Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 13
VII. 5.
FREYJA
125.
veit ég ekki, en þegar ég vaknaði var búiö aS kveikja. Mamma
var komin í sparifötin og sömuleiSis systir mín, svo kom mamma
og fór aS klæSa mig í ný föt meS gilltum hnöppum, þegar ég var
klœddur segir hún, ,,farSu nú inn í setustofuna og kysstu pabba
þinn fyrir nýju fötin sem hann keypti handa þér í jólagjöf, sérSu
ekki hvaS ljómandi falleg þau eru?“ ÞaS gjöri ég ekki elsku
mamma sagSi ég og stakk nefinu undir vanga hennar og lagSi
hendurnar um háls hennar, því ég hélt aS hún mundi þá gjöra allt
aS mínum vilja, en ég þekkti ekki mömmu, skildi ekki fyr en
mörgum árum síSar hennar himinbornu ást til fööur míns og okkar
barnanna, og nú af því ég er farinn aS eldast kemur mér í hug
þessi einfalda spurning: HvaS fá börn eru þaS ekki, sem geta met-
iS móSurástina fyr en þaS er—já ég held ég megi segja þaS—um
seinan?
En mamma kunni lagiS á mér, þaS var eins og hún ein hefSi
lykilaS hjarta mínu, hún kyssti á kinnina á mér ogsagSií þeim róm
er móSir aSeins talar viS barniS sitt sem hún elskar meir en sitt
eigiS líf: ,,FarSu elsku drengurinn minn og finndu pabba þinn, þiS
hafiS báSir gott af því. “ Eg leit framan í hana eSa öllu heldur
beint í augu hennar eins og ég vildi lesa hennar innstu sálar til-
finningar, og þar sá ég aSeins þessa óviSjafnanlegu móSurást og
einlœgni. ,,Ég skal fara mamma, “ sagSi ég, en fann þó aS ó-
styrkur var á raddfcerunum, því ég kveiS fyrir aS mœta föSur mín-
um, sem mér fannst svo kaldur og gamali í anda. Hann sá mig í
snjókastinu og ég bjóst viS aS hann berSi mig, því hann var siSa-
vandur maSur. Ég leit aftur til mömmu, eins og til aS spyrja hvort
hún virkilega heimtaSi hlýSni? Hún skildi mig líka og sagSi bros-
andi: ,,Faröu og gerSu eins og ég sagöi þér. “ Ég beiS ekki eftir
meiru, því sambland einlægni og ástar stafaSi af svip hennar, eins
og geislar frá hnfgandi sól.
Ég kom iun í setustofuna þar sem faSir minn sat viS skrif-
borðiS sitt eins og steinrunnin mynd, kaldur eins og ísjaki en þó
höfSinglegur eins og jökli faldaöur fjallshnúkur. Ég hafSi oft séS
föSur minn sitja þannig viS lestur eSa skrift og af óttablandinni
virSingu lét ég aldrei til mín heyra, og nú fór á sömu leiS. Ég
stanzaSi þegar ég kom inn fyrir dyrnar og var aS hugsa um aS læb-