Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 17

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 17
VII. 5- FREIJA 113- Sagan af Rósinni í Ríó. Ór skáldsögunni „Brazilíufararnir/'eftir J. Magnús Bjarnason. --------:o:------- Einu sinni snemma á átjánda ölóinni bjó fátækur steinhöggrari i snotru steinhúsi kippkorn fyrir vestan Ríó de Janeiró, sem þi var að eins stórt þórp., Hann var ekkjumaður, þegar saga þessi gerðist. Hann átti dóttur eina er Linda hét. Hún var fríð sýnum og góðum kosturn búin, og unnu henni hugástum allir_ sem nokkur kynni höfðu af henni. Og menn kölluðu hana „Rósina í Ríó.“ Þá er hún var lítil stúlka, lék hún sér oft á litlum hól fyrir vestan húsið. Einu sinni er hún var að leika sér þar (hún var þá tíu ára göniul), kom lítill drengur á hennar reki á hóiinn til hennar. „Viltu leika þör við mig?“ sagði drengurinn. Hann var í grænum fötum, og augun hans voru falleg og blá, eins og heiður himininn. , Já, ég vil leika mör við þig,“ sagði Linda litla. Og svo léku þau sér allt til sólariags. „Nú verð ég að fara heim,“ sagði drengurinn. „Hvar áttu heima?“ „Fyrir vestan fjöllin,11 sagði drengur- inn. Hann hljóp svo í áttina til fjallsins. Linda horfði á eftir honum unz Lann hvarf inní skóginr. í hlíðinni. Þegar steinhöggvarinn kom heim frá starfi sír.u um kvöldið, sagði Linda honum frá ókunnuga drengn- um sem komið hafði til hcnnar um daginn. „Eg hefi aldrei söð neinn dreng í grænum fötuni," sagði faðir hennar, ,,og ég veit ekki af neinum hvítum manni, sem býr fyrir vestan fjöllin. Þetta hefir verið cinhver drengurinn hérna úr þorpinu, og hefir verið að leika huldu-dreng— því huldufólkið í Brazilíu á að vera í grænum búningi, en það er þó ekki til.“ Daginn eftir, þegar Ltndá var nýfarin til að leika sér á hóln- um, kom drengurinn aftur til hennar. „Viltu leika þér við mig í dag?“ sagði hann. „Það vil ég gjarnan,11 sagði hún. Og nú léku þau sér sam- an allt til sólajlags, „Nú fer ég heim,“ sagði drengurinn. ,,Þú átt heima hérna í þorpinu,“ sagði Linda iitla. „Þú þyrðir ekki að fara einn yfir fjöllin, og svo býr þar heldur ekkert hvítt fólk. “Jú, mamma mín og ég búum fyrir vestan fjallið.“ sagði drengurinn, ,,og ég er ekki hræddur við að fara einn yfir fjöllin, jafnvel þó myrkur sö.“ Svo hljóp hann af stað vestur til fjallsins og hvarf inní skóginn í hlíðinni. Daginn eftir kom drengurinn og lék sér við Lindu litlu á hólnum. Og í marga daga kom hann, og þau léku sér alltaf saman, þangað til komið var undir sólarlag, þá hljóp hann æfinlega af stað vestur til fjallsins og hvarf þar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.