Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 5

Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 5
VII. 5. FRE\ JA 102. „Hverniö veiztu a5 þeir séu hættir aö vera til?“ ,,Af því að ég sé þá ekki, en sérstaklega af því að ég sá þá líða kvalir, þar sem ég leið engar. Það þótti þeim slœmt, er mér þótti það gaman. “ ,,Einnig þetta var missýning. Þú kvaldir sjálfan þig en ekki þá.“ ,,Þetta er mér óskiljanlegt með öllu. “ ,,Langar þig til að skilja þetta?“ ,,Já, víst langar mig til þess. “ ,,Kom þú þá hingað, “ sagði öldungurinn og benti konungin- um á stórt vatnsker. Konungurinn gjörði sem honum var boðið. „Afklœddu þig nú, ’ ‘ sagði öld- ungurinn, og konungurinn hlýddi. ,,Dýfðu höfðinu ofan í vatnið, þegar ég helli yfir þig úr brúsanum, sem ég held á, í kerið, “ s.agði öldung- urinn, og tók nú að hella vatninu yfir höfuð konungsins. Jafnskjótt og konungurinn fann vatniðlykjast yfir höfði sár,fannst hon- um hann ekki lengur vera Assarkha- don, heldur einhver annar. Hann sá sjálfan sig liggja sofandi í ríkmannlega uppbúinni hvflu hjá yndislegri konu, sem hann hafði aldrei áður séð. Og leo tolstoi. þó vissi hann að hún var eiginkona ham-. Þessi kona reis nú upp við olnboga og sagði: ,,Kæri Lailie, þú varst þreyttur í gær eftir erfiði dagsins og hefir því sofiö þenna morgun lengur en venja er til, og ég hefi vak- að yfir þár, til þess að ekkert skyldi raska ró þinni. En nú bíða konungbornir herrar og aðalsmenní hinum mikla sal komu þinnar. Klæð þig þess vegna og vitja þeirra. “ Og Assarkhadon, sem vissi að hann var Lailie, en ekki Ass- arkhadon, og var ekkert hissa á því, heldur furðaði hann sig á því einu, að hann skyldi ekki hafa vitað það fyr, klœddi sig í snatri og

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.