Freyja - 01.12.1904, Page 25

Freyja - 01.12.1904, Page 25
TIL BYLTINGA-SKÁLDS t>á átt ekki’ án leyfis anda, þú átt ekki’ aö lifa sem frjáls, eða verk þinna vinnandi handa skal veröa þér sjálfum til táls. Þú veikur, sem reyrinn, er vindur í vo-byljum fletur við grund, ert sjúkur, á sálunni blindur, með siðspillta, hvikula lund. Svo dæmir þig hatrið og hrokinn og heimskan og almennings trú, svo hyggur þig peysan og pokinn, þau prest-getnu umrennings-hjú. En legg ekki eyrað við umli, sem einangra vill þig og hrjá, og krossmark að þvcettingsins kumli þú kveða skált tímanum frá. Þú átt ekki’ að yrkja né syngja, það eru in nýjustu boð, sem bölvunar byrðarnar þyngja og brjóta skal hugléttis-stoð, Þú átt ekki, mátt ekki unna í óð þínum degi og sól,— þig skal þyrsta við þornaða brunna, þú skalt þreytast við einangurs-ról. Þú sleizt ekki buxum á bekkjum í bandingjaskólanum þeim, sem öllu vill halda í hlekkjum í húsfylli’ af rotnunar-keim.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.