Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 22

Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 22
FREYJA VII. 5. 118. eflir það, og vissi enginn í þorpinn, hvað af honnm varð. Hngðu sumir. að hann hefði orðið sturlaður og ráfað vestur að fossinum og drekkt ?ér þar. Svo liðu tvö ár. Þá var það eina nótt, að ein Ijósmcðirin í Kíó de Janeiró var vakin upp af fasta svefni af ókunnugum manni. //ann bað h að koma með sér hið skjótasta til ltonu, sem lægi í barnsnauð og væri langt leidd. Ljósmóðirin bjó sig í fiýti og lagði af strð með mannin- um. ,,Er langt þangað, sem konan býr?“ sagði ljósmóðirin. „Spölkorn fyrir vestan þorpið,“ sagði ókunnugi maðurinn. En þegar þau komu vestur fyrir þorpið, þá mætti þeim piltur með tvo dökka hesta. Maður- inn setti ljósmóðurina á bak öðrum hestinum, fyrir aftan piltinn, en sjálfur fór hann á bak hinum. Svohélduþau af stað upp í fjallið. „Er nú langt eftir?“ sagði Ijósmóðirin. „Það styttist óðum,“ sagði maður- inn. Þau héldu uú áfram yfir fjallið, og Ijósmóðirin var allt af að spyrja, hvort nú væri langt eftir. En maðurinn sagði allt af. „Það styttist óðum—það styttist óðum,“ En þegar þau voru komin vestur I miðjan dalinn. þá sagðist maðurinn verða að binda fyrir augu ljós- móðurinnar því hún mætti ekki sjá hús sængnrkonnnnar að utan, 0g mætti ekki vita, hvar það stæði. Ljósmóðirin, sem var kjarkmikil kona og einbeitt, leyfði manninum að binda klút fyrir augu sér, þó henni þætti það næsta kynlegt, að nún skyldi ekki mega s.já, hvert hún var að fara. Svo héldu þau áfram um hríð. Ljósmóðirin fann að þau fóru upp bratta brekku, og hún heyrði fossnið. Hún vissi, að þau færðust allt af nær og nær vatnsfalli, og loksins fannst henni, að þau vera komin að einhverjum miklum fossi. Þá staðnæindust hestarnir, hún var tekin af baki hestinum og leidd nokkra faðma, hún fann að húnfórniður snarbratta brekku, en hún sá ekki neitt. ,,Er nú langt eftir?“ sagði ljósmóðirin. Ilenni var ekki farið að verða um sel. „Við eigum nú að eins örfá fótmál efti?,“ sagði maðurinn. Nú fanst ljósmóðurinni, að þau farainn á bak við fossinn. Hún gekk upp nokkrar steintröppur, svo tók við slétt gólflagt helltim. Eftir þessu hellu-gólfl fóru þau um hríð. Fossniðnrinr. færðist nú fjær og fjær, unz hann að lokum dó út eins og í fjarska. Allt i einu tók maðurinn klútinn frá augum ljósmóðurinnar. Hún sá, að hún var í all-stórum helli, sem var að sjá afhellir út úr öðrum stærri. Afhellir þessi var allur tjaldaður dýrustu dúkum og silki, svo að hvergi sá í klettinn, nema þar sem gengið var inn í hann. Á mið.ju gólfi var vel vandað rúm. Þar lá ung kona, og var hún mjög þungt haldin. Öldruð kona stóð við rúmstokkinn. Hún var góðleg á svip og tíguleg. Ljósmóðiriu tók

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.