Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 25

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 25
TIL BYLTINGA-SKÁLDS t>á átt ekki’ án leyfis anda, þú átt ekki’ aö lifa sem frjáls, eða verk þinna vinnandi handa skal veröa þér sjálfum til táls. Þú veikur, sem reyrinn, er vindur í vo-byljum fletur við grund, ert sjúkur, á sálunni blindur, með siðspillta, hvikula lund. Svo dæmir þig hatrið og hrokinn og heimskan og almennings trú, svo hyggur þig peysan og pokinn, þau prest-getnu umrennings-hjú. En legg ekki eyrað við umli, sem einangra vill þig og hrjá, og krossmark að þvcettingsins kumli þú kveða skált tímanum frá. Þú átt ekki’ að yrkja né syngja, það eru in nýjustu boð, sem bölvunar byrðarnar þyngja og brjóta skal hugléttis-stoð, Þú átt ekki, mátt ekki unna í óð þínum degi og sól,— þig skal þyrsta við þornaða brunna, þú skalt þreytast við einangurs-ról. Þú sleizt ekki buxum á bekkjum í bandingjaskólanum þeim, sem öllu vill halda í hlekkjum í húsfylli’ af rotnunar-keim.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.