Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 13 Hættuleg Ilandrit: Kgill Eðvarðsson, Snorri Þórisson og Björn Björnsson. Leik- stjórn: Egill Eðvarðsson. Kvik- myndataka: Snorri Þórisson. Leik- myndir: Björn Björnsson. Fram- kvsmdastjórn: Jón Þór Hannesson. Hljóðstjórn: Sigfús Guðmundsson. Búningar: I)óra Einarsdóttir. Klipp- ing: Snorri Þórisson, Egill Eðvarðs- son. Tónlist: Þórir Baldursson. Aðal- hlutverk: Lilja Þórisdóttir, Jóhann Sigurðarson, Helgi Skúlason, Þóra Borg, Róbert Arnfinnsson, Baldvin Halldórsson, Margrét Ólafsdóttir o.n. Framleiðandi: Saga film, tekin 1982. Fuji color, Dolby stereo. Húsið er einsog haglega gert púsluspil þar sem illmögulegt er að sjá fyrir heildarmyndina fyrr en síðasti myndhlutinn er kominn á sinn stað. Myndin gerist nefnilega á þrem sviðum; í veruleikanum, draumum og undirmeðvitund stúlkunnar Bjargar. Ég hef oftar séð efni sem þessu klúðrað, hér smellur allt saman. Aðalpersónur Hússins, Björg, (Lilja Þórisdóttir) og Pétur (Jó- hann Sigurðarson), eru ungt par í húsnæðishraki og búa I myndar- byrjun inni á gamalli konu (Þóru Borg), kunnugri Björgu. Pétur er hljómlistarmaður og tónskáld sem skortir tilfinnanlega gott næði og aðstöðu fyrir tónsmíðarnar en Björg er fyrirvinnan, kennari við hey rnleysingj askólann. Það verða því straumhvörf í lífi þeirra er Húsið kemur skyndilega uppí hendur þeirra eftir langa og árangurslausa íbúðarleit. Nú tekur allt að ganga þeim í haginn. Pétur lýkur við tónlistarverk sem er vel tekið og fær langþráðan styrk til tónlistarnáms í Vínarborg. Björg Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson fær úrskurð um að hún sé þunguð að fyrsta barni sínu. En nú fara einnig ýmsir ill- útskýranlegir hlutir að gerast. Ná- grannarnir eru kyndugir, sumir hverjir, Björg fer að fá síendur- teknar martraðir. En þá taka fyrst hjólin að snúast fyrir alvöru er hún fer að sjá og heyra atburði sem til- heyra sögu Hússins og finnur síðar myndir hjá Unni af þeim persónum sem búa í martröðum hennar og undirmeðvitund. Leit Bjargar að sannleikanum er erfið og raunaleg og ekki bætir úr skák að maður hennar er haldinn til náms i Vínarborg þegar Björg er að upplýsa leyndardóma Hússins. Meira má ekki segja þvi lausn gát- unnar er trúnaðarmál gagnvart þeim sem eiga eftir að sjá myndina. Hér kveður við allt annan tón en í öðrum íslenskum kvikmyndum. Söguþráðurinn drama sem um miðja mynd breytist í sálfræði- legan þriller. Yfir Húsinu hvílir nosturslegur blær I hvívetna, myndin er óvenjulega vandvirknis- leg og smekklega gerð í alla staði. Hún ber svo sannarlega því vott hversu marga flinka atvinnukvik- myndagerðarmenn við eigum. Myndmálið er notað meira en mað- ur á að venjast og inná milli koma hægari kaflar þar sem áhorfandinn fær að melta það sem áður hefur fyrir augun borið. leit Trúnaðarmálið, bakgrunnur myndarinnar, er vel hugsað og út- fært „plot“ og ekki ósennilegt að hér sé komin mynd sem gæti náð vinsældum erlendis, ekki síður en hér. Efnisþráðurinn er forvitni- legur, yfirbragðið mátulega „commercial" og skemmtanagildið mikið. En ekkert Hús er fullkomið, hversu sem smiðirnir eru miklir fagmenn. En að mínum dómi eru gallar Hússins svo smávægilegir og skipta svo litlu máli þegar á heild- ina er litið að uppúr stendur óvenjulega góð mynd sem ég spái mikilli velgengni. Ég ætla mér ekki að fara að hæla einum öðrum fremur, ég álít þenn- ann góða árangur afrakstur frá- bærs hóps þar sem hver einstakl- ingur hefur skilað sínu með prýði. Ég verð þó að geta listamanns- handbragðs Snorra Þórissonar, lýs- ing og taka eru á heimsmæli- kvarða. Best er að spara hin stóru orðin, en Lilja Þórisdóttir er besta kvikmyndaleikkona sem fram hef- ur komið hérlendis. Að auki bráð- falleg og fótógenísk. Jóhann Sig- urðarson skilar einnig vel sínum hlut sem á köflum er talsvert erfið- ur í meðförum. Leiksvið og munir Björns eru einkar vandvirknislegir, líkt og búast mátti við úr þeirri áttinni. Tónlist Þóris Baldurssonar og Egils fellur vel að efninu, spar- samlega notuð og notkun effekta heppnast fullkomlega. „Það er stórt orð Hákot," sagði karlinn, en ég get með mikilli ánægju fullyrt að Húsið er ein besta mynd sem ég hef lengi séð, þökk sé samvöldum hóp úrvals- fólks. Aðalleikaramir í Húsinu, um. Lilja og Jóhann, standa sig með miklum ágæt- Að baki myndavélinni. Snorri Þórisson og Egill leikstjóri fyrir miðju. Löng starfsreynsla við sjónvarp og ekki síður við auglýsingagerð hafa gert þá að einum hæfustu mönnum við fslenska kvikmyndagerð. Færeyjar: Meira af ufsa nú en í manna minnum Þórshöfn, 11. marN. ÞORSKVEIÐAR hafa gengið svipað og undanfarnar vertíðar. Hinsvegar hefur aflast ótrúlega vel af ufsa. Síð- ari hluta febrúar og það sem af er mars hafa togararnir fengið meiri ufsaafla austur af Færeyjum en í manna minnum. Lögmaður Færeyinga, Pauli Ell- efsen, hefur enn ekki svarað bréfi því, sem ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, sendi honum í vikunni. Efni bréfsins um tilmæli vegna laxveiða Færeyinga hefur til þessa aðeins verið kynnt í viðskiptanefnd Lögþingsins, en búist er við að Landsstjórnin taki það til afgreiðslu innan tíðar. Pauli Ellefsen vill ekki tjá sig um efni bréfsins á þessu stig. Laxveiðarnar hafa gengið vel í vetur og nokkur skip hafa þegar aflað upp í kvóta sinn. Nákvæmar upplýsingar um heildarlaxveiðina liggja hins vegar ekki fyrir. — Arge. Hnjukasel — einbýli Ca. 200 fm fallegt einbýlishús á tveimur hœöum. Húsiö er allt mjög vandaö og ber eigendum góöan vott um smekkvísi. Góö staösetning. Innangengt úr húsi í bílskúr. Verö 3,4 millj. Símí 2-92-77 — 4 línur. 'ignaval Laugavegi 18, 6. hæö. (Hús Máls og menningar.) Parhús — Kópavogi Höfum í einkasölu 140 fm 5 herb. mjög fallegt parhús I á tveimur hæöum viö Skólagerði. Stórar suðursvalir. 36 fm bílskúr fylgir. Mjög vönduö og snyrtileg eign. Húsiö getur veriö laust fljótlega. Uppl. gefur Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 12600 og 21750. tiiD PIOIMŒER Frábær hljómflutningstæki með tæknilega yfirburði og hönnun fyrir fagurkera. KR. 19.760.- x-noo HI-FI SYSTEM MAGNARI: 2X25 WÖTT RMS ÚTVARP: 3 BYLGJUR, FM MUTING KASETTUTÆKI: DOLBY B NR PLÖTURSPILARI: HALFSJALFVIRKUR HÁTALARAR: 40 WÖTT ÚTSÖLUSTAÐIR Portiö. Akranesi — KF Borgt Borgamesi — Verls Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfiröi — Seria. Isafiröi — Sig Pálmason, Hvammstanga — Alfhóll, Siglufiröi — Cesar. Akureyn — Radióver. Húsavik — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstaó — Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar. Egilsstöóum — Djúpiö. Djúpavogi — Hornbær. Hornafiröi — KF. Rang Hvolsvelti — MM. Selfossi — Eyjabær. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Gnndavik — Fataval. Keflavík HUOMBÆR m\\\w—----1 HLJÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUT/EKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.