Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 33

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 33
SVEITIN MÍN. í fyrstu var sveitin mín fögur og björt og fardagur hulinn var enn, og enn var ei krossmessan gengin í garð, hún gekk þó aö hliöinu senn aS kalla til sundrunga samferða-menn og senda á öfuga ieið, og byggja svo varðmúr á vegamót öll en vegleysan torfær og breið. I fyrstu var sveit mín af frjómagni rík og frelsið á tindunum brann og vorsólin kyssti hvert laufblað í lund og lífið f æðunum rann, og loftið var heilnœmt í háfjalla-borg og hlátur var léttur íbyggð og þar voru leikarnir lifandi orð um lífsglaða vináttu’ ogtryggð, Það voraði snemma, og brosandi blóm sig breiddu um engjar og vöil og hlíðin mín fagra,—sú fjöljurta-byggð með fossa og álfheima-tröll— var byrjuð að grænka, og glitfögur blóm þar glóðu mót vorhimni blám, og lambið var farið að hlaupa við hlið á hagvönum, — kynsælum ám. Og enn var ei krossmessan gengin í garð og glatt var í sveitinni enn, og enn báru leikarnir lifandi vott um lífsglaða samferða menn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.