Freyja - 01.12.1904, Page 38

Freyja - 01.12.1904, Page 38
'34- FREYJA VII. c. Chapinans-hjónunum. Þar kynntist hún Herpert Spencer og tókst brátt meö þeim góB vinátta, semhélzt æ meóan bæöi liföu. Kom hann henni aftur í kjnni viö Gecrge Henry Lewe;, Harriet Matt- ineau, George Combe o. fl. íríhyggjendur. Arið 1854 hætt hún viö Westminster Review, tók saman viöGeorge H. Lewes. sem þá átti lifandi konu, og feröaöist með honum til Þýzkalands. í þeirri ferð var hann að safna gögnum til æfisögu þýzka skáldsins Goethe, á þeim tíma þýddi hún siðfrœði íethics) eftir Spinoza, ritaði nafnlaus- ar greinar í ýms tímarit og las bækur um alla mögulega hluti. Árið 1856 kom Lewis á prent hinni fyrstu búk er hún ritaði sjálf, undir nafninu George Eliot, sem hét Seenes of Clerical life. (Myndir úr klerkalífinu) fékk hún fyrir það verk $600. Eftir það skrifaði hún hverja söguna eftir aöra, ,,Adam Bede, “ ,,The mill on the FIoss, “ ,,Silas Marner, “ ,,Romola, “ ,,Felix Holt, “ ,,Middlemarch, “ og , ,Daniel Deronda. “ Má geta nærri hvaö mikið álit hún haföi fengið sem skáldsagnahöfundur, á því að f}?rir handritin af þessum sögum var henni borgað frá tíu til fjörutíu þús- und dali hvert. Nú var hún bæði heimsfrœg og auðug oröin. Árið 1878 andaðist vinur hennar George H. Lewes, og má þá segja að œfi hennar ög æfistarf hafi tekið snöggan enda jafnvel þó hún lifðí eftir það í tvö ár og giftist manni, svo ungum að hann hefði vel getað veriö sonur hennar. Eftir fáar eða engar konur liggur jafn mikið œfistarf og George Eliot. Hún feröaðist mikið, las mikið, starfaði mikið og elskaði mikiö. Hún var fálát og með öllu laus við að vera skemmtileg eöa aðlaðandi, og átti það ekki svo lítið rót sína að rekja til þess, hvaö hún var að vissu leyti gamaldags í skoðunum. Skyldurækni og siðgœði áleit hún undirstöðu allra dyggða og hið fyrsta og helzta sem menn œttu að keppa að. Siðgœði mældi hún fremur á gamaldags mœlikvarða og prédikaði það við öll möguleg og ómögu- leg tækifœri í orði og verki. Það mundi því fáum hafa komið til hugar að ástalíf hennar yrði meinum bundið og þó kalla menn að svo hafi verið. Það er til gömul saga, er segir frá munki einum, sem að morgni dags gekk út í skóg og stanzaði þar augnablik til aö hlusta á fugl, semsöngsvo undur fagurt. Þegar hann kom heim aftur, kann-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.