Freyja - 01.12.1904, Síða 19

Freyja - 01.12.1904, Síða 19
VII. 5- FREYJA. 115. arbrúnina, elsku vina?„ sag-ði hann. „Jú, nú þorí égp að fara þangað með þör, elsku vinur,“ sagði hún. Þau iögðu nú af stað, og leiddust, og nimu ekki staðar, fyrr en þau voru komin yfir á vestari heiðarbrúnina. „Sérðu dalinn þarna,“ sagði pilturinn. ,,Já“, sagði Linda. Hún sá djúp- an og fagran dal blasa. við sér. „Þykir þér ekki dalur þessi fagur?“ „Jú, fagur er hann víst,“ sagð hún. „Sérðu fossinn þarna í hlíðinni á móti?“ „Já,“ sagði hún, „og hann er til að sjá, eins og kona í hvítum skrúða,‘‘ „Komdu nú með mér vestur að fossinum,“ sagði pilturinn, „og ég skal aidrei biðja þig að fara lengra með mér en þangað, <5, neitaðu mér ekki um þessa bæn—elsku, hjartans vina, neitaðu ekki.“ „Áttu þar heima?“ spurði Linda. „Eg má ekki segja þér neitt um það, fyr en við komum þangað. Viltu koma, hjartans vina?-- „0, ég þori ekki að fara þangað, hjartans vinur, ég er svo hrædd!" sagði Linda. Og hjartað barðist á- kaflega íbrjósti heunar, því hún hugsaði að það gæti skeð, að pilturinn væri huldusveinn. „Þú ætlar þá ekki að fara með mér vestur að fossin- um?“ sagði hann. „0, elsku hjartans ástvinur minn!“ sagði Iúnda og tár runnu niður vanga hennar, „Þú mfitt ekki biðja raig að fara með þér vestur að fossinum, því mér stendur svo mikill stuggur af honum. Eg skal allt af fara með þér hingað á heiðarbrúnina, en aidrei lengra.“ „En manstu, hverju þú lofaðir, þegar þú varst lítil?“ „já, ég man það, hjartans vinur.“ „Ætlarðu að enda það loforð?“ „Já, en fyrst verður þú að tala við föður minn og láta okkur vita, hvað þú heitir, og hverra manna þú ert,“ Eg get það ekki, elsku vina, ég get ekki sagt þör neitt um það, fyr en þú kemur með mér upp að fossinum,“ sagði hann. Hún rarð þá enn hræddari en fyr. „Fylgdu mér aftur heim,“ sagði hún. Hann varð þá mjög dapur í bragði. En hann fylgdi henni að hólnum og talaði ekki við hana alla leiðina. „Mundu það, hjartans ástvina mín,“ sagði hann, þegar þau námu staðar við hólinn, „mundu það, að þú ert heitmey mín, 0g einhvern tíma kem ég til að sækja þig.“ „Ég gleymi þér aldrei, hjartans vinur,“ sagði Linda, og það komu tár fram í augu hennar. Svo kyssti hann heitmey sína og hélt síðan af stað inní skóginn í hlíðinni. Svo liðu þrjú ár, Og aldrei allan þann tíma kom pilturinn í grænu fötunum tii aðflnna heitmey sína. Og Linda var allt af heima í húsi föð- ur síns og beið unnustans. A hverjum degi, þegar sólskin var, gekk hún yfir á hólinn og horfði til hlíðarinnar, og beið og vonaði. En hann, sem hún elskaði og þráði svo heitt, kom ekki. „Ó, hví fór ég ekki með honum alla leið vestur að fossinum, þegar liann bað mig svo heitt og innliega!" sagði hún við sjálfa sig oft og mörgum sinnum. Og hún grét

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.