Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 31

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 31
VII. 5. FRE\Ja 127. hans, félagi hans í framandi löndum, huggari hans í dýflissu rann. sóknarréttarins, og hinn eini vinur—eina unnusta sem fúslega fylgdi honum gegnum eldraunina—eldinn. Dauöinn gat ekki af- skilið þau, og nú hefir hún risið með honum upp úr öskunni. Þetta hefir listamaðurinn sýnt og meint meS því, að l.'.ta hann halda á bókinni. Þessi orð eru höggin á myndastyttu Brúnós: ,,Til minningar um Giordano Brúnó er þessi myndastytta gjörð, af öld þeirri, er hann spáði að koma mundi, á þeim sama Bletti er hann dó píslar- vœttisdauða í þarfir frelsisins. ‘1 Þessi orð eru að nokkuru leyti tekin eftir orðum Brúnós er hann sagði: ,,Sú öld mun koma, ný og eftirsóknarverð öld, er guðirnir munu leggjast í orcus (Hades) og óttinn fyrir eilífri útskúfun mun hverfa úr heiminum. “ Þegar, árið 1889. nœrfelt sex þúsund manns, gengu skrúðgöngu til Campo dei Fiori, til að vera við afhjúpun myndastyttu Brúnós og hlusta á ræðu sem prófessor Haeckel á Þý/kalandi hélt við það tœkifæri, lá Leo páfi XIII á knjánum, fastandi fleiri daga, frammi fyrir líkneski St. Péturs og bað, ef það væri mögulegt að mynda- stytta Brúnós yrði ekki afhjúpuð. Honum varð þetta heldur fyrir en að láta í ljósi sorg sína yfir því, að sú öld skyldi koina yfir heim- inn, er lífi svifti einn af hennar göfugustu sonum. Nei, Leo páfi fann ekkert til þess, heldur lét hann einnig í ljósi megna óbeit á þessari athöfn og fyrirdœmdi hana sem ókristilega, og óskamm- feilna árás á katólsku kvrkjuna, og það, að reisa minnisvarða manni þeim, sem kyrkjan hafði bölvað, vera persónuleg árás á sig, sem engan vegin hefði verið látin viðgangast, hefði Róm ekki verið fallin í hendur veraldlegs valds. Vér vonum samt sem áður, að jafnvel þó Róm ætti það fyrir höndum einhverntíma, að lenda aft- ur f klóm páfavaldsins að þessi myndastytta verði ekki niðurbrotin. En til þess að vera viss um það atriði er sjálfsagt vissast, að sjá um að Róm lendi aldrei í höndum þess framar. Ef vér— í hinu óendanlega stríði milli nýssannleika og gamall- ar villu, millisjálfselsku og flokksfylgis, og sannleiksástar og réttvísi, milli heigulskaparins sem flýr skyldurnar, og hugrekkisins, sem vog- ar alit, skyldum hallast að hinu lága og ljóta, þáreynum að minnast

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.