Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 33

Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 33
SVEITIN MÍN. í fyrstu var sveitin mín fögur og björt og fardagur hulinn var enn, og enn var ei krossmessan gengin í garð, hún gekk þó aö hliöinu senn aS kalla til sundrunga samferða-menn og senda á öfuga ieið, og byggja svo varðmúr á vegamót öll en vegleysan torfær og breið. I fyrstu var sveit mín af frjómagni rík og frelsið á tindunum brann og vorsólin kyssti hvert laufblað í lund og lífið f æðunum rann, og loftið var heilnœmt í háfjalla-borg og hlátur var léttur íbyggð og þar voru leikarnir lifandi orð um lífsglaða vináttu’ ogtryggð, Það voraði snemma, og brosandi blóm sig breiddu um engjar og vöil og hlíðin mín fagra,—sú fjöljurta-byggð með fossa og álfheima-tröll— var byrjuð að grænka, og glitfögur blóm þar glóðu mót vorhimni blám, og lambið var farið að hlaupa við hlið á hagvönum, — kynsælum ám. Og enn var ei krossmessan gengin í garð og glatt var í sveitinni enn, og enn báru leikarnir lifandi vott um lífsglaða samferða menn.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.