Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 Hef opnað lögmannsstofu aö Borgartúni 22, Reykjavík (karphúsinu). Sími 19230. Viötalstímar kl. 15—17 mánudaga til miö- vikudaga. Steingrímur Þormóðsson héraðsdómslögmaður. Smábátaeigendur Eigum fyrirliggjandi siglingarljós fyrir smærri báta. Aqua-signal no. 25 fyrir báta undir 7 metrum. No. 40 fyrir báta undir 12 metrum. V-þýzk úrvals fram- leiðsla, viöurkennd af siglingamálastofnun ríkisins. Vélar & Taeki hf. TRYGGVAGATA 10 BOX 397 REYKJAVlK SlMAR: 21286 - 21460 Aóalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi stðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNIN. EIMSKIP AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Kemur röðin næst að hvítum mönnum? JOSHUA Nkomo, leiðtogi Zapu-flokksins í Zimbabwe, sem áður hét Rhódesía, hefur neyðzt til að flýja land vegna fjöldamorða sérþjálf- aðra stjórnarhermanna í héraðinu Matabelelandi og borginni Bul- awayo í suðurhluta landsins. Flótti hans til Botswana bendir til þess að hann hafl talið líf sitt og fjölskyldu sinnar í hættu og þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann kanni leiðir til þess að stuðla að því að lausn verði fundin á ástandinu í Zimbabwe virðist ólíklegt að hann geti snúið aftur og gegnt forystuhlutverki í stjórnmálum landsins. Stjórn- málaferli þessa litrfka blökkumannaleiðtoga kann því vera lokið. Lausn Rhódesíudeilunnar var talin mesta afrek Carringtons lávarðar í embætti utanríkis- ráðherra, en atburðirnir að und- anförnu virðast sýna að samn- ingarnir hafi ekki verið byggðir á traustum grunni. Fjöldamorð- in sýna það og dómsmálaráð- herra Zimbabwestjórnar hefur lýst því yfir að hann ætli að af- nema það kerfi, sem samkomu- lag varð um þegar samið var um að Zimbabwe fengi sjálfstæði og að 180.000 hvítir íbúar landsins fengju 20 sæti á þingi. Robert Mugabe forsætisráð- herra hefur sagt í Nýju Delhi, þar sem hann sat ráðstefnu óháðu ríkjanna, að hann hefði gert Carrington lávarði ljóst á sínum tíma að hann ætlaði að afnema margra flokka kerfi ef hann kæmi til valda, þótt hann neyddist til að sætta sig við það í bili, þar sem það væri eina leiðin til að ná samkomulagi um sjálfstæði. „Stjórnarskráin heimilar okkur að gera breytingar á henni,“ sagði hann og hélt því fram að „einsflokksríki væri ekki endilega það sama og ein- ræði.“ Hann kvaðst vona að hvíti minnihlutinn yrði um kyrrt í landinu, en sagði að hann mundi ekkert gera til þess að koma í veg fyrir brottför hvítra manna sem vildu fara úr landi. Þegar samningaviðræðurnar um sjálfstæði Zimbabwe fóru fram var það opinbert leynd- armál að Bretar vildu helzt að Nkomo yrði leiðtogi hins nýja ríkis, þótt mest bæri á Abel Muzorewa biskupi í viðræðun- um. Nkomo hefur alltaf verið hófsamasti stjórnmálaleiðtogi Zimbawemanna og notið stuðn- ings í öllum landshlutum, þótt hann sé fyrst og fremst leiðtogi minnihluta Matebelemanna. Hann hefur verið í sviðsljós- inu síðan hann tók þátt í viðræð- unum um stofnun Mið-Afríku- sambandsins 1952 og hefur æ síðan þótt skorta sannfær- ingarkraft. Hann hefur verið leiðtogi Zapu frá upphafi og var í fyrsta skipti handtekinn þegar Rhódesíufylkingin kom til valda 1962. Ein fyrsta ákvörðun Ian Smiths, þegar hann varð forsæt- isráðherra tveimur árum síðar, var að fyrirskipa handtöku Nkomo og hann var í haldi í heil- an áratug, þar til blökkumenn komust til valda í Angola og Mozambique og neyddu Smith til að sleppa honum og hefja frið- arviðræður. Nkomo varð ekki forsætis- ráðherra, þar sem Matabelem- enn, sem fylgja honum að mál- um, eru innan við 20% lands- manna og þar sem Robert Mug- abe fylgdi herskárri stefnu. Mugabe hefur hins vegar alltaf talið sér standa ógn af Nkomo vegna þess fylgis sem hann nýt- ur i Zimbabwe og þess álits sem hann nýtur erlendis. 1 styrjöldinni áður en Zimb- abwe hlaut sjálfstæði, sló oft í brýnu milli hersveita Mugabe, Zanla, og hersveita Nkomo, Zipra, og Nkomo var sakaður um að halda hersveitum sínum fjarri vígvöllunum, í Zambíu, og vakti grunsemdir þegar hann fór til Lusaka 1978 til leyniviðræðna við Smith. En ef til vill hefði Mugabe lát- ið Nkomo afskiptalausan, ef stuðningsmenn hans hefðu ekki lagt hart að honum að eyða þeirri ógnun, sem stafaði frá Zapu. Ef til vill hafa þeir einnig viljað aðgerðir gegn Nkomo til að dreifa athyglinni frá mörgum málamiðlunarlausnum, sem stjórn hans byggist á. Við erfið- leika er að stríða í efnahagsmál- um og óánægju vekur að hvítir menn ráða enn mestu í efna- hagslífinu. Síðan Zimbabwe hlaut sjálf- stæði hafa Matabelemenn kvart- að yfir því að komið sé fram við þá eins og annars flokks þegna, eins og sjá megi á því að þeim hafi verið meinað að fá beztu störfin og að Matabeleland fái minni efnahagsaðstoð en Shona- menn í norðurhluta landsins. Shonamenn halda því aftur á móti fram að Matabelemenn hafi verið þátttakendur í sam- særi með Suður-Afríkumönnum um að kollvarpa ríkisstjórninni, eða gera Matabeleland að sjálfstæðu ríki. Þegar vopna- birgðir fundust í febrúar í fyrra var fjöldi manns handtekinn og Nkomo rekinn úr stjórninni. Síðan hefur baráttan gegn Nkomo harðnað stig af stigi og svo virðist að reynt hafi verið að kanna hvort hægt væri að múl- binda hann án þess að það hefði í för með sér háskaleg viðbrögð stuðningsmanna hans. Fyrst var hann sakaður um að stjórna hinni meintu samvinnu við Suður-Afríkumenn og ýta undir starfsemi uppreisnarmanna í Matabelelandi, síðan var hann sviptur vegabréfi og leit gerð á heimili hans, þá var honum var bannað að ferðast innanlands og loks var hann flæmdur úr landi, bílstjóri hans myrtur og kona hans, dóttir og tengdasonur handtekin. Mugabe hefur þar með gefið upp á batinn tilraunir sínar til að ná sáttum við fyrri keppi- nauta sína. Stjórn hans og Shonamenn hafa í raun og veru sagt Matabelemönnum stríð á hendur. Herferð, sem lögregla Zimbabwe hófst handa um gegn uppreisnarmönnum í Matabele- landi, hefur snúizt upp í tilraun til að útrýma Nkomo og 9tuðn- ingsmönnum hans í Zapu, sem hafa verið sakaðir um stuðning við uppreisnarmenn. Uppreisnarmennirnir eru fyrrverandi skæruliðar, sem hafa hlaupizt undan merkjum og eru kallaðir „stigamenn og and- ófsmenn". Fimmta stórdeild hersins, sem er skipuð 3,000 fyrrverandi skæruliðum Shona- manna og þjálfuð af Norður- Kóreumönnum, hefur staðið fyrir fjöldamorðum á um 600 ferkílómetra svæði í Matabele- landi síðan aðgerðirnar hófust 21.janúar. Hundruð óvopnaðra borgara hafa verið myrtir, margir hafa sætt líkamlegum misþyrmingum og pyntingum, þúsundir hafa flúið heimili sín, matvælaflutningar hafa verið stöðvaðir á mörgum svæðum og morðin hafa í fyrsta skipti náð til Bulawayo, höfuðvígis Nkomo, þar sem 1.700 hafa verið hand- teknir. Ráðherrar stjórnarinnar hafa sjálfir lýst því yfir að þeir séu staðráðnir í að „útrýma" Zapu og þeir gera ekki lengur greinar- mun á „andófsmönnum" og Zapu. „Ef Zapu verður útrýmt verða andófsmenn ekkert vanda- mál,“ sagði valdamikill ráð- herra, Enos Nkala, þegar hann ferðaðist ásamt fjórum öðrum ráðherrum um Matabeleland til þess að fá menn til að snúa baki við Nkomo og styðja stjórnar- flokkinn Zanu. Nkala er einn af „haukunum“ í stjórninni og hefur ekki dregið dul á andstöðu sína gegn fyrri tilraunum Mugabe til að vinna með Nkomo. Haukarnir urðu ofan á þegar ákveðið var að beita Fimmtu stórdeildinni í síðasta mánuði. Næsta skref haukanna er að fá Mugabe til að koma á einsflokksriki. Hvíti minnihlutinn hefur sloppið hingað til, að öðru leyti en því að Ian Smith hefur verið sviptur vegabréfi og sætt ann- arri áreitni. Röðin getur komið næst að hvítum mönnum, ef herskáir stuðningsmenn Mugabe fá að ráða ferðinni. Spurningin er sú hvort Mugabe getur haft taumhald á stuðningsmönnum sínum. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.