Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 34

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 34
130. FREYJA VII. En bráöum í vestrinu bliku upp dró, sem boöaöi storma og él °g nýgræöings-jurtin af ná hrolli skalf, því nótt sú var bending um hel. Það dimmdi og krossmessan gekk svo í garö þaö grenjaöi stormur á skjá, og nýfædda lífiö, í líkblœju klætt það leiö nú í gleymskunnar dá Þaö krossmessu-hret var svo dauflega dimmt aö dagurinn hrœddist og fór, hann flúöi úr byggðinni—breyttist í nótt og byggðin varð jökull og snjór. Og jökullinn ógnandi’ á jörðunni lá, og élkólgan bölþrungin stóð í tvö ár það sá ekki’ á dökkleitan díl svo drúpti af vonleysi þjóð. Hér þarf ekki’ að skýra frá skorti’ eöa neyð þú skilur það vinur minn allt, því ervíð er förin í íslenzkri hríð og oft er í byggðunum kalt. Og vorfuglínn sveif yfir sveitinni hátt ég sá ’ann en heyrði’ ekki neitt, nú settist hann ekki við lœk eða lind því landið var orðið svo breytt. Hann vildi þó heilsa, já heilsa mér blítt en hvar gat ’ann sezt, nema’ á fönn. Og svo voru krummar, að hakka’ í sig hræ og horbein að glamra við tönn. Svo liðu þau tvö, þessi eilífðar ár, þaö augaði’ í klökuga hlíö, en seinlega greri, því golan var köld og gráleikin harðinda-tíð. Og enn skall á rúðunni ýlandi strá

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.