Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 41

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 41
FREYJA VII. 137' Hvorugt þeirra var líkamlega hraust, en hann átti síglaða sí- iirausta sál. Söngur sálar hans var um ást og sælu, líf og gleöi. A þenna fugl hlustaði húu hugfanginn í 24 ár og þreyttist aldrei. , Þaö var þessi rödd, sem lyfti sál hinnar þunglyndu, alvörugefnu konu upp úr sorg og alvöru lífsins og kom henni til aS syngja líka. Hann uppörfaði, hughreysti, laðaöi og leiddi hana til frœgöar og frama og hjálpaöi henni á ailar iundir. En hún stundaði hann meö óþreytandi ást og stööuglyndi og gekk börnum hans í móöur stað. Þetta var konan, rithöfundurinn og skáldið, sem bar ægis- hjálm yhr allar samtíöar systur sínar í heimi bókmenntanna. Það er konan, sern sagnaritararnir—sumir aö minnsta kosti—segja aö brotið hafi hin náttúrlegu siöferðislög, sem sngan, er eins og nátt- xirulögmáliö æfinlegagengur í strangan réttlætisdóm við alla—get- ur aldrei fyrirgefið,—segja að enn þá muni afmá frœgðarljóma þessarar merkilegu konu!! Dauöi Lewesar endaði starfs og frægðarferil George Eliot. Þegar fuglinn í skóginum þagnaði, varð lífið og tilveran henni ein voða auðn. Sál hennar hlustaði á hreiminn af hinum devjandi tónum og er hann hvarf í eilífðarhafinu og tónarnir voru aldreiend- urteknir, þagnaði hún iíka. Hún var sem barn í höndum seinna manns síns, móttœkileg fyrir ást og umönnun, en átti sjálf ekkert til að gefa. En hún þurfti ekki lengi á þeirri umönnun að halda, því hún giftist manni sínum, John Walter Cross, ungum bankaeig- anda í New York í maí 1880 og andaðist í desember sama ár. Alrs. Jennie E. Peíursson. Þessari konu kynnust þó nokkrir Islendingar þegar hún með manni sínum, Birni sil. Pétursyni starfaði-að Unítarahreyfingunni í Winnipeg. Agrip af æfisögu hennar getum vér því miður ekki gefið að sinni, en oss er kœrt að minnast hennar, því göfugri og betri konu getur ekki. Oss liggur við að klökkna er vér minnumst hennar—konunnar, sem eins og Rut forðum, yfigaf vini og vanda- < menn—-þjóð sína, til þess að berjast fyrir sannfæring sinni og mannsins síns, langt frá æskustöðvum sínum og 'fólki sínu. Til að gjöra fólk síns elskaða eiginmanns að sínu fólki. ,,Því nú á ég tvoer þjóðir. “ sagði hún í skilnaðarræðu sinni, þegar allt var búið og dauðinn hafði tekið frá henni manninn og starfi hennar meðal

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.