Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 24

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 24
FREYJA VII. 5. 120. Til Rósu Pálsdóttur Dalmann. (Á afmælisdcgi hennar.) Tuttugu ár og eitt, og ekkert mis-stigi5 spor, en döggin á rósum um dagmála-skeiö, — svo dýrölega endar þitt vor. Blómstur og sumarsól, og svalandi vestan blær, og gull-epli fögur á grænum meiö,— svo glaðleg er framtíö þín, mœr. Hjartað svo hreint og traust, ,,og heilsuroöi á kinn, “ og minnið og nœmið og ménntunar-þrá,— svo mikill er fjársjóður þinn. Brautin er slétt og bein, og blómstur í hverjum runn, svo fléttaðu’ úr sóleyjum sigurkrans, unz síginn er röðull við unn. Frænka mín fríð og góð, fögnuð það veitir og þor: Að hafa svo endað sitt æsku-skeið, að ei sjáist mis-stigið spor. Vertu því létt í lund, því lífið þig kyssir á kinn, og safnaðu rósum, við æskunnar ós, í elskunnar blómsturhring þinn. J. Magnús Bjarnason.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.