Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 8

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 8
104. FREYJA VII. 5. nema því að hann hlyti að deyja—öllum sínum áformum um aS óttast ekkert, æörast aldrei. Svo hann grét og baö og baö og grét. En enginn heyröi kveinstafi hans. „En þetta getur ekki veriö virkilegleiki, þaö hlýtur aö vera draumur, “ hugsaöi hann. ,, Já draumur. “ Og hann gjöröi allt sem hann gat til aö vakna. Ég get ekki veriö Lailie. Ég hlýt aö vera Assarkhadon. ,,Þú ert bæöi Lailie og Assarkhadon, “ sagöi rödd rétt hjá honum, og í því finnst honum aö böölarnir vera aö taka sig af lífi. Hann hljóöaöi upp og rak um leiö höfuö- iö upp úr vatninu — þar stóö þá öldungurinn og hellti síðustu dropunum úr brúsanum yfir höfuö hans. ,,Ó hvaö ég hefi kvalist, og þaö svo lengi, “ sagöi Assarkhadon. „Lengi, “ endurtók öldungurinn. ,,Þú hefir ekki nema dýft höföinu ofan í vatnið rétt sem snöggvast. Séröu ekki aö brúsinn er ekki tómur enn þá? Skilurðu nú það sem ég sagði þér?“ Assarkhadon horföi óttasleginn á öldunginn en svaraði engu. „Skilurðu nú, “ endurtók öldungurinn, ,,að Lailie er þú sjálf- ur og hermennirnir sem þú lézt lífláta voru einnig þú. Ekki ein- ungis mennirnir heldur og einnig dýrin sem þú veiddir og ázt í veizlum þínum voru þú. Þú heldur að lífið búi einungis í þér sjálfum, en með því að draga skýlu fávizkunnar frá augum þér, hefi ég sýnt þér, að meö því að gjöra öðrum illt, gjörir þú sjálfum þér mest illt. Lífiö býr í öllum lifandi verum, og þú hefir sjálfur einungis lítinn skammt af þessu almenna lífi, og í þeim litlaskctmmt eða hluta, sem í sjálfum þér býr, megnar þú aö auka þaö eöa minnka, gjöra það betra eða verra, fullkomnara eöa ófullkomnara. Þinn eigin hluta getur þú fullkomnað meö því einu móti aö eyða öllu því er aöskilur þitt líf frá annara lífi, og meö því aö skoða aöra, part af sjálfum þér, og elska þá eins og sjálfan þig. Þú get- ur ekki eyðilagt neitt af því lífi sem í öörum býr. Líf þeirra, sem þú hefir líflátiö, er að eins horfið sjónum þínum, en ekki eyðilagt. Þú ætlar að eyða annara lífi en lengja þitt, en þaö getur þú ekki gjört. Lífiö þekkir engin takmörk, tíma né rúm. Líf mínútu- tímabils og líf þúsund ára — líf þitt og allra sýnilegra skepna og hins óskiljanlega ósýnilega er allt jafnt. Aö eyðileggja líf eða breyta því er ómögulegt, því lífiö er þaö eina virkilega—eina sem hefir tilveru. Allt annað er sjónhverfing.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.