Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 Kauptu vandað það borgar sig þó það sé eitthvað dýrara. Hugleiðing um sjósetningu gúmbjörgunarbáta rjá.ISS-j Jette boröstofustóll er framleiddur úr lökkuðu og bæsuðu beiki með slitsterkt 100% vicoese áklæöi á setum. Verö per. stól • lÍÖkr^ j Gina boröstofuborö framleitt úr spónlagðri eik meö massíva kant- lista og handunnar eldfastar keramikflísar. Stærðir: B:80 x L: 140, meö fullri stækkun 220 cm. KflUPTU GOTT ÞEGAR ÞÚ GETUR HÚS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 ER BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. ÞAK3ARN í hvaba lengd semer „StandarcJ” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. eftir Kjartan Ragn- arsson, Grindavík Á undanförnum mánuðum hef- ur mikið verið raett um sjósetn- ingu gúmbáta með svokölluðum Sigmundsgálgum, en þar sem ég hef kynnt mér þennan búnað og það sem honum fylgir, verður mér hugsað aftur til ársins 1969, nánar tiltekið 29. janúar, er ég var á Svani ÍS 214,100 tonna stálbát frá Súðavík, er fórst í róðri þennan dag. Veður var 11—13 vindstig af norðaustri, með hríð, og 12 stiga frost. Kl. 15,20 reið brotsjór yfir skipið á bakborðskinnung. Brotið lagði skipið á hliðina og færði það í kaf. Við það stöðvaðist aðalvélin og sjór flæddi í stýrishús. Þegar skipið lyfti sér úr brotinu, lá það á stjórnborðshlið með möstur í sjó. Var þá ekki um annað að ræða en yfirgefa skipið. Gúmbátar, sem voru tveir, voru staðsettir, annar á þaki stýrishúss en hinn fram við frammastur. Hafist var handa við að sjósetna gúmbát af stýrishúsi. Er hann hafði verið blásinn út, varð það óhapp að hann rifnaði á radarskanner skipsins. Þar sem neðri blöðruhringur bátsins var órifinn, var ákveðið að fara í hann fyrst. Nú var aðeins ein leið til björgunar, þ.e.a.s. að ná gúmbátn- um að framan. Fórum við fram með skipinu og tókst skipstjóra að komast um borð og losa bátinn, koma honum til okkar sem vorum í sprungna bátnum og tókum við hann um borð án þess að blása hann út vegna þeirrar hættu, sem stafaði af hinu sökkvandi skipi. Var það síðan yfirgefið. Þetta er stutt lýsing á því er skipið fórst, og um gildi gúmbáta. Einnig hversu nauðsynlegt er að aðgæta vel allar aðstæður er sjó- setja á bátana og blása þá upp. Sigmundsgálgar Sigmund Jóhannesson á miklar þakkir skildar fyrir þær uppfinn- ingar sínar að sjósetningarbúnaði, sem hann hefur nú þegar látið smíða, og hefur slíkur búnaður verið settur í fjölda skipa. En nú hef ég reynt að gera mér sem gleggsta grein fyrir aðstæðum er Svanur fórst, og hvort slíkur gáigabúnaður við þær aðstæður hefði komið okkur að gagni. Ég tel að svo hefði ekki verið. En það sem hér fer á eftir, er hugleiðing um hvort með þessum sjósetning- arbúnaði við slæmar aðstæður finnist hvergi veikur hlekkur, sem styrkja mætti, sjómönnum til meira öryggis á hafi. Það er mín skoðun, að þegar gúmbátur er sjó- settur með gálgabúnaði, beri að gæta sérstakrar varúðar, að því leyti, að á slíkri stund sem skip er að sökkva, jafnvel í ofsaveðri, eru aðstæður slíkar, að menn gera sér vart grein fyrir þeim. Með þessum búnaði eru handföng í brú skips- ins, fyrir sjósetningu gúmbát- anna. Að mínu mati er það stór spurning, hver tekur í þessi hand- föng og sleppir bátunum lausum. Er það skipstjóri, eða einhver annar skipverji, sem telur að nú sé stundin runnin upp? Eru skipverj- ar tilbúnir að fara í bátana? Hugsanlegt er að svo gæti ekki verið. Eru bátarnir ennþá við hlið skipsins, eða hafa þeir slitnað frá skipinu? Fyrir því er engin vissa, búnaður hefur ekki verið reyndur við þær aðstæður sem skapast er gúmbátsins er þörf. „Mér finnst að allar um- ræður um bætt og meira öryggi til handa sjómönn- um geti verið þeim til góðs, en min skoðun er sú, að komi upp hugmynd um nýjan, lítt reyndan búnað, sem hugsanlega gæti bætt öryggi sjómanna á hafi, beri þeim sem hlut eiga að máli að þaulkanna þann búnað og vera vissir um að hann standist þær kröf- ur sem gerðar eru til hans þegar mest á reynir, áður en hann er lögleiddur í hvert einasta skip.“ Sjórofi fyrir losun gúmbáta Sjórofi, sem staðsettur væri í stýrishúsi og væri tengdur öðrum af tveim gúmbátum, er óæskilegur að mínu mati en væri æskilegur með fleiri gúmbátum. Við vitum, að skip og bátar hafa orðið fyrir því að fá mikinn sjó í stýrishús. Ekki væri gott til þess að vita, að þá hefði annar af tveim gúmbát- um verið sjósettur með fyrr- greindum búnaði. Við vitum að þetta gerist ekki nema í mjög slæmum veðrum, en ef skip fengi nú fleiri áföll, sem hefði þær af- leiðingar að yfirgefa þyrfti skipið, þá hefðu skipverjar aðeins einn gúmbát til björgunar. Fjölgun gúmbáta, aukið öryggi Fjölgun gúmbáta á skipum og bátum þýðir, að mér finnst, aukið öryggi. Þess ber að geta, að á ár- inu 1980 voru skoðaðir 1.642 gúm- bátar, 45 gúmbátar voru dæmdir úr leik eða veittur frestur til skamms tíma til endurnýjunar, eða 2,74% af öllum gúmbátum. 4 kolsýruflöskur, eða 0,24%, reynd- ust of léttar eða tómar, 181 flaska var þrýstiprófuð og endurhlaðin, eða 11,02%. Gúmbátar sem ekki blésust upp voru 13 talsins. Á und- anförnum árum hefur fjöldi gúm- báta, sem ekki blásast upp verið í kringum 1% á ári hverju. Það er ísköld staðreynd, að á hverju ári er þessi fjöldi gúmbáta óvirkur. Það er stór spurning á hvaða skip- um eða bátum þessir óiirku Askrifiarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.