Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 „Makur' v/créur o& hafa hrakanrv cx, t'il Cj£> Qeta rr\c*\cxh gæsif " HÖGNI HREKKVlSI Fyrirbyggjandi slysavarn- ir allsendis ófullnægjandi „Snjókarl“ skrifar 6. mars: „Velvakandi. Þó að skíðasnjórinn hafi verið af skornum skammti síðan í janú- ar, virðast margir Bláfjallaskíða- kappar sammála um að laga hefði mátt brekkurnar þar mun betur en gert hefur verið. Nær hefði ver- ið að nota snjótroðarana og láta þá gera gagn, í stað þess að hafa þá standandi í kyrragangi og menga hið ferska fjallaloft sem við erum komin til að njóta. Aðfararnótt sunnudagsins 6. mars féll langþráður snjór og voru fjöllin hin fegurstu, þegar komið var uppeftir um morguninn. Ekki að furða, þótt menn væru í sól- skinsskapi. En svo héldu margir daprir í bragði í bæinn, með stór- skemmd skíði, eftir að vera búnir að lenda á grjóti. Þeim sem til þekkja fannst sem starfsmenn svæðisins hefðu getað forðað mörgum frá því að eyðileggja skíðin sín, einfaldlega með því að loka varasömustu brautunum og merkja verstu kaflana með flögg- um. Það er mikil mildi, að ekki skyldi hljótast stórslys þennan sunnudag, en vonandi verður úr þessu bætt, jafnvel þótt bæti á snjóinn. Fyrirbyggjandi slysa- varnir eru allsendis ófullnægjandi á skíðasvæðum hér á landi. Þarf dauðaslys til að vekja þá sem bera ábyrðina? I haust birtist fögur yfirlýsing frá Bláfjallanefnd — um bann við snjósleðaakstri á fólkvanginum fyrir innan (suðvestan) Eldborg. Lögreglan kveðst ekki eiga að sinna löggæslu af því tagi að meina snjósleðamönnum að þvæl- Um afskipti Verð- lagsstofnunar af gjaldskrá Landleiða Jóhannes Gunnarsson skrifar f.h. Verðlagsstofnunar: í Velvakanda 8. mars sl. spyr Grétar Bachmann um afskipti Verðlagsstofnunar af gjaldskrá Landleiða hf. (þ.e. fargjöld á leið- inni Reykjavík — Kópavogur — Garðabær — Hafnarfjörður). Vegna þessa er rétt að taka fram að Landleiðir hf. sækir um hækk- anir til verðiagsyfirvalda og hefur raunar gert á undanförnum árum. Síðast var samþykkt 25% hækkun til Landleiða hf. og gilti sú heimild frá 10. febrúar sl. ast um í svigbrekkum eða þvert yfir eða í göngubrautum, og vísar á starfsmenn fólkvangsins. Ekki er mér kunnugt um, að þeir hafi svo mikið sem lyft litla fingri til að sinna þessum hluta starfs síns. En á meðan snjósleðaakstur við- genst í skíðaparadís okkar, lái okkur enginn, þótt við séum óhress, eða réttara sagt fokvond. Snjósleðaakstur er bannaður alls staðar annars staðar í heimin- um, þar sem skíðamenn hafa feng- ið sér úthlutað útivistarsvæðum. Fyrst reglugerðir eru til um þetta efni, ætlumst við til, að þeim sé fylgt eftir og að mannskapur sé til staðar til að líta eftir því, að svo sé gert. Áhugi í skíðagöngu hefur farið ört vaxandi og ekki að ástæðu- lausu, þar sem þessi íþrótt gefur mönnum mun betra tækifæri til alhliða líkamlegrar áreynslu held- ur en svigið (tala nú ekki um, með- an 80—90% dvalartímans í Blá- fjöllum fer í bið eftir lyftum). Þess vegna eru þeir margir sem þægju með þökkum að fá fjölbreyttari göngubrautir en nú er boðið upp á, þar sem landslagið væri nýtt í þeim tilgangi að fá brattari brekk- ur upp og niður undir brautirnar, ekki bara marflatt land. Þarna gætu starfsmenn fólkvangsins einnig komið til móts við okkur og stuðlað þannig að auknum áhuga á skíðagöngu. Einnig mætti leggja slíkar brautir inn á Hellisheiði, inn Innstadal og upp á Hengil og til baka. Möguleikarnir eru vissu- lega margir. Það þarf aðeins að koma almenningi á sporið. Hið stopula veðurfar hérna hjá okkur setur svo sannarlega strik í reikninginn að því er snertir möguleika til skíðaiðkunar. Við erum þakklát fyrir það starf, sem unnið er til að gera okkur kleift að stunda þessa íþrótt. Þó væntum við þess, að vinsamlegar ábend- ingar og tillögur til úrbóta séu teknar alvarlega. Það er öllum fyrir bestu og eykur ánægju okkar við þessa landsins bestu fjöl- skylduíþrótt. Með þökk fyrir birtinguna." Þessir hringdu . . . Um frambjóð- endur í fjöl- miðlum Kjósandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það hefur verið regla á undanförn- um árum, þegar kosningar hafa farið fram, að frambjóð- endur væru yfirleitt ekki í fjöl- miðlum. Ég man ekki hversu löngu fyrir kosningar reglan hefur verið látin gilda, en hefði talið eðlilegt að miða við birt- ingu framboðslistanna, og þá hyrfu fréttamenn og þeir sem hafa fasta þætti í sjónvarpi eða útvarpi af vettvangi og kæmu ekki fram fyrr en eftir kosningar. Hvernig verður þessu háttað nú? Væri ekki hægt að fá svar við því frá yf- irstjórn Ríkisútvarpsins? Athugasemd við útvarpsfrétt Sigurður Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri athugasemd vegna fréttar í útvarpinu á fimmtu- dagskvöld (11. mars), um slys sem varð á olíupalli í Norður- sjó, úti fyrir Stafangri. Þar var ekkert tekið fram, hverrar þjóðar pallurinn var, enda þótt fréttamennirnir hljóti að vita, að margir hér á landi eiga ætt- ingja á borpöllunum. Ég á dóttur á norskum olíuborpalli og fékk alveg í magann að fá ekki að vita meira um þetta, og það endaði náttúrulega með því að ég hringdi út til Noregs til þess að fá að vita vissu mína. Ég leyfi mér að kvarta yfir þessari afgreiðslu frétta- stofunnar. Steinhætti Kjósandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eiga ekki lögin að ganga jafnt yfir alla landsmenn? Þá legg ég til, að ráðherrar og þingmenn, sem náð hafa sjötugsaldri, steinhætti við þau aldursmörk. Þessi lög hafa þeir sett sjálfir, svo að þeim er ekki vandara en öðrum að hlíta þeim. Hvað kostaði innheimtuaug- lýsingin? E.A. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig lang- ar til að forvitnast um, hver samdi innheimtuauglýsinguna frægu fyrii- sjónvarpið, þ.e. þá nýjustu. Hvað kostaði að gera hana? Þá tek ég undir oskir þeirra, sem beðið hafa um endursýningar á þáttunum með Dave Allen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.