Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 156
ábúð eða leiguábúð, heldur hitt hvernig ábúð manna sje
fyrir komið; fyrir því verður rannsakað, hvernig ástandið er
nú, að hverju leyti því sje ábótavant, og hvernig það
ætti að vera.
4. Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum. í yfirliti
þessu verður um löggjöf á Englandi, Frakklandi, Belgíu,
fýskalandi, Sviss, Austurríki og Ungverjalandi og um
löggjöf á Norðurlöndum.
5. Yfirlit yfir dóma. þ>að var hvorttveggja, að rúmið
varð eigi nægilegt í 1. árganginum, enda er dómasafnið
fyrir 1896 eigi enn komið út, en vonandi verður útgáfu
dómasafnsins hraðað meira eptirleiðis.
6. Yfirlit yfir löggjöf íslands. I>að er orðin
töluverð þörf á að gefa út framhald af lagasafni handa
alþýðu. Ef ekki verður útlit fyrir, að framhaldið komi
áður langt um líður, þá mun þetta yfirlit byrja, þar sem
lagasasafnið hætti, við ársbyrjun 1887.
Svo verður í næsta árgangi, eptir því sem rúmið leyfir:
7. Um sóttvarnarlög íslands.
8. Agrip af lagasögu Islands.
9. Reki að fornu og nýju.
10. Ábyrgð á leigufj enaði, vextir o. sv. frv.
11. Goðavald og sveitarstj órn á íslandi í
f o r n ö 1 d.
«Lögfræðingur» tekur fúslega á móti ritgjörðum um
lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði, lielst stuttum rit-
gjörðum. Ritlaun eru 25 kr. fyrir örkina, enda sjer höf-
undurinn þá um prófarkalestur eða borgar fyrir hann.