Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 155
Lögfrœðingur,
er tímarit um lögfræði, löggjafarmál og þjóðhágsfræðí. [>að
er um 10 arkir að stærð, kemur út að sumrinu, á árs-
fjórðungnum júlí til september og kostar 1 kr. 50 au. ár-
gangurinn. f>að fœst hjá öllum póstmönnum og hjá bók-
sölum í Keykjavík, ísafirðí, Akureyri og Seyðisflrði.
Útsölu erlehdis hefur á hendi bóksali Sigurður Kristj-
ánsson í Reykjatik.
Kitgjörðir í næsta árgangi (2. árg.) eiga að vera:
1. Úramh. af ritgjörðinni um ágang búfjár. Verður
þar rannsakað, hverja þýðingu lögfestur hafa,og hverju á-
gangur Varðar, þegar hagar eru lögfestir, þá verður um
ágang búfjár á heygarða,, mafjurtagarða o. s. frv., ágang
afrjettarfjár, viðurlög (sektír og skaðabætur) fyrirágang og
loks um ínnsetning búfjár,
2. Framhald af handbók fyrir hreppsnefndar-
menn. Efnið verður þar: heilbrigðismálefni, umsjón með
vegum, eptirlit með fjallskilum o. fl., umsjón með eignum
hreppsins, fjármál hreppsins Og fjárhald (um áætlun, tí-
undir, hundaskatt, sektir, óvissar tekjur, helgidagshlut,
óskilafje, aukaútsvör og niðurjöfnun, kostnað við sveita-
stjórnina, fátækraframfærslu. menntamál, sóttvarnir, refa-
veiðar, sýslusjóðsgjald o. sv. frv.), húsgang og flakk(
hallæri, yfirsetumál, horfelli, styrktarsjóði, vald hreppsnefnda
gagnvart þurfamönnum, takmörk á valdi hreppsnefnda o. fl.
3. Framhald af ritgjörðinni um erfðaábúð, sjálfs-
ábúð og leiguábúð, Verður þar sýnt fram á, að það
sje í sjálfu sjer ekki aðalatriðið, hvort menn hafa sjálfs-