Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 61. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ætla ísraelsmenn ekki frá Líbanon? Washington, 14. mars. AP. YITZHAK SHAMIR, utanríkisráðherra ísrael sagði í samtali við ABC:sjónvarpsstöðina bandarísku í gær, að svo kynni aö fara að ísraelsmenn myndu ekki kalla herlið sitt frá Líbanon fyrr en eftir 2—3 ár. Shamir kom til Banda- ríkjanna til þess að ræða við ráðamenn um Líbanondeil- V-Þjóðverj- ar hvetja Bandaríkja- menn til sveigjanleika Bonn, 14. mars. AP. VESTUR-Þjóðverjar hafa að und- anfornu lagt fast að Bandaríkja- mönnum að bjóða Sovétmönnum upp á málamiðlunartillögur í af- vopnunarviðræðunum sem hafa staðið yfir í Genf síðustu vikurnar, þó það kosti að ní ekki fram „núll-leiðinni" sem NATO-rfkin hafa haldið fast við. Jurgen Sudhof, talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, staðfesti þetta á blaðamanna- fundi í gær eftir að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, hafði sagt í samtali við Washington Post, að „nú væri kominn tími til að bera fram nýjar tillögur. Það þyrfti þó ekki að þýða að NATO væri hætt við „núll-leiðina“, þvert á móti, málamiðlun þyrfti að koma til nú til þess að viðræðurnar í Genf strönduðu ekki, „núll-leiðin“ ætti þó að vera lokamarkmiðið." Sudhof sagði að Kohl væri síð- ur en svo að breyta um stefnu, hann hefði löngum verið and- snúinn því að útiloka alla við- ræðugrundvelli utan einn í Genf og hefði aldrei farið í grafgötur með það. Talsmenn Sósíaldemó- krata telja hins vegar Kohl vera að breyta frá eigin stefnu til sinnar stefnu, en leiðtogi þeirra, Hans Jochen Vogel, hefur hvað eftir annað farið þess á leit við Bandaríkjamenn að þeir sýni sveigjanleika í viðræðunum við Rússa. una. Hann kom fram í þætt- inum „Good Morning Amer- ica“ og sagði þá m.a.: „Við viljum ekki vera með herlið í Líbanon, síst af öllu til frambúðar. En eins og stað- an er, verðum við að hafa þar ítök til að tryggja að hryðjuverkamennirnir hreiðri ekki um sig þar aft- ur. Það gæti tekið nokkur ár, tvö til þrjú ár.“ Þessi orð Shamirs benda ekki til þess að ísraelsmenn hafi mildast í samningslip- urð sinni eins og talið var í kjölfarið á afsögn Sharons varnarmálaráðherra. Sham- ir sagði þó að lokum: „Ég tel samkomulag vera á næstu grösum, enda verðum við að ná saman." Svangur prins Símamvnd AP. London, 14. mars. AP. Yilhjálmur prins af Wales gæðir sér á baldursbrá úr nærstöddum blómavasa, þar sem hann liggur makindalega í fangi móður sinnar, Díönu prinsessu af Wales. Díana og eiginmaður hennar, Karl ríkisarfi Bretlands, halda í opinbera heimsókn til Ástralíu og Nýja Sjálands 18. þessa mánaðar. Fyrrum nasisti úr röðum Græningja segir af sér ÍHALDSSÖM dagblöð og vikurit í Yestur-Þyskalandi hafa að undan- förnu farið vandlega ofan í saumana hjá Græningjunum, hinu nýja og öfluga stjórnmálaafli í Vestur-Þýskalandi. Hafa fréttir borist þess eðlis, að Græningjarnir hafi þegið peninga frá Moammar Khadafy leiðtoga Líbýu til að fjármagna kosningabaráttuna. Það var Welt Am Sonntag sem greindi frá hinum meintu tengslum Græningjanna og Líbýu, en í öðrum blöðum var sagt frá því að einn úr hópi þeirra væri fyrrum nasisti og 11 hinna nýkjörnu þingmanna flokksins væru kommúnistar. „Þetta er dæmigert og við reiknuð- um með þessu," sagði Joachim Múller miðstjórnarmaður hjá Græningjum og bætti við: „Það er verið að gera okkur tortryggilega einmitt meðan velgengni okkar er í hámarki. Við reiknuðum með því að blöðin myndu rannsaka okkur, en þetta er meira en það, það er rógsherferð í gangi. Við verðum að búa við það og því sætta okkur við það.“ Talsmenn Græningja þvertóku fyrir að hafa þegið fé af Khadafy. Nokkrir flokksmeðlimir fóru til Líbýu á síðasta ári, en flokkurinn í heild neitaði að vera viðriðinn ferðina. Þá neituðu talsmenn flokksins þeirri ásökun að í þeirra hópi væru komm- únistar. Hins vegar staðfestu þeir, að einn úr þeirra hópi, hinn 75 ára gamli OPEC-ráöstefnan: Samkomulag náðist um kvóta og verðlækkun Lundúnum, 14. mars. AP. Ol’EC, samtök olíuframleiðsluríkja, náðu í gær samkomulagi um sam- eiginlega verðlækkun á olíu og kvótaskiptingu framleiðsluríkjanna og er þetta í fyrsta skiptið i 22 ára sögu OPEC, að samtökin lækka olíuverð sitt. Lækkunin nemur næstum 15 prósentum, en tunnan mun nú kosta 29 dollara, kostaði áður 34 dollara. Samþykktin heldur lífinu í samtökunum, en miklar deilur innan þeirra höfðu næstum splundrað þeim. Aðeins íranir deildu í lokin á niðurstöðuna, en þeir settu þó mark sitt á pappír- ana. Bretar lækkuðu fyrir nokkru verðið á Norðursjávarolíu sinni í 30,50 dollara á hverja tunnu. Enn eru blikur á lofti, ef Bretar lækka enn verð sitt í kjölfarið á þessari lækkun OPEC. Þeir hafa sagt að þeir muni mæta öllum lækkunum OPEC með fullri hörku. Talsmenn OPEC vöruðu Breta hins vegar við í gær og sögðu að ef þeir lækk- uðu enn olíuverð sitt byðu þeir heim verðstríði. Kvótamálið var viðkvæmt og mikið var um það deilt. Sam- kvæmt samþykktinni munu Saudi-Arabar framleiða 5 millj- ónir tunna dag hvern, voru áður með 7,15 milljónir. Iran hefur nú heimild til framleiðslu á 2,2 millj- ónum tunna dag hvern, var áður með 1,2 milljónir. Eina OPEC- landið utan Saudi-Arabíu, sem framleiðir á næstunni minna en áður, er Indónesía. Hið nýja verð OPEC hefur þegar tekið gildi. mönnum frá Austur-Þýskalandi frelsi. Franke er þó sagður eiga lítið af sönnungargögnum i fórum sínum og þurfi að gera betur grein fyrir af- drifum upphæðarinnar. Það er því líklegt að þingforsetasætið falli Willy Brandt í skaut, hann er fáeinum mán- uðum yngri en Franke, 69 ára gamall. Werner Vogel. Sfmamynd AP. Werner Vogel, hefði verið í nasista- flokknum í síðari heimsstyrjöldinni. Vogel sagði af sér þingmennsku í gær og sagði við fréttamenn að fortíð- in hefði rennt sér upp að hlið sinni. „Ég var stormsveitarhermaður og ráðgjafi í innanríkisráðuneytinu milli 1930 og 1940. Ég var ekki andsnúinn nasisma og var virkur flokksfélagi. Allar götur síðan hefur þetta hins vegar hvílt þungt á mér,“ sagði Vogel. Hann hefði tekið sæti þingforseta neðri deildarinnar sem aldursforseti 29. mars næstkomandi, þegar þingið kemur saman. Það sæti hefði fallið Egon Franke úr Sósialdemókrataflokknum í skaut, ef hann hefði ekki einnig flækst í hneyksli. Nú er verið að rannsaka hvað varð um 5 milljónir marka sem hurfu úr ríkissjóði á árunum 1969 til 1982, er Franke sat í ráðherrastóli. Hann hefur lýst yfir að peningunum hafi verið varið til að kaupa flótta- Hrapaði 1.000 metra og lifði það af Innsbruck, 14. mars. AP. Austurrískur fallhlífarstökk- maður að nafni Gerhardt Mar- inell varð fyrir þeirri óhugnan- legu reynslu í gær, að hvorki aðalfallhlíf hans eða varahlífin opnuðust er hann hafði varpað sér út úr flugvél í eins kílómet- ers hæð yfir jörðu. Það ótrúlega gerðist, að Marinell lifði fallið af. Slysið átti sér stað í fall- hlífastökkskeppni og fjöldi manns horfði með hryllingi á Marinell gera örvæntingar- fullar tilraunir til að opna hlífar sínar. Hann lenti síðan á húsþaki, kastaðist af því og átta metra til viðbótar niður í húsagarðinn. Var hann með- vitundarlaus og í lífshættu síðast er fréttist. Hins vegar furöu lítið brotinn, einungis viðbeinsbrotinn og brákaður á nokkrum rifjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.