Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 29

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 29
MYNDASTYTTA BRÚNÓS. EFTIK Liberal Review. Frá því þingið fyrst kom saman áttum vér allir sameiginlega þrá, sem meö degi hverjum varð sterkari og sterkari. En hún var sú, aö hittast allir hjá myndastyttu Brúnós og taka saman höndum í hinni helgu návist píslarvottsins, sem lét líf sitt í þjón- ustu sannleikans. Oss langaöi til aö sjá Campo dei Fiori troðfull" an af sannleiks elskandi fólki, sem fariö haföi í pílagrímsför til aö sjá—-ég var nœrri búinn aö segja, gröf brúnós—en það dugar ekki því Brúnó átti enga gröf—hann var brenndur, og ösku hans fleygt í Tiber fljótið, og nafn hans sett á lista meö þeim er katólska kyrkj- an bölvaöi— en til að minnast hans og sjá ina veglegu mynda-' styttu er honum hefir reist verið. Vér vildum fegnir geta skilið hinar sálarfræðislegu tilfinningar mannsins—hvers vegna augu vor fyllast tárum og hjörtu vor titra eins og blööin á greinum trjánna, í sumar blœnum, þegar vér stóöum frammi fyrir inni þögulu mynd píslarvottsins. O, að vér gætum aftur fundið til eins og vér gjörö- um þá— að vér gœtum fylgt hinum sömu hugsjónasveiflum, sem þá lyftu hugum vorum upp yfir sorg og dauða, upp í hæðir ljóss og vona. Myndastytta Brúnós er gjörð af ítalska listamanninum Atori Ferrori og sýnir heimspekinginn á svartmunka búningi. Mynda- styttan sýnir hann í þrennskonar ástandi: Fyrst sem fyrirlesara í Oxford háskólanum á Englandi, næst er hann aö hlusta á dauða-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.