Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 18
18 Þingi óháðu ríkjanna lokið: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 Fjármálin í brennidepli Nýju Delhí, 14. mars. AP. ÞINGI óháðu ríkjanna lauk í Nýju I)elhí um helgina. Niðurstaða þings- ins var á þá leið að endurbæta bæri fjármálakerfí það, sem kennt er við Bretton Woods og komið var á í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Var til- lögu harðlínumanna á þinginu þess efnis, að hætta bæri að nota þetta fjármálakerfí alfarið, vísað burt. Harðlínumennirnir, sem m.a. komu frá Kúbu, Grenanda, Norð- ur-Kóreu og Líbýu fengu engan stuðning á þinginu við þá tillögu sína, að ríki þriðja heimsins tækju yfir stjórnun efnahagsmála heimsins. Lokaniðurstaða þings- íns kvað á um fyrrgreinda mála- miðlunartillögu. Þá var ákveðið á þinginu, að fjármálavandræði ríkja þriðja heimsins ætti að taka upp á sér- stakri ráðstefnu um fjármál, en tillaga um slíka ráðstefnu kom fyrst fram hjá Indiru Gandhi, for- seta þings óháðu ríkjanna. Sovéskur kafbátur í smíðum Á meðfylgjandi teikningu má sjá sovéskan kafbát af gerðinni Oscar í byggingu í kafbátasmíöastöðinni í Severodvinsk við Hvítahafíð. Myndin er teiknuð eftir upplýsingum bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Mikill sigur hægri flokkanna í frönsku kosningunum: Náðu þrjátíu borgum úr höndum stjórnarflokkanna París, 14. mars. AP. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKARNIR í Frakklandi unnu mikinn sig- ur í síðari umferð bæjar- og sveitastjórnarkosninganna, sem fóru fram um helgina. Unnu þeir sigur í 30 borgum, þar sem stjórnarsinnar höfðu áður verið við völd, og skáru hinn mikla sigur vinstrimanna í kosningun- um fyrir 6 árum, nánast niður um helming. Talið er að þátttaka óánægðra vinstrimanna, sem sátu heima við fyrri umferð kosninganna, hafi riðið baggamuninn um helgina. Án þátttöku þeirra hefði sigur hægrimanna orðið mun stærri, en raun varð á. Þótt vinstrimönnum hafi á síðustu stundu tekist að koma í veg fyrir algert fylgishrun segjast leiðtogar þeirra skilja fyrr en skellur í tönnum. Kosningaúrslitin voru á þá leið, að atkvæðamunur á milli hægri og vinstri aflanna var nánast eng- inn. Skildi aðeins 0,01% að í lokin og höfðu hægrimenn betur með 49,89% greiddra atkvæða. Önnur atkvæði fóru til öfgahópa og um- hverfisverndarmanna. Eftir úrslitin í kosningunum hafa vinstrimenn enn tögl og hagldir í 120 borgum, sem hafa 30.000 íbúa eða meira, en hægri- menn hafa nú náð undirtökunum í 100 borgum. Jafnaðarmenn töp- uðu 14 borgum og unnu sigur í einni, en kommúnistar guldu mun verra afhroð og töpuðu 16 borg- um. Georges Marchais, leiðtogi franska kommúnistaflokksins, var harðorður í garð stuðnings- manna jafnaðarmanna og sagði þá ekki hafa stutt kommúnista- flokkinn á sama hátt og þeir Kiel, 14. mars. AP. KRISTILEGIR demókraUr, fíokk- ur Helmut Kohl kanslara V-Þýska- lands, unnu sigur um helgina þegar gengið var til atkvæða í nyrsU kjördæmi landsins, Slésvík-Hol- stein. Flokkur kanslarans hlaut 49% atkvæða í kosningunum og fékk studdu við bakið á jafnaðar- mönnum í kosningunum. Fransk- ir stjórnmálaskýrendur tóku und- ir ummæli Marchais og sögðu þau að vissu leyti skýra hvernig út- koma kosninganna varð. Marchais lagði á hinn bóginn áherslu á, að þrátt fyrir úrslit kosninganna myndu kommúnist- ar áfram eiga aðild að ríkisstjórn Mitterrands þrátt fyrir þá stað- reynd, að jafnaðarmenn hefðu hreinan meirihluta á þingi og gætu þar af leiðandi stjórnað ein- þar með 39 sæti á fylkisþinginu í Kiel. Sósíaldemókratar hlutu 43,7% atkvæða og hlutu 34 sæti. Úrslit kosninganna í Slésvík- Holstein urðu frjálsum demókröt- um, stuðningsflokki kristilegra í v-þýsku ríkisstjórninni, ekki eins Hin aukna þátttaka vinstri- manna í kosningunum um helgina bjargaði Gaston Deferre, innanr- íkisráðherra og borgarstjóra Marseilles, næststærstu borgar Frakklands, frá tapi. Allt benti til þess, að hann myndi tapa í kosn- ingunum, en honum tókst að snúa taflinu sér í hag og tryggja sér embætti borgarstjóra sjötta kjör- tímabilið í röð. Deferre hafði hót- að að segja sig úr ríkisstjórn Mitterands ynni hann ekki sigur í kosningunum. hagstæð. Þeir hlutu aðeins 2,2% atkvæða og féllu þar með af fylk- isþinginu. Leiðtogum frjálsra demókrata er þó e.t.v. huggun í því, að græningjum tókst ekki heldur að komast á þingið i Kiel, hlutu aðeins 3,6% atkvæða. Með þessum úrslitum styrkir flokkurinn stöðu sína í fylkinu enn frekar frá því í kosningunum 1979, en kristilegir demókratar hafa setið að völdum í Slésvík- Holstein í 33 ár. Stjórnmálaskýrendur líta á úr- slit kosninganna sem persónu- legan sigur fyrir Uwe Barschel, fylkisstjóra, og þá ekki síður fyrir Kohl kanslara sjálfan. Jafntefli í sjöundu skák Moskvu, 14. mars. AP. Sovésku stórmeistararnir Garri Kasparov og Alexander Belyavsky skildu jafnir eftir aðeins 22 leiki I sjöundu einvígisskák þeirra í fjórðungsúrslitum áskorenda- keppninnar um heimsmeistaratit- ilinn í skák á sunnudag. Kaspatov hefur eins vinnings forskot, 4—3. Áttunda skák þeirra verður tefld f kvöld, þriðjudag. Nýr inflúensufaraldur í Sovétríkjunum: Skólar og sjúkrahús í Moskvu og Minsk í sóttkví Moskvu, 14. mars. AP. SJÚKRAHÚS og skólar í Moskvu og Minsk hafa að undanförnu ver- ið í sóttkví og lokuð gestum vegna þráláts inflúensufaraldurs, sem herjað hefur í borgunum. Sóttkví þessi hefur ekki enn verið tilkynnt formlega af yfírvöldum í Sovétríkj- unum, en látið var að því liggja í einu Moskvublaðanna í síðustu viku, að inflúensufaraldurs hefði orðið vart í borginni. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu í svari við fyrirspurn frá AP-fréttastofunni, að skólar og sjúkrahús í áðurnefndum borgum hefðu verið sett í sóttkví snemma í þessum mánuði af ör- yggisástæðum. Var öllum börn- um, sem höfðu einhver einkenni inflúensu, snúið heim. Bannið, sem upphaflega náði aðeins til gesta á sjúkrahúsun- um, var síðar fært út og náði til barnaheimila, grunn- og fram- haldsskóla í Moskvu. Svipaðar öryggisráðstafanir voru gerðar í Minsk. Ekki er vitað hvort aðrar borgir í Sovétríkjunum hafa fengið þennan skæða faraldur í heimsókn. Ekki er vitað með vissu hversu margir hafa lagst í rúmið í kjöl- far þessa faraldurs. Ekki er vit- að með vissu hvenær sóttkvínni verður aflétt og fer það að sögn yfirmanna sovéska heilbrigðis- ráðuneytisins alfarið eftir því hversu lengi faraldurinn herjar. Síðast þegar inflúensufarald- ur á borð við þennan gerði vart við sig í Sovétríkjunum, árið 1978, var um fimmtungur þjóð- arinnar bólusettur árið eftir. Sigur kristilegra demó- krata í Slésvík-Holstein Fara fram á hjálp yfirvalda París, 14. mars. AP. ÞRÍR hópar franskra lækna, sem gengist hafa fyrir því að læknar væru sendir til Afganistan, fóru í dag fram á það við stjórnvöld, aö þau gerðu allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að fá Dr. Phillippe Augoyard leystan úr haldi eins fíjótt og unnt er. Augoyard var handtekinn af sovéskum hermönnum í Afganist- an þann 16. janúar og hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa hjálpað meðlimum frelsis- sveitanna, að því er segir í fréttum frá útvarpinu í Kabúl. Franska utanríkisráðuneytið svaraði því til í dag, að það myndi gera allt sem í valdi þess stæði til þess að fá Augoyard leystan úr haldi eins fljótt og unnt væri. Franski læknirinn Philippe Augo- yard. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin BrUssel Chicago Dubiin Feneyjar Frankturt Fmreyjar Gent Helsinkí Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahófn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrld Mallorca Malaga Mexicoborgd Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló París Peking Perth Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 0 skýjaó 8 heiöskírt 8 skýjaö 15 mistur 12 skýjaö 12 heiöskírt 12 skýjaö 9 skýjaö 7 skýjaö 12 hetðskírt 7 skýjaö 17 heiöskírt 2 skýjaö 15 rigning 12 skýjaö 28 heiöskírt 5 heiöskírt 20 rigning 21 mistur 19 skýjaö 12 skýjað 20 skýjaö 20 skýjaö 18 skýjaö 15 þoka 18 heióskirt 20 skýjaö 0 skýjaó 28 heióskírt 13 heióskirt 5 skýjaö 19 skýjaö 15 heiðskírt 32 heiöskírt 1 rign./súld 39 skýjaö 16 heióskírt 17 skýjaö 6 skýjaö 24 rigning 17 skýjaö 11 heióskirt 12 rigning 6 heiöskírt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.