Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 + Maöurinn minn, ÞÓRODDUR GUDMUNDSSON, Irá Sandi, Ölduslóð 3, Hafnarfirói, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 13. mars. Hólmfrföur Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, AÐALSTEINN ÁRNASON, Sunnubraut 15, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 12. mars. Ingibjörg Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + i Eiginkona mín og móðir, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Granaskjóli 38, er látin. ; Útför hennar hefur þegar fariö fram. Gunnar Eggertsson, Unnur Elva Gunnarsdóttir. + Hinn 7. mars sl. lést á heimili sínu í Jóhannesarborg, Suöur Afríku, VIGGO ODDSON. Fyrir hönd aöstandenda, Katrín Símonardóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐBJÖRN GUOMUNDSSON, prentari, Hagamel 18, andaöist sunnudagskvöidiö 13. mars í Landspítalanum. Jaröarför- in auglýst síöar. Elín Guöbjörnsdóttir, Magnús Guóbjörnsson, Björn Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maöurinn minn og faöir okkar, ÞORKELLJÓNASSON, Ásvallagötu 12, andaöist aö Elliheimilinu Grund 13. mars. Guörún S. Siguröardóttir og synir. + Eiginmaöur minn, HJÖRTUR R. BJÖRNSSON, úrsmióur, Hátúni 10A, Reykjavík, andaöist 12. þ.m. í Landspítalanum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Vilborg Bjarnadóttir. + Móöir okkar, RÓSA ÁRNADÓTTIR, lést í Landakotsspítala laugardaginn 12. mars sl. Fyrir hönd vandamanna, Árni Björnsson, Mekkinó Björnsson, Sif Þórarinsdóttir. Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐNÝ JÓNA JÓNSDÓTTIR, Álftahólum 8, lést þann 3. mars. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Siguröur L. Ólafsson, Sigríöur M. Siguröardóttir, Einar B. Sigurösson, Guörún Siguröardóttir, Guöný R. Sigurðardóttir, Líndís L. Siguröardóttir, Sigurþór L. Sigurösson, Sólrún Siguröardóttir, Ásrún Sigurðardóttir, Siguröur H. Sigurösson, Guömundur Sigurösson, Jón Þór Sigurósson, Skúli Jóhannesson, Sigurjón Ólafsson, Halldór Bjarnason, Jakobfna Jónsdóttir, Guömundur Gíslason, Guömundur Frióriksson, Guörún Siguröardóttir, Sólrún Sasvarsdóttir, og barnabörn. + Faöir okkar og afi, EIRÍKUR KRISTINN GÍSLASON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. mars kl. 15. Guómundur Eiríksson, Hrafnhildur Eirfksdóttir, Lilja Eiríksdóttir, Höróur Eiríksson, Nanna Eiríksdóttir, og barnabörn. + Minningarathöfn um LÁRU GUDMANNSDÓTTUR, frá Vesturhópshólum, veröur haldin í Kópavogskirkju nk. miövikudag kl. 10.30. Jarösett verður aö Vesturhópshólum laugardaginn 19. mars kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. + ÁRNI MAGNÚSSON, verkstjóri, Boöabyggö 7, Akureyri veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 1.30 e.h. Aldfs Björnsdóttir. + Maöurinn minn og faöir okkar, SIGURÐUR STEFÁN BJARNASON, pfpulagningameistari, veröur jarösunginn frá Kópavogsklrkju miövikudaglnn 16. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Hjartavernd. Ruth Sigurhannesdóttir, Birna Björk Siguröardóttir, Bjarni Þór Sigurósson, Ingibjörg Ragna Siguröardóttir, Ásdfs Guörún Siguröardóttir. + Útför, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, klasöskera, frá Hvammstanga, Háaleitisbraut 26, Reykjavfk, veröur gerö frá Fossvogskirkju i dag kl. 3. Systkini hins látna. + Alúöarþakkir færum viö öltum þeim sem auösýndu okkur vináttu og samúö viö fráfall móður okkar og tengdamóöur, RÓSU KRISTJÁNSDÓTTUR, frá Vopnafiröi. Erna Gunnarsdóttir, Þóróur Ásm. Júlfusson, Knútur Gunnarsson, Kristfn Marinósdóttir, Ragnar Gunnarsson, Petra Jónsdóttír. Þökkum hlýhug og samúö vlö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, fósturmóöur og ömmu, GUÐNÝJAR HALLOÓRSDÓTTUR, frá Horni. Ólfna Kristinsdóttir, Guórún Kristinsdóttir, Torfi Þ. Ólafsson, Magnús Kristinsson, Svanhildur Eyjólfsdóttir, Guöveig Hinriksdóttir, Gunnar Vilhjálmsson, Snorri Júlfusson, Sigrfóur Guöbrandsdóttir, Gróa Alexandersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR, frá Heggsstööum, Vogatungu 34, Kópavogi. Einnig þökkum viö læknum og hjúkrunarliöi gjörgæsludelldar Landspítalans fyrir góöa umönnun. Siguröur Tómasson, Helgi Sigurösson, Helgi Hauksson, Elín S. Siguröardóttir, Tómas Sigurósson. Systkini og barnabörn. Isak Isaksson — Minningarorð Fæddur 26. ágúst 1932 Dáinn 4. mars 1983 Nú er skarð fyrir skildi, góður drengur kallaður yfir móðuna mikiu á miðjum aldri. Isak ísaksson var búinn að berj- ast við sjúkdóm frá unga aldri, sjúkdóm sem hann aldrei fékk neitt ráðið við, en örvæntingarhjal var aldrei að heyra frá hans hálfu, æðruleysið og hans létta lund hjálpaði honum yfir allt vonleysi og örbirgð sem þessu hans lífi fylgdi, síkátur á hverju sem gekk. Þetta eru mannkostir sem ekki eru á hvers manns færi nú til dags. örlæti hans hafði engin takmörk væri hann einhvers megnugur, enda svo tryggur fé- lagi, að hann átti sér fáa líka. Ég átti bróður sem dáinn er fyrir nokkrum árum, en hefði ver- ið á svipuðum aldri og ísak ef hon- um hefði hlotnast lengra líf. Þeir voru mikið saman fram á síðustu daga bróður míns og þó að ég hafi séð mikið eftir honum, er mér nær að halda, að ísaki hafi verið það ennþá þyngri þraut en mér, slík var tryggð hans. Mjög eru það lofsverðir eiginleikar í þessum kalda heimi. Það er merkilegt hvað ómild lífsreynsla getur skapað góða menn. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég kveðja þennan vin minn og get að leiðarlokum þakkað Guði fyrir að hafa fengið að kynnast honum og mig langar að síðustu að kveðja hann með ljóðlínum eft- ir föður minn: ...Andinn og efnid öfl eru tvenn, sumt eru adeins svipir og sumt eru menn. Mildingur ad morgni manna hefur ráð, en hvað hann er að kveldi, kemur út sem náð. Andinn og efnið öfl eru tvenn, sumt eru aðeins svipir og sumt eru menn.“ ( Daggir.) Hvíli hann í Guðs friði. Ásgeir H.P. Hraundal Búnaðarþing: Útflutningur kynbótahrossa ekki stöðvaður Miklar umræður urðu á nýaf- stöðnu búnaðarþingi um hvort stöðva ætti útflutning kynbótahrossa eða ekki. Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélagsins flutti tillögu á síðasta búnaðarþingi um að útflutningur yrði stöðvaður. Henni var vísað til þriggja manna milliþinganefndar, sem skilaði áliti fyrir þetta þing. Lagði nefndin til að reglur um útflutning yrðu óbreyttar. Búfjárræktarnefnd Búnaðar- þings lagði til að lýst yrði stuðn- ingi við álit milliþinganefndarinn- ar, og jafnframt hvetti Búnaðar- þing til stuðnings af ýmsu tagi við hrossarækt og hestamennsku í landinu. Næstum tveir heilir dag- ar á þinginu fóru í umræður um þetta mál. Sýndist sitt hverjum. Að lokum sættust þingfulltrúar á málamiðlun, sem samþykkt var með 22 samhljóða atkvæðum. f málamiðluninni felst stuðningur við álit milliþinganefndarinnar, en jafnframt var talið rétt að gerðar yrðu breytingar á lögum um hrossaútflutning, þannig að ekki verði leyft að flytja út hross yngri en fjögurra vetra, og ekki önnur en tamin hross. Jafnframt verði árlega ákveðið lágmarksverð á útfluttum kynbótahrossum. Þá samþykkti Búnaðarþing stuðningsaðgerðir við hrossarækt- ina, svo sem stofnun reiðskóla, byggingu reiðhallar og fleira, svo sem áður hefur komið fram í sam- tali við Hjalta Gestsson í Morgun- blaðinu. Sigurður J. Líndal, Gísli Ellertsson og Magnús Sigsteins- son voru síðan kosnir í samstarfs- nefnd um byggingu reiðhallar, I framhaldi af samþykkt þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.