Freyja - 01.12.1904, Side 30

Freyja - 01.12.1904, Side 30
FREYJA VII. 5. 12 6. dóm sinn í Róm, sem byrjaöi meö þessum orðum: ,,I umboði al- máttugs guðs föðurs, sonar og heilags anda og voru eigin. “ Vel hefðu þeir mátt láta sér nægja að segja: í voru eigin umboSi, en sleppa hinum hluta setningarinnar. I þriðja staðnum er hann sýnd- ur á aftökustaðnum umkringdur af miöalda skríl. Annarsstaðar á myndastyttunni eru höggnar myndir af fyrirrennurum hans, sem eins og hann liðu píslarvættisdauða, og eru þeir þessir: Wickliff, Jóhann Húss, Michael Servetus, Paieario, Ramus, Sarpi, Vanini og Campanella. Myndastytta Brúnós stendur í Campo dei Fiori, aðal blómatorgi nútíðar Rómaborgar, gengt gluggum páfahallar- arinnar. Frá þessum gluggum horfði páfinn á aftöku Brúnós fyrir 298 árum síðan, og varð þá þetta að orðk Megi áhrif hans deyja eins og hann sjálfur deyr, og mcgi hann verða, eins og hcfSi hann aldrei til verið. Frá þessum sömu gluggum sá hinn heilagi páfi myndastyttu Brúnós afhjúpaða fyrir 15 árum síðan og heyrði fagnaðarlæti fólksins, er safnast hafði saman til að vera við það hátíð- lega tœkifæri. Og fyrir hérum bil sex vikum síðan sá páfinn frá hinum sömu hallargluggum fólk í þúsundatali frá öllum löndum Evrópu og Ameríku safnast saman utan um myndastyttu Brúnós og þekja hana í lifandi blóma-sveigum og hrópa: Lifi Brúnó! Lifi píslarvottur ogpostuli frelsisins! Engi bölsýnismaður er svo böl- sýnn, að hjarta hans hefði ekki fyllst sælu-ríkri von, ef hann hefði verið þar staddur í þetta sinn, og séð þenna svarta blett á blóma- targinu í Rómaborg, allt í einu verða blómlegasta blettinn í allri Evrópu— hefði hann séð öskuna, löngu, löngu kalda, hreyfast,á ný, og hina löngu þögnuðu rödd, hrópa hœrra og bergmála víðar, en nokkru sinni fyr. Svipur Brúnós á myndastyttunni sýnir aðdáanlegt sambland af ofdirfsku og ró. ,,Hann er maður, sem vogar og getur liSiS fyrir vogun sína, “ verður manni ósjálfrátt að orði, þegar maður horfir á hana. Brúnó heldur á bók í annari hendinni og virðist sem honum sé eins annt um hana og móður um barn sitt, eða ung- menninu um ástmpy sína. Hvers vegna lét listamaðurinn hann halda á bókinni? Hvernig hefði hann átt að aðskilja þau? Rómó og Júlíet elskuðust ekki innilegar en Brúnó elskaði bók sína. Taktu hana af honum ef þú getur! Þessi bók var unun œskuára

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.