Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 15 arnýtingin í keppninni hjáliðinu var 47,9%, í leiknum gegn Hol- landi. Lélegasta nýtingin var hins vegar tæp 30% og vita þeir sem til þekkja að það er mjög slakt. Alvörulið Isíðasta leiknum í mótinu — gegn Hollandi — var ísland með tíu marka forystu í leikhléi. Öruggur sigur í höfn. Er leikmenn komu inn á völlinn í síðari hálfleik var bersýnilegt að þeir vissu að svo var. En þó staðan sé þessi geta leikmenn ekki leyft sér að slaka á. Aldrei má gefa þumlung eftir. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik hafði verið 71,4% og íslenska liðið sýnt þann besta handknattleik sem það lék í ferðinni. En í síðari hálfleiknum snerist dæmið alveg við og nýtingin þá var aðeins 29,6%. Þar kom í ljós að aga vant- aði í leik liðsins. í sumum leikjum liðsins fannst mér of mikill hringlandaháttur í innáskiptingum. í landsleikjum þýðir ekki að hugsa þannig að allir eða sem flestir fái að spila með. Það má ekki. Þeir bestu verða að spila hverju sinni. Sumar inn- áskiptingar verkuðu þannig á mig að þessi hugsunarháttur væri við lýði. Það kom fyrir að þegar komið var fram í seinni hálfleik voru að- eins tveir úr byrjunarliðinu inni á vellinum — úr liðinu sem náð hafði forystu — og þá var farið að síga á ógæfuhliðina. Ef ísland ætlar að eiga alvöru handboltalið verða allir að leggja sig fram um að gera sitt besta — trúa á sjálfa sig og vinna saman. Það sýndi sig í leiknum gegn ísr- ael að þegar liðið var komið með góða forystu ætluðu einstakling- arnir að fara að „brillera". Þá var ekki lengur leikið fyrir liðið og öll- um er ljóst að slíkt má ekki henda. Menn verða að skilja að það sem mestu máli skiptir er sigur liðs- heildarinnar. Engu máli skiptir hver skorar mörkin. Sigur er það sem máli skiptir. Vinnist sigrar næst árangur og til þess er leikur- inn gerður. Góður árangur? IB-keppninni í Frakklandi fyrir tveimur árum hafnaði ísland í áttunda sæti. Menn urðu fyrir miklum vonbrigðum með þá frammistöðu. Nú hafnaði liðið í sjöunda sæti og sumir eru himin- lifandi. Hver er munurinn? Það verður að viðurkennast að í Frakklandi steinlá liðið fyrir heimamönnum og ísraelsmönnum og lék nú aftur við bæði liðin. Frakkar voru lagðir að velli en jafntefli gert við Israel. En þó menn séu á þeirri skoðun að ekki sé rétt að taka tillit til hverjir andstæðingarnir séu hverju sinni, heldur eigi tölurnar aðeins að tala, er ég ekki sam- mála. Auðvitað verður að líta á við hverja er leikið. Það er ekki sama hvort þar er um að ræða Búlgara, Hollendinga og Belgíumenn eða Ungverja, Tékka og Vestur-Þjóð- verja. Eg er hræddur um að hefði ís- lenska liðið leikið í efri riðlin- um og ekki leikið betur en það gerði í þeim neðri hefði það fengið ljóta skelli. Alltaf er hægt að velta því fyrir sér hvernig liðið hefði spilað hefði það lent í efri riðlinum — því þá hefði það ekki leikið und- ir neinni pressu — en ég er ekki viss um að slíkar vangaveltur séu raunhæfar. Undirbúningur fyrir þessa keppni var langur og strangur og forráðamenn sögðu áður en lagt var upp til blómalandsins að næði liðið ekki góðum árangri væru ís- lendingar einfaldlega ekki betri í handknattleik. Náði liðið góðum árangri? Ég sé ekki ástæðu til að hoppa hæð mína í loft af fögnuði. Naumir sigrar gegn Búlgörum og Frökkum og jafntefli gegn ísrael geta ekki talist til sérstakra þrek- rauna. Sigur vannst á Svisslend- ingum — en það án þess að sýna sérstaklega góðan leik. Ég er aftur á móti á þeirri skoð- un að framtíð þessa landsliðs eigi að geta verið björt. Liðið er ungt, og sé vel haldið á málum þess næstu árin ætti það að geta nað góðum árangri í B-keppninni í Noregi eftir tvö ár, og tryggja sér þar sæti í A-keppninni. B-keppnin í Hollandi er afstaðin og nú þarf að huga að framtíðinni. Framámenn í handknattleiks- heiminum voru sammála um það í Hollandi að íslenska liðið væri geysilega efnilegt. En munum að ekki er nóg að vera efnilegur — efniviðurinn þarf að vera góður. Þá næst árangur — þá er tak- markinu náð. - SH íTsskapad Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði ARF 805 Tveggja hurða 265L m/55Lfrysti H. 139cm B. 55cm D. 58cm Kr. 11.970.- Stg. 806 W/G Tveggja hurða 210L m/65Lfrysti Fæst í hvítu og grænu H. 159cm B. 55cm D. 58cm Kr.12.820.- Stg. HLJOMBÆR HLJOM'HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Mest fyrir peningana! Mazda 626 Saloon LX 1.6 L Innifalinn búnaður: Litað gler • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Halogen aðalljós • Útispeglar stillanlegir innan frá • Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • Við- vörun vegna ljósa, hurða og ræsislykils • Tölvuklukka • Veltistýri • Barnaöryggislæsingar • Ökumannssæti stillanlegt á 6 vegu • Aftursæti niðurfellanlegt í tvennu lagi ■ Rúllubelti á framsætum og margt fleira. VERÐ AÐEINS KR: 239.158 Gengisskráning 1.3. 83 BILABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99 Mest fyrir peningana! Mazda626 Hatchback LX 2.0 L Innifalinn búnaður: Litað gler • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Rúðuþurrka og sprauta á afturrúðu • Halogen aðalljós • Útispeglar stillanlegir innan frá • Opnun á bensínloki og farang- ursgeymslu innan frá • Viðvörun vegna ljósa, hurða og ræsislykils • Tölvuklukka • Snuningshraðamælir • Veltistýri ■ Barnaöryggislæsingar • Ökumannssæti stillanlegt á 6 vegu ■ Aftursæti niðurfellanlegt í tvennu lagi ■ Rúllubelti á framsætum og margt fleira. VERÐ AÐEINS KR. 264.226 GENGISSKR. 1.3.83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.