Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 7 Félagsfundur Stjórn Fáks boöar hér meö til félagsfundar vegna byggingamála félagsins á Víöivöllum. Meö þessu vill félagiö leita álits félagsmanna. Fundurinn veröur haldinn í félagsheimili Fáks þriöjudaginn 15. marz nk. kl. 20.30. Þetta verkefni er fjárfrekt og skiptir miklu aö vel til takist. Þess vegna er mikilvægt aö sem flestir félagsmenn tjái sig um þessar framkvæmdir og að sem flestir móti og standi aö þessari samþykkt, sem félagsfundur kann aö taka. Hestamannafélagiö Fákur Árshátíö félagsins veröur 25. marz aö Hótel Sögu Allt á skrifstofuna ★ Skjalaskápar ★ Veggeiningar ★ Káðgjöf við skipulagningu ★ Skrifborð ★ Tölvuborð . ★ Norsk gæðavara E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 73 í öamaikadulinn Citroén GSA PaHas 1982 Orapplltur ekinn 23 þ.km. Varð kr. 195 þús. (skipti á ódýrtri). Mazda 929 L1990 Grænsara Ekinn 50 þ. km. Sjáltakiptur. Verð kr. 145 þús. Sklptl á nýrrl bíl (sjálf- skiptum). Volvo 244 GL 1982 Rauóur (sans). Ekinn 7000 km. Sjálfskiptur m/ öllu. Bíllinn er sem nýr. Verö kr. 290 þús. Datsun King Cap 1980 Blár ekinn 28 þ. km. Verö kr. 130 þús. (Skipti möguleg á nýlegum fólksbíl). m*» « * a Audi 100 GLS 1977 Grænsara. Eklnn 79 þ. km. Ath. sjáffekiptur. Fallegur bill. Verö kr. 1 tO bús. Mazda 323 (1300) 1982 Blásara. ekinn 15 þ. km. Verö kr. 160 þús. (Skiptl ath. á ödýrarl). Datsun 280 C diaaal 1WU Rauöur, eklnn 20.000 þ. km. Vál yftrfarln. Beinskiptur m/allstýrl. Útvarp m. segul- bandi. Verö kr. 190 þúa. Range Rover 1976 Drapplltur eklnn 120 km. Dekurb* f aér- Dokkl. Verö 250 þús. Honda Preiude 1980 Rauöur (sara.) Eklnn 36 þús. km. Sjálfskipt- ur meö söllúgu. Snjödekk og sumardekk. Gullfallegur sportbill. Verö kr. 180 þus. Hjfóar til fólKs í ollum jgreiimm. ^terkur og .Jhagkvæmur auglýsingamioiu yiargnnbla&t^ pmajninádUB MAKZ IVM ^íkmhetarlengilangaðtil að losna úr þessan stjorn— Nýr meirihluti 4 Alþingi sem á aft Uka ábyrgft á stjórn iandsms „Okkur heffur lengi langað!“ Formaður Framsóknarflokksins viðurkenndi nýlega aö þá fram- sóknarmenn hafi ekki langað til annars meira lengi en aö losna úr núverandi ríkisstjórn. Láir þeim enginn. Alþýöubandalagiö er undir sömu sök selt. Þessi sterka löngun er þaö eina, sem samstarfsaöilar í ríkisstjórninni eiga sameiginlegt. En sá á nóg sér nægja lætur, segir máltækiö. Þjóöarskútuna rekur stjórn- laust fyrir sjó og vindi Matthías Á. Mathiesen, alþingismaftur, fjallafti ný- lega í þingra-ftu um frum- varp fjármálaráöherra aft lánsfjárlögum. Hann sagfti efnislega m.a.: • 1) Frumvarpið var lagt fram 5 mánuftum síðar en lög standa til, vegna ósætt- is í ríkisstjórninni. I*etta er einsdæmi þó á ýmsu hafi oltið hjá landsstjórninni í seinni tíð. • 2) Frumvarpið er grundvallað á reiknitölu fjárlaga, þ.e. 42% verð- breytingum milli áranna 1982 og 1983, sem þýðir 30—32% verðbólgu frá upphafi til loka líðandi árs. Efnahagsspár standa hinsvegar til 70—80% verðbólgu, að öllu óbreyttu. Forsendur frumvarpsins eru því brostnar og það löngu úrelt orðið. • 3) Innlend fjáröflun er ofáætluð í frumvarpinu, sennilega um 350—400 m.kr. Þessi ofáætlun kem- ur bæði fram í áætlaðri sölu spariskírteina og áætl- uðum skuldabréfakaupum lífeyrissjóða, ef tekið er mið af reynslu líðandi árs. • 4) Búast má við að er- lend lán verði yfír 50% af þjóðarframleiðslu 1983 og greiðslubyrðin rúmlega 25% af þjóðartekjum. Hér er um hærra hlutfall að ræða en nokkru sinni fyrr — og skuldastaða þjóðar- búsins er komin yfir hættu- mörk. Engu að síður er um vanáætlun í frumvarpinu að ra'ða, varðandi erlenda lánsfjárþörf. Ef tekið er mið af skuldbindingum og ákvörðunum stjórnvalda er talið að skorti nærri 600 m.kr., einvörðungu vegna þess þáttar. Allt hjal fjár- málaráðherra um niður- skurð crlendra lána eru blekkingar einar. Benda má á að áætlaðar afborg- anir erlendra lána 1983 eru 2.300 m.kr. • 5) Staða fjárfestingar- og atvinnuvegasjóða 1983 er mjög varhugavcrð, var- lega áætlað, og styrkir ekki veika stöðu einstakra at- vinnuvega. • 6) Af framansögðu má sjá að lánsfjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar er slælcga undirbúið, óraun- hæft með öllu og er ekki með nokkrum hætti til þess að leyst verði þau fjöl- mörgu vandamál sem við er aö glíma, sagði Matthías Á. Mathicsen. Hann sagði ennfremur: „Nú situr í landinu ríkisstjórn, stcfnu- laus og úrræðalaus, sem lætur þjóóarskútuna reka stjórnlaust fyrir sjó og vindi. Afleiöingar þcssa eru þær að eftir 3ja ára starfs- feril núverandi ríkisstjórn- ar er útlit í þjóðmálum dckkra en nokkru sinni fyrr.“ Einn flokk til ábyrgöar Árni Johnscn, blaðamað- ur, skrifar forystugrein Fylkis, sem út kom á dög- unum. Niðurlag hennar hljóðaði svo: „Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn cr kallaður flokkur allra stétta og í slíkum flokki eru að sjálfsögðu margar skoðanir, margir mannlífs- straumar sem renna sam- an í eina elfi sem heitir þjóðlífið í landinu. Þess vegna viljum við fá umboð til þess aö sinna þessu ábyrgðarmikla starfi. Það er mikil áhætta fyrir einn flokk að vilja taka einn á sig ábyrgð til þess að rétta þjóðarbúið við eins og stað- an er í dag, en við óskum eftir tækifæri til þess að sýna hvað einn flokkur get- ur á Alþingi við þær að- stæður scm nú eru. Það er kominn tími til að kalla einn flokk til ábyrgöar, gefa honum tækifæri, og koma þannig að minnsta kosti í veg fyrir hin eilífu hrossakaup tvcggja og þriggja flokka ríkisstjórna. Við getum ekki lofaö að það komi ekki upp einhver mistök þegar um uppstokk- un er að ræða í svo flóknu dæmi sem efnahagsupp- bygging landsins er, en við getum lofað því að ef það koma upp mistök sem bitna á einstaklingum og sérstaklega þeim lægst launuðu og öldruðum, þá munum við leiðrétta slfk mistök án tafar. llmfram allt verðum við aö taka til hendinni, taka afstöðu, reyna að bæta stöðuna skynsamlcga, markvisst og ákveðið, í stað þess að hjakka sífellt í sama farinu og kenna næsta manni um eins og þegar illur ræðari kcnnir árinni. Við viljum vinna að því að auka sjálfstæði heimilanna, lækka skattbyröi þeirra og hagræða rfkisbúskapnum á þann veg að stjórnleysi og geðþóttaákvarðanir nafn- lausra og ábvrgðarlausra manna í kerfinu ráði ekki ferðinni, heldur taki stjórn- málamenn af skarið og standi og falli með skoðun- um sínum og aðgerðum hvort sem þær höföa til vinsælda eða ekki. Við, yngra fólkið á væng stjórn- mála landsins, treystum mati fólks og þess vegna þorum við að taka af skar- ið, af einurð og hispurs- laust, í stað þess að vera sífellt að makka bak við tjöldin, möndla hlutina svo að enginn haggist í sínu sæti, nema sá sem sífellt lætur bjóða sér lítilsvirð- ingu, sá lægst launaði, sem á ekki einu sinni örugga hlekki í keðjunni innan sinnar eigin forystu. Það er ekki nóg að halda sjó í stjórnmálum landsins, það þarf sókndjarfa menn við stjórnvölinn. Við þurf- um á ný að öölast þá trú á okkur sjálf og samfélag okkar að við byggjum á bjargi eins og kristindóm- urinn, aö við séum á réttri leið til styrkara samfélags, öruggari atvinnu og efna- hags, víðsýnna mannlífs. Það er við ramman reip að draga, því staðan er hál eins og marglytta, en ef við stönduni saman er auö- veldara að snúa stefninu upp í garrann, kljúfa vandamálin niður, sækja í stað þess að hörfa. At- hafnasemi í stað orða. — Árni Johnsen." Stykkishólmur: Skelveiði lokið í bili StykkLshólmi. 3. mars. SKELVEIÐI hér í Stykkishólmi er nú lokið í bili. Skelin er unnin sem áður hjá Sig. ÁgúsLssyni hf. sem hef- ir tekið á móti afla af 7 til 9 bátum. Þá er einnig skel unnin í Rækjunes hf. sem hefir 4—5 báta á sínum veg- um til urriðaveiða. Hjá Sig. Ágústs- syni hf. er vélvæðingin bæði mikil og nýtískuleg. Sala framleiðslu hefir gengið vonum framar og má segja að hún seljist jafnóðum. Frá áramótum hefir hinsvegar verið hægt að stunda skelveiðar á hverjum degi og mun aðeins 1 eða tveir dagar hafa fallið úr. Fisk- iðjuverin hér búa sig nú undir að taka á móti afla, bæði í salt og frystingu, en vegna hins lélega markaðar fyrir íslenska skreið í markaðslöndum okkar verður reynt að koma því þannig fyrir að sem minnstur afli fari í skreið, enda talsvert enn eftir óselt og að liggja með birgðir á erfiðum vöxt- um í dag er ekkert gamanmál. Vonandi að úr þessu rætist og hægt verði að losna við skreiðina að fullu. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.