Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 SKAPTI HALLGRÍMSSON: AFINNLENDUM VETTVANGI Stóð íslenska landsliðið sig vel í B-keppninni? SkoAanir manna á árangri handknatlleik.slandslið.s íslands í B-keppninni í Hollandi eru misjafnar. Sumir virðast í sjöunda himni — öðrum finnst ekki ástæða til að gleðjast yfir frammistöðunni. Forráðamenn liðsins eru ánægðir og sama er að segja um leikmenn —a.m.k. meirihluta þeirra . leika á að leika meðal efstu sex þjóðanna. Þá mættu þeir eins og grenjandi ljón — og unnu öruggan sigur. Því spurði maður sjálfan sig hver úrslitin hefðu orðið gegn Spánverjum hefðu drengirnir trú- að því sjálfir að sigur gæti unnist. Sá leikur var jafn framan af en síðan sigu Spánverjar fram úr og unnu auðveldlega. Vissulega sorg- legur leikur fyrir íslendinga, en samt sem áður virtust menn ekki óhressir. „Leikurinn við Sviss er sá sem máli skiptir," var sagt. Síðar kom á daginn að svo mik- ill munur gegn Spáni skipti öllu máli. Þá urðu menn skiljanlega vonsviknir. Slæmt — gott Bæði má finna góða og slæma hluti við för landsliðsins til Hollands. Þeir slæmu eru t.d. hug- arfarið sem farið var með í fyrsta leikinn. Einnig kæruleysi einstaka leikmanna, og síðast en ekki síst hinn gífurlegri óstöðugleiki í leik liðsins. Ég hef sagt áður hér í blaðinu að hann sé ekki nýr af nál- inni, en hann er engu að síður staðreynd. Liðið lék á köflum sem heimsmeistarar væru á ferð — en aðrir kaflar gáfu til kynna að byrjendur væru kiæddir íslensku búningunum. Sveiflur þessar voru ekki aðeins á milli leikja heldur í einstaka leikjum. Gott dæmi um það er leikurinn gegn ísraelsmönnum. Fyrsta stundarfjórðunginn gekk allt upp hjá liðinu og staðan var orðin 10:2. En þá hljóp allt í bak- lás og leikurinn endaði með jafn- tefli. Formaður alþjóða hand- knattleikssambandsins sat við hlið mér á þessum leik og var hann stórhrifinn af leik fslend- inga til að byrja með. En er á leið sigu brúnir hans og hann furðaði sig á því hvað var að gerast sem og aðrir í húsinu. Liðið lék aldrei vel í heilan leik. Vörnin gat verið góð — en stund- um var hún sem gatasigti, sóknar- leikurinn var stundum prýðilegur, ógnun mikil og leikfléttur í gangi, en stundum var hann ekki beys- inn. Athyglisvert er að besta sókn- Eins og fram kom í blaðinu meðan á keppninni stóð voru það íslendingum gífurleg von- brigði að komast ekki í efri úr- slitariðilinn. Liðið hafði tapað fyrir Spáni og unnið Sviss, og virt- ist öruggt áfram. En hvað gerðist? Svisslendingar unnu Spánverja og komust þar með áfram. Þeir höfðu hagstæðara markahlutfall en ís- land þrátt fyrir að hafa tapað fyrir okkar mönnum, og þar skipti sköpum stórtap íslands í fyrsta leiknum, sem íslenskum hand- knattleiksunnendum gafst kostur á að sjá í beinni útsendingu í sjón- varpi. Rangt hugarfar Islensku leikmennirnir fóru því miður með því hugarfari í þann leik að hann væri tapaður. Þeir höfðu ímyndað sér Spánverja sem algera ofjarla sína sem ógerning- ur væri að sigra. Þegar þannig er gengið til leiks þarf ekki að spyrja að leikslokum. Sjö marka tap varð staðreynd og sá mikli munur varð síðan til þess að draumur um sæti í efri riðlinum varð að engu. Er í leikinn gegn Sviss kom vissu leikmenn að hann yrði að vinnast ættu þeir að eiga mögu- Mest fyrir peningana! Mazda929 Limited Hardtop Innifalinn búnaður: Sjálfskipting - Vökvastýri - Álfelgur - Veltistýri - Raf- drifnar rúður og hurðarlæsingar - Vatnssprautur á aðalljós - Cruise control - Útispeglar beggja vegna - Aðvörunartölva - Litað gler í rúðum - Luxusinnrétting - Innfelld rúllubelti á fram og aftursætum - Hæðarstill ing á ökumannssæti - Opnuná bensínloki og farangurs- geymslu innan frá - Halogenframljós og fjölmargt fleira 293.721 VERÐ AÐEINS KR: Gengisskráning 1.3. 83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 simi 812 99 Mest fyrir peningana! Mazda 929 Limited 4 dyra Innifalinn búnaður: Sjálfskipting • Vökvastýri • Álfelgur • Veltistýri • Raf- drifnar rúður og hurðarlæsingar ■ Vatnssprautur á aðalljós ■ Útispeglar beggja vegna • Aðvörunartölva • Quarts klukka ■ Luxusinnrétting ■ Opnun á bensín- loki og farangursgeymslu innan frá • Halogenfram- ljós ■ Litað gler í rúðum ■ Innfelld rúllubelti á fram og aftursætum • Hæðarstilling á ökumannssæti og fjöl- margt fleira. 283.414 VERÐ AÐEINS KR: GENGISSKRÁNING 1.3.83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.