greidd-
ar innan ákveðins tíma. í lögunum eru ýmsar nákvæmar
reglur, en aðalefni þeirra er, að ef sakberi eigi gjörir sig
sekan í nýju broti um 3 ár, þá skuli álíta að hegning-
unni hafi verið fullnægt.
20) Log um sams normaltid fyr kongeriket Norig 29.
júní 1894 eru að því leyti merkileg, að þau eru fyrstu lög
í Norvegi, sem lögtekin hafa verið á sveitamálinu.
21) Lög 10. júlí 1894 um ferðakostnað og fæðispen-
inga ákveða, að ferðakostnaður embættismanna og sýslun-
armanna skuli að jafnaði vera lögákveðin upphæð eptir
vegalengd (kílómetrum). Fæðispeningar embættismanna
eru 5 eða 6 kr. á dag, sýslunarmanna að jafnaði 3—4
kr. og stórþingsmanna 10—12 kr.
22) Lög 14. júlí 1894 um ráðstafanir gegn næmum
húsdýrasjúkdómum eru að mestu leyti eins og lög Dana
14. apr. 1893 (bls. 144).
23) Lög 23. júlí 1894 ákveða, að vinnuveitendur skuli
greiða votryggingargjald fyrir verkmenn í námum, verk-
smiðjum o. íi.; votryggingargjaldið skal greiða til sjer-
stakrar ríkisstofnunar, er svo greiðir verkmönnum lífeyri
(eptirlaun), ef slys gjöra þá óverkfæra.
24) Lög 24. júlí 1894 um sölu og veitingár brenni-
víns er rætt um framar í riti þessu.