Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 21

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 21
VII. 5- FREYJA. n 7- byrja hina helgu athöfn, þá var kyrkju-hurðinni hrundið upp, og inn á gólflð gekk ungur maður vasklegur og vænn sýnum. Hann var í græn- um kufli. Hann gekk rösklega inn kyrkju-gólfið og allt inn að altarinu, þreif brúðina í fang scr og hljóp með hana út. Fyrir utan kyrkjudyrnar stóðu tveir hestar söðlaðir, var annar dökkur á iit, en hinn hvítur. Hinn ungi maður setti Lindu á hvíta hestinn, en sjálfur fór hann á bak hinum dökka. Að fáum mínútum liðnum voru þau komin vestur úr þorpinu og stefndu ti! fjallanna, og fóru mikinn. Fólkið í kyrkjunni stóð eins og steini lostið fáein augnablik, og vissi ekki, hvað það átti að halda utn þetta ofdiifskufulla tiltæki hins unga manns í græna kuflinum. En gamli Ferreira áttaði sig von bráðar. „Veitið þeim eftirför!" hrópaði hann, „og hverjum þeim, sem nær þeim lifandi, skal ég gefa hundrað gullpeninga nýslegna.“ Finim ungir riddarar gáfu sig undir eins fram. Þeir tóku vopn sín, stigu á hesta sína og riðu allt hvað aftók á eftir brúðinni og manninum í græna kuflinum. Þegar þeir komu upp á fjallsbrúnina, sáu þeirþau skammt a undan sér,því tunglsljós var á. Þau stefndu vestur yfir fjallið. Riddararnir keyrðu nú hesta sína sporum og þóttust vissir um, að geta brátt náð þeim. En hversu geyst sem þeir fóru, þá voru þau þó allt af spölkorn á undan þeim. Það hvorki dró sundur né saman með þeim og riddurunum. Þegar þau komu á vestari fjallsbrúnina, skutu þeir á hvíta hestinn, sem brúðurin sat á. Hesturinn féll þegar dauður niður, En um leið kippti maðurinn í græna kuflinum brúðinni upp á dökka hestinn og reiddi hana fyrir framan sig. Nú héldu þau niður í dalinn, og riddararnir á eftir, eins hart og hestar þeirra gátu farið. Það dró heldur sundur en saman með þeim og ridd. urunum, meðan þau voru að fara yflr dalinn. En þegar kom upp j hlíðina að vestan, þá veitti hestum riddaranna ögn betur. Nú héldu þau upp með gilinu, og allt af var að verða styttra og styttra á milji dðkka hestsins og riddaranna, og þegar koin upp á móts við fossinn, voru að eins fáir faðmar iriilli þeirra. Riddararnir miðuðu nú byssum sínum á dökka hestinn og hleyptu af. Hesturinn féll og var þegar dauð- ur. Þeir stukku nú af baki og ætluðu að grípa brúðina og hinn unga mann höndum. En þau voru allt í einu horfin, og hvernigsem þeir leit- uðu þar í gilinu um nóttina, þá fundu þeir þau hvergi. Daginn eftir leituðu þeir, en það kom fyrir ekki, þau fundust hvergi. Þeir fóru svo heim kvöidið eftir og sögðu sínar farir ekki sléttar. —Menn gátu þess til, að þau hefðu kastað sér í fossinn, og áin hefði flutt lík þeirra út í sjó. Nokkrum dögum síðar hvarf steinhöggvarinn, og sást hann aldrei

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.