Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 14
I 26.
FREYJA
VII. 5.
ast út, en haiin haföi víst heyrt til rnín því hann snerí sér viÖ á
stólnum og leit til mín með svo viökvæmu brosi, að mér haföi ald-
rei komiö til hugar aö hann ætti nokkuð líkt því til í eigu sinni, svo
rétti hann mér hendina og sagði: ,,Komdu til mín, ég þarf aö tala
við þig. Við verðum aö skilja hver annan. “ Eg hljóp í fangið
á honum, lagði hendurnar um hálsinn á honum og kyssti hann á
kinnina, en gleymdi að segja nokkuð um fötin.
,,Egsá allan aðganginn í dag, “ sagði faðir minn, ,,og það var
sérstaklega tvennt, sem ég veitti nákvœma eftirtekt. Fyrst, að
það varzt ekki þú, sem byrjaðir ófriðinn, og annað, að þú varðir
systur þína eftir þínum litlu kröftum, eins og sæmdi dreng, í hvers
œðum rennur íslenzkt hetjubléð. Ég hefi veitt þér minni eftirtekt
en vera skyldi, því ég hélt þig deiglyndann og efni í verulegustu
mannleysu. Ég sé nú að ályktanir mínar voru rangar, og nú þyk-
ir mér vœnna um þig en nokkuð annað, því ég hefi fundið þig, eins
og löngu tapaðan fjársjóð. Haltu áfram að vera friðsamur, leit-
aðu aldrei á nokkurn mann að fyrrabragði, og aldrei á þá, sem eru
þér minni máttar. En vilji aðrir sýna þér yfirgang, þá verðu rétt
þinn með öllu heiðarlegu móti, og mundu það, að á meðan ég lifi,
verð ég vinur þinn, og þegar þig vanhagar um eitthvað, þá komdu
til mín, svo getum við rœtt málið, eins og sönnum vinum og feðg-
um sœmir að gjöra. “ Svo kysstihann mig og þrýsti mér að sér og
sagði í mjúkum, næstum barnslegum róm: ,,Ertu, nú nokkuð
hræddur við mig?“ Ég horfði í augu hans og sagði: ,,Ég hefi
œfinlega verið hrœddur við þig, en nú þykir mér eins vænt um þig
og hana mömmu. “
,,Þá skulum við fara til hennarþví það er henni mest að þakka
að við fundum hver annan, “ svaraði hann brosandi um leið og
hann stóð upp og leiddi mig gegnum borðstofuna og út í eldhúsið,
þar sem mamma var kafrjóð að hjálpa vinnukonunni við kvöldverð-
inn. Mér hafði aldrei sýnst mamma eins ástúðleg og nú, og pabba
hefir víst sýnst það sama, því hann sleppti mér, gekk til hennar,
kyssti hana á kinnina og sagði: ,,Ég óska þér af heilum hug gleði-
legra jóla. “ Svo leit hann blíðlega til mín ogboetti þessu við: ,,Ég
og sonur minn erum orðnir kunningjar og héðan af verðum við vin-
ir.“ Ég sá ástina og ánœgjuna skína út úr svip mömmu, hljóp því