Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 21 Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, náöi þeim frábæra árangri um helgina aö veröa Bandarískur háskólameistari í hástökki í annað sinn. Hún stökk 1,88 metra sem er nýtt íslandsmet í greininni. Aftur varð Þórdís bandarískur meistari „Jú, ég er í sjöunda himni, en þaó grætir mig þó aö hafa ekki stokkið hærra, því óg átti tvær góðar tilraunir viö 1,90, þar sem ég snertí rána hárfínt og felldi,“ sagöi Þórdís Gísladóttir frjáls- íþróttakona úr ÍR í samtali við Morgunblaöiö í gær, en hún vann þaö glæsilega afrek á laugardag aö verða bandarískur háskóla- meístari í hástökki innanhúss. Er þaö öðru sinni sem Þórdís veröur bandarískur háskólameistari, því hún sigraöi á utanhússmótinu í fyrravor. Bætti Þórdís innanhúss- met sitt frá í vetur um tvo senti- metra og er því íslandsmetið inn- anhúss orðið betra en utan- hússmetiö, sem er 1,86, en þaö á Þórdís einnig, setti þaö í fyrravor er hún varö bandarískur háskóla- meistari uianhúss. Frammistaöa Þórdísar er glæsi- leg, því þaö er sjaldgæft aö íþróttamenn veröi bandarískir háskólameistarar ár eftir ár, og enginn nemandi úr háskólanum í Alabama hefur afrekaö þaö áöur. Mótiö er annaö mesta frjáls- íþróttamót í Bandaríkjunum ár hvert og er fylgst meö því um heim allan, því þar koma oft fram frjáls- íþróttastjörnur framtíöarinnar. Aö sögn Þórdísar var metaösókn aö mótinu, sem fram fór í borginni Pontiac í Michiganríki, eöa samtals 15.060 áhorfendur. „Viö vorum átta sem stukkum yfir 1,83 í undankeppninni á fimmtudag og úrslitin fóru síöan fram á laugardag. Mér leist ekki of vel á aöstæður, því stokkiö var á trégólfi, en var ákveðin í aö reyna aö standa mig sem best. Ég hef oft átt góöar tilraunir viö 1,88 á inn- anhússmótum í vetur, en þorði vart aö láta mér detta í hug aö ég kæmist þá hæö þarna þar sem að- stæöur voru ekki sem bestar. Af þessum sökum tel ég mig geta enn betur, þaö er talsvert betra aö stökkva á gerfiefninu en trébraut. Aö stökkva i Pontiac er líkast því aö stökkva á gaddaskóm á gólfinu í Laugardalshöll. Og ég átti þaö góöar tilraunir viö 1,90 aö ég tel aöeins tímaspursmál hve- nær sá múr fellur,“ sagöi Þórdís. Þegar upp var staðið reyndist Þórdís yfirburðasigurvegari, því keppninautar hennar stukku ekki hærra en 1,83 metra. Þórdís fór yfir allar stökkhæöir í fyrstu tilraun. Skólabróöir Þórdisar, Calvin Smith, varö í ööru sæti í 60 stiku hlaupi á mótinu, en hann var í fyrrasumar einn allra fótfráasti maður heims í 100 og 200 metrum. Óskar Jakobsson (R keppti í kúluvarpi á mótinu fyrir skóla sinn í og hafnaöi í sjöunda sæti meö rétt rúma 19 metra. — ágás. Markahátíð í Stuttgart — Ásgeir og félagar unnu 5:3 og eru í fjórða sæti Bayern MUnchen komst aftur í annað sæti Bundesligunnar um helgina er liöiö vann Bochum 3:0, en meistarar Hamburger SV halda forystunni eftir 3:0 sigur á Eintracht Frankfurt. Karl Heins Rummenigge átti stóran þátt í sigri Bayern, en öll mörk liðsins komu í síöari hálf- leiknum. Sá fyrri þótti afspyrnu- slakur. Svissneski dómarinn, Art- uro Martinu, dæmdi vítaspyrnu á Bast, sweeper hjá Bochum, taldi hann hafa fellt Rummenigge inni í teig, og var þaö mjög umdeildur dómur. Paul Breitner skoraöi úr vítinu, del ’Haye skoraöi annaö markið eftir góöan undirbúning Rummenigge og Rummenigge skoraöi þriöja markiö sjálfur meö þrumuskoti af 25 metra færi. Urslitin uröu annars þannig: Hertha - Karlsruhe 5:2 Hamburger - Frankfurt 3:0 Stuttgart - Leverkusen 5:3 Kaiserslauten - Bremen 2:1 Borussia - Bielefeld 3:0 Bayern - Bochum 3:0 Köln - Fortuna 4:0 Dortmund - Nurnberg 4:0 Leikur Hamburger og Frankfurt var mjög jafn framan af en Jurgen Milewski skoraöi fyrir meistarana strax á 5. mínútu. Hrubesch bætti síöan marki viö einni mín. fyrir hlé, og Milewski skoraöi aftur á síöustu mín. leiksins. Loks náöi Borussia Mönch- engladbach tveimur stigum. Mörk- in geröu Reich, Mill og Ringels. 15.000 áhorfendur fylgdust meö leik VfB Stuttgart og Bayer Leverkusen og uröu vitni aö mikilli markasúpu. Roeber skoraöi fyrst fyrir Leverkusen en Reichert jafn- aöi. Tvö fyrstu mörkin komu í fyrri hálfleik. Bayer komst aftur yfir meö marki Winklhofer en þá skor- aöi Stuttgart þrjú mörk í röö. Frakkinn Didier Six jafnaöi, All- göwer geröi þriöja markiö og Niedermayer þaö fjórða. Norö- maðurinn Ökland minnkaöi enn muninn en Reichert gerði sitt ann- aö og fimmta mark Stuttgart á lokamínútunni. Littbarski (2), Allofs og Engels skoruöu mörk Köln gegn Atla og félögum í Fortuna Dusseldorf, og Wolf og Nilsson skoruöu fyrir Kais- erslauten gegn Bremen. Mark gestanna geröi Meier. Rummenigge er enn marka- hæstur í Þýskalandi, hefur skoraö 16 mörk, Karl Allgöwer, Stuttgart, hefur gert 14 og þeir Dieter Hön- ess (Bayern) Rudi Völler (Bremen) og Manny Burgsmuller (Dortmund) hafa gert 13 mörk hver. McKinney á mesta möguleika á sigri — en Erika Hess er enn með í baráttunni Tamara McKinney, Bandaríkj- unum, verður að bíöa þar til seinna í vikunni til aö fá úr því skorið hvort hún sigri í saman- lagöri stigakeppni alpagreina heimsbikarsins á skíöum. Á laug- ardaginn var taliö aö svo væri, og væri hún því orðin fyrsta banda- ríska stúlkan til aö ná þeím árangri. Hin tvítuga McKinney sigraði á laugardag í stórsvigi, sem var þriöji sigur hennar í röö í heimsbik- arnum. Erika Hess getur náö 210 stigum samanlagt — jafnmörgum og McKinney er nú meö — en að- eins meö því aö sigra í báöum þeim keppnum sem eftir eru, í Fur- ano í Japan, og aöeins ef McKinn- ey fær ekki stig í sviginu. Hún get- ur ekki fengið fleiri í stórsviginu, hefur fyllt kvóta sinn þar. Fyrst var taliö aö yröu tveir keppendur jafnir aö stigum á toppnum róöi úrslitum hvor þeirra heföi unniö fleiri sigra á tímabilinu, en McKinney hefur unniö sex mót, Hess þrjú. En síöar kom í Ijós aö svo var ekki. Þess t staö á að fara eftir stigum sem ekki voru talin meö í samanlögöu stigakeppninni. McKinney er meö 47 slík stig, Hess 41, þannig aö hún á enn mögu- leika, eins og áöur kom fram. í keppninni á laugardag var samanlagöur tími McKinney 2:23.43, Cindy Nelson varð önnur á 2:24.05. Hess varö í þriöja sæti á 2:25.32. 404. leikur Páls Lió*m)rnd Krtatján Eln.ri.on, • Páll Björgvinsáon náöi þeim merka áfanga í gærkvöldi aö leika sinn 404. leik fyrir Víking. Rósmundur Jónsson (t.v.) fyrrum mark- vöröur liösins, og sá sem átti leikjametið, færöi Páli blómvönd frá félaginu fyrir leikinn gegn FH I Höllinni í gærkvöldi. Frá lokaathöfn B-keppninnar í handknattleik á dögunum. Þrjú efstu lið keppninnar fengu þá verðlaun sín afhent og leikmenn allra þátt- tökuþjóöa voru viöstaddir. Hollensk stúlka var í fararbroddi hvers hóps, klædd þjóóbúningi viðkomandi þjóðar. Hér er sú í „íjslenska" búningnum og í röð aftan viö hana landsliösmenn okkar. Fleiri myndir frá B-keppninni er að finna í myndsjá á bls. 26. Ljó.mynd Skapti Haltgrimason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.