Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 18

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 18
FREYJA VII. 5. it4. inní skóginn. 0g Lindu þótti ailtaf vænna og vænr.a um hann, því hann var svo miklu kurteisari og allt öðruvísi en hin börnin, sem hún þekkti þar í þorpinu, og svo vildu þau svo sjaldan leika sér við hana, af því faðir hennar var bara einfaldur steinhöggvari og fátækur í tilbót. En engi&n þar í þorpinu si dreng þenna, nema hún ein, því hann kom aldr- ei til að leikasér við hana, nema þegar hún var ein á hólnum. „Hvað heitir þú?“ sagði hún einu sinni við hann. „Eg má ekki segja það núna,“ sagði hann, „en mérþykir ósköp vænt um þig.“ „Og mér þykir líka ósköp vænt um þig,“ sagði Linda litla og stakk svuntuhorninu í inunninn. „Yiltu verða konan mín, þegar við erum bæði oiðin stói?“ sagði drengurinn. „Já, ég skal verða konan þín, þegar ég er orðin stór,“ sagði Linda litla og beit í svuntuhornið og togaði í. Svo fór drengurinn sína leið, og hún sá hann ekki aftur í mörg ár, en liún mundi alltaf, hverju hún haiði iofað- Linda varð sextán ára. Hún bar þá af öllum ððrum stúlkum í Ríó de Janeiró, hvað fríðleik og háttprýði snerti. „Satt er það,“ sagði fólkið, >,já, vist er það satt, að fríð er liún, Rósin í Ríó!“ Og augu allra ungu piltanna þar í þorpinu mændu á þessa yndsisfríðu mey— og enga nema hana. En hún leit ekki við neinum þeirra, því hún mundi, hverju hún hafði lofað litla drengnum í grænu fötunum.------Svo var þrð einn dag, þegar hún var rúmlega sextán ára, að pilturinn í grænu fötununi kom til hennar, þar sem hún var að huga að blómum fyrir vestan hól- inn. Hann var enn í grænum fötum, en hann var nú ekki lengur iítill. .Hann var nú vðxtulegur og vænn sýnum, og bar langt af þeim piltum sem Linda hafði nokkru sinni þekkt. „YHltu koma með mér npp í fjalls- hliðina?" sagði pilturínn. ,,Það vil ég gjarnan," sagði Linda og varð kafrjóð í framan. Svo gengu þau upp í hlíðina. „Viltu nú koma með mér upp á brúnina?" sagði pilturinn. „Nci, það þori ég ekki,“ sagði hún. Hann fylgdi henni þá aftur niður á hólinn, sneri þar við og gekk inn í skóginn, og var mjög dapur í bragði. Linda fór svo heim til sín og var hnuggin um kvöldið, en ekki sagði hún neinum, að liún hefði fundið piltinn. Daginn eftir kom pilturinn til Lindu. „Gáttu nú með mér upp á fjallsbrúnina,“ sagði pilturinn. „Svo mikið vil ég gera fyr- ir þig,“ sagði hún. Svo gengu þau upp á fjallsbrúnina og fóru liægt. „Koindu nú með mér yflr á vestari heiðarbrúnina,' sagði pilturiun, þeg ar þau voru komin upp á fjallið. „Nei, það þori ögekki, elsku vinur,“ sagði hún, “ég er svo hrædd!“ Nú varð pilturinn mjög dapur í bragði. En hann fyldi Lindu aftur niður á hólinn og hvarf síðan. Næsta dag koin pilturinn á ný. „Þorir þú nú að koma með mér yflr á vestari heið-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.