Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 49

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 49
VII. 5- FREYJA 145. stúlkan. , Erindi mitt er mjög áríöandi," svaraöi barniö: ,,Getég fœrt honum þaö? ‘ „Nei, ég verö aö finna hann sjálf. “ „Viltu þá segja mér nafn þitt?‘, „Ég get þaö ekki.“ svaraöi barnið. Þjónustu stúlkan horfði efablendnis augum á litlu stúlkuna og fór svo inn, og sagöi henni aö bíöa sín. En Maisie var á ööru máli. Hún læddist hægt inn á eftir henni og þegar þjónustu stúlk- an meö mestu varasemi opnaði stofu Richardsons smeygði hún sér inn hjáhenni, hallaði hurðinni í hálfa gátt og sagði: ,,Láttu mig vera, ég skal ábyrgjast. “ Þjónustu stúlkan, sem þegar var orðin brotleg, vissi ekki vel hvað gjöra skyldi en réði þó af að láta svo búiö vera. Þegar Maisie var búin að láta aftur, fór hún í hægðum sínum inn í stofuna, tók af sér yfirhöfnina og veifaöi hægt sprota sínum. Richardson sem haföi rumskast þegar hurðin opnaðist reis nú upp og festi augun á litlu stúlkunni. En þó að hún vœri gyðjuleg í fállega leik-kjólnum sínum var það ekki það, sem hélt augum hans föngnum, heldur hár hennar, augu,andlit, vöxturinn — allt minnti hann á litlu stúlkuna sem hann einu sinni elskaði fram- ar öllu öðru. ,, Er ég vakandi eða dreymir mig. Mary, er það þú!“ ,,Nei, það er ekki Mary en það er dóttir hennar, afi minn, “ sagði Maisie og horfði djarflega á hann. ,,Þú ert dóttir hennar?—Hvar er hún, og hvernig líöur henni?“ ,,Hún er í B. fjölhýsinu og er lasin,“ svaraði Maisie. Richardson horfði í gaupnir sér, eins og hann vœri að rifja eitthvað uppfyrir sér. Loks leit hann upp og sagði.—,,Hvernig líður föður þínum, barn. “ ,, Pabbi er dáinn fyrir nokkrum árum, “ svaraði mærin og laut höfð' sínu. ,,Pabbi þinn dáinn.—Komdu til mín barn, hví lét mamma þín jnig ekki vita af því?r^Komdu barn. ‘ ‘ Maisie flaug í fangið á gamla manninum, sem fannst hann hafa aftur fundið barniff sitt. Tár runnu niður eftir kinnunum hans fölu, og brjóstin hófust upp. ,,En til hvers erum við að evða tíma hérna?—Pabbi þinn dáinn og Mary ein og veik í tilbót. Komdu barn og fylgdu mér til hennar. “ Og þau fóru.—Þegar Mary opnaði augun, kraup faðir hennar við legubekkinn og Maisie stóð hjá klökk af gleði. Þegarfaðir og dóttir höfðu heilsað hvort öðru og voru komin heim til gamia Richardsons til að gleðja hjarta gamla mannsins og halda jólin eins og þaú höfðu gjört til forna sagði Maisie: ,,Og það var allt Jóla-andanum að þakká og töfrasprotanum mínum. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.