Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 153
Yfirlit yfir lögg.jöf í útlöndum.
153
III. S y í a r í k i.
1) Lög 8. mars 1889 um embættisbrot presta ákveða
meðal annars, að ef prestur lig'gur í deilum og ófriði, svo
að honum má kenna um, við embættisbræður sína eða
sóknarfólk sitt, eða ef hann vekur opinbert hneyksli með
líferni sínu eða einhverju verki, sem eigi liggur önnur
hegning við, ]iá varði það áminningu, embættismissi um
tiltekinn tíma eða að fullu og öllu.
2) Lög 22. mars 1889 ákveða, að kvennmenn sjeu
kjörgengar í sóknarnefndir, skólanefndir og fátækranefndir,
án þess þó að vera skyldar til að hafa þennan starfa á
liendi.
3) Sjólög 12. júní 1891.
4) Lög 29. júlí 1892 um sparisjóði. Meðal ann-
ars er ákveðið, að stofnendur sparisjóðs eða aðrir, sem
standa í ábyrgð fyrir sjóðnum, megi alls eigi fá ágóðann J),
sem fæst af sparisjóðnum, heldur skuli leggja ágóðann í
varasjóð. Af varasjóðnum má greiða kostnað og töp, þeg-
ar vara- og ábyrgðarsjóður er orðinn l/io kluti af spari-
sjóðsinnlögunum, þá má verja því, sem fram yfir er, til
almennra þarfa,
Auk venjulegrar endurskoðunar eiga yfirvöldin að láta
gagnskoða störf og hag sparisjóðsins að minnsta kosti einu
sinni á ári.
5) Lög 3. júní 1893 auka heimild yfirvalda til þess,
að höfða mál gegn sakborningum, þar sem málshöfðun
var áður komin undir kæru rangþolis; rangþolar þóttu
leiða kærur lijá sjer, þó að rjettarmeðvitund almennings
heimtaði saksókn.
1) þetta er einnig bannað iNorvegi, sjá lög 6. júlí 1887.