Freyja - 01.12.1904, Side 4

Freyja - 01.12.1904, Side 4
ASSARKHADON ASSYRÍ’J KONUNGUR. EFTIK Leo Tolstoi Assarkhadon Assyríu konungur sigraði Lailie konung, brenndi og eyddi borgum hans, hertók fólk hans, myrti hermenn hans, en hafði konunginn í varðhaldi. Kveldið eftir er hann lá vakandi í rúmi sínu og hugsaði um það, hversu hann skyldi Lailie af lífi taka, heyrði hann þyt nokk- urn, og sá — er hann leit upp, hjá rúmi sínu standa gráhœrðan öláung, með blíðleg'augu. ,,Þú œtlar ab taka Lailie konung af lífi, “ sagði öldungurinn. ,, Já, “ svaraði konungurinn, ,,En ég er óráðinn í því, á hvaða hátt ég eigi að gjöra það. “ ,,Þú ert Lailie konungur, “ sagði þá öldungurinn. ,,Það er ósatt. Eg er ég, en Lailie er Lailie. “ ,,Þú og Lailie eru eitt og hið sama. Þér finnst einungis að hann sé ekki þú, og þú ekki hann. “ ,,Hvað áttu við með því að mér finnist það einungis, “ sagði konungur. ,,Eg ligg hér sjálfur í mjúka rúminu mfnu umkringdur af þjónustu viljugum þrælum og ambáttum, og á morgun mun ég sitja veizlu með vinum mínum, eins og ég gjörði í dag, en Lailie verður þá eins og nú, sem fugl í búri, þangað til hann deyr herfi- legum dauða, og verður síðan rifinn sundur af hundum. “ ,,Þú getur ekki tekið líf hans, “ sagði öldungurinn. ,,En hvað segir þú þá um 14000 hermennina sem ég hefi lát- ið aflífa og setja saman í haug. Þeir eru hættir að vera til, en ég held áfram að vera til. Þetta sýnir að ég get eyðilagt líf!“

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.