Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 37 Kosningar til stúdenta- og háskólaráðs fara fram í dag Óli Bjöm Kárason, efsti maður á lista Vöku í stúdentakosningunum: Matarverð hjá Félagsstofnun stúdenta hækkaði aðeins um 6% „Baráttumál Vöku númer eitt er að byggja nýja garða,“ sagði Óli Björn Kárason sem er í efsta sæti á lista Vöku í kosningunum til Stúdentaráðs, þegar Morgunblaðið spurði hann um helstu baráttumálin, en kosningarnar Óli Björn Kárason fara fram í dag. „Hönnun þessara garða er nú á lokastigi, og með nýju frumvarpi, sem við að vísu vitum ekki hvort að verður samþykkt, opnast leið til að ganga inn f byggingarsjóð verkamanna og fá 65% af verði staðalíbúðar lánað, sem gæti nægt fyrir lítili 70 fermetra stúd- entaíbúð. Það er staðreynd að 40% stúdenta leigja út i bæ, en aðeins 4,5% þeirra eru inn á stúd- entagörðum. Það eru nú um 4 þús- und stúdentar í háskólanum og i ýmsum sérskólum eru 3.700, auk allra nemenda mennta- og fjöl- brautaskóla. Á leigumarkaðnum hér í bænum eru aðeins til 5.000—5.500 leigufbúðir, þannig að það er augljóst að þetta er mjög brýnt hagsmunamál, enda ieggjum við á það mikla áherslu og öfugt við vinstri menn og umbótasinna viljum við fara þá leið að taka þetta lán, í stað þess að ríkið byggi þetta og rétti okkur það á silfurfati. I framhaldi af þessu leggjum við áherslu á að framfærslumat lánasjóðsins verði endurskoðað, en samkvæmt núverandi fram- færslumati þá er áætluð húsa- leiga hjá stúdentum 1.200 krónur á mánuði, þannig að stúdentar ná engan veginn endum saman. Við leggjum ríka áherslu á, að þetta eru námslán en ekki námslaun og að þau eiga að greiðast að fullu til baka á raungildi. Við erum því ekki að fara fram á neina ölmusu. Svo er það náttúrulega mennta- mátastefnan, sem ætti að vera stúdentum kunnug, þvi Vaka hef- ur þróað hana og kynnt i gegnum árin, en meginatriði hennar er frelsi og jafnrétti til náms.“ Nú eru tvö ár síðan núverandi meirihluti i Stúdentaráði var myndaður. Hver er helsti árang- urinn af starfi hans þessi tvö ár? „Þegar þessi meirihluti var myndaður, sem við stöndum að, tókum við við hagsmunamálum stúdenta í mestu óreiðu. Þó við höfum ekki getað gert allt sem við höfum viljað gera, þá höfum við ýmsu áorkað. Til dæmis höfum við bætt rekstur Félagsstofnunar til muna, þannig að stúdentar geta nú keypt sér ágæta máltíð á mjög lágu verði, en matarverð hækkaði aðeins um 6% um síð- ustu áramót, þótt verðlagsþróun hafi gefið tilefni til um 30% hækkunar. í lánamálum hefur með lögunum, sem sett voru á síð- asta ári, náðst viss áfangi, þó við séum ekki að öllu leyti ánægðir með hann.“ Hvernig líst þér á horfurnar í kosningunum? „Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hve Vaka hefur mikinn hljómgrunn meðal stúdenta að þessu sinni, en við leggjum óhræddir störf okkar á undan- förnum tveimur árum í dóm kjós- enda og þá fáum við úr því skorið hvort stúdentar meta þau verk sem við höfum unnið i þessu meirihlutasamstarfiog þann árangur sem náðst hefur í hags- munamálum stúdenta. Við erum með mjög góða og skýra stefnu, og flestir stúdentar ættu að geta sameinast um hana. Ef að stúd- entar vilja fylgja eftir þeim ávinningum sem náðst hafa á undanförnum tveim árum í hags- munamálum stúdenta, þá hljóta þeir að mæta kjörstað og kjósa Vöku. Við erum hvergi hræddir við niðurstöðuna," sagði Óli Björn Kárason að lokum. KOSNINGAR til stúdenta- og há- skólaráðs fara fram í dag frá kl. 09.00—18.00 á eftirtöldum stöðum: 1. kjördeild: Hliðarsalur F.S. Fé- lagsvísindadeild, Guðfræðideild og Jarðvísindaskor. 2. kjördeild: Hliðarsalur F.S. Viðskiptafræðideiid. 3. kjördeild: Hliðarsalur F.S. Læknisfræði 1. og 3. ár, Sjúkra- þjálfun 1. og 4. ár og Lyfjafræði. 4. kjördeild: Hliðarsalur F.S. Heimspekideild. 5. kjördeild: Lögberg. Lagadeild. 6. kjördeild: Raunvísindahús. Verkfræði- og Raunvísindadeild (nema jarðfræði og líffræðiskor). 7. kjördeild: Grensásvegur 12. Líffræðiskor og Læknisfræði 2. ár. 8. kjördeild: Landspftali. Hjúkr- unarfræði, Tannlæknadeild, Læknisfræði 4. og 6. ár og Sjúkra- þjálfun 2. og 3. ár. Eftirtaldir listar eru í kjöri. Getið er fimm efstu manna hvers lista í kjöri til stúdentaráðs og tveggja efstu manna í kjöri til há- skólaráðs. A-listi Vöku — Stúdentaráð 1. Óli Björn Kárason viðskfr. 2. Stefánia Óskarsdóttir lögfr. 3. Karl Konráð Andersen lækn- isfr. 5. Páll Björnsson sagnfr. Háskólaráð 1. Ásgeir Jónsson lögfr. 2. Gerður Thoroddsen læknisfr. B-listi Félags vinstri manna — Stúd- entaráð 1. Jóna Hálfdánardóttir mannfr. 2. Valgerður Jóhannsdóttir fé- lagsfr. 3. Ólafur Sigurðsson matvælafr. 4. Brynja Asmundsdóttir sálarfr. sfr. 5. Jón Gunnar Grjetarsson sagnfr. Háskólaráð 1. Ólína Þorvarðardóttir islensku. 2. Karl V. Matthíasson guðfr. C-listi Félags umbótasinnaðra stú- denta - Stúdentaráð 1. Elsa Friðfinnsdóttir hjúkrun- arfr. 2. Jóhanna Einarsdóttir heim- spekideild. 3. Baldur Ragnarsson guðfr. 4. Sigurður Scheving félagsvís- indad. 5. Björg Eysteinsdóttir hjúkrun- arfr. Háskólaráð 1. Stefán Matthíasson læknisfr. 2. Bjarni Harðarson heimspeki- deild. Fél. bókasafns- fræðinga Leiðrétting f fréttatilkynningu frá Félagi bókasafnsfræðinga er birtist í Mbl. sl. laugardag féll niður lína í texta. I blaðinu stóð: ... e f haft er í huga að umræddir aðilar hafa átt drýgstan þátt í að byggja upp bókasafnsþjónustu, að ákvörðun þeirra ... Rétt er: ...að byggja upp bókasafnsþjónustu við sjúka og fatlaða á íslandi. Það er sannfær- ing stjórnar Félags bókasafns- fræðinga að ákvörðun þeirra ... BEWT PftGFUIG ISOUKIWP á I 1 ./>. ii 'i i PASKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áóur býóur FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu ferö á suóurströnd Spánar til borgar- innar BENIDORM. Það vorar snemma á Hvítu ströndinni og meóalhitinn á þessum árstíma er um 24 stig. Vegna hins þægilega loftslags og vorhlýinda nýtur þessi staóur mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn meó dvöl um Páskána á BENIDORM ströndinni. Njótió þess í fimmtán daga ferð 30. marz. Dvalió í íbúóum eða hótelum meö fæöi. Verð frá: 11.900 í (búðum. BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL: Sérstaklega þægileg ferö fyrir eldriborgara í fylgd hjúkrunarfræðings. Dvalið í góðum íbúö- um eða á hótelum meó fæði. Voriö er sannar- lega komió á þessum tíma og hitinn ákaflega þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. maí (28 dagar) Verð frá 12.900 ( (búðum. Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð. SUMARÁÆTLUN: Alls verða farnar níu feröir til BENIDORM í sum- ar, flogiö er í beinu leiguflugi. Lengd ferða er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúóir eða hótel og mismi.mandi verðflokkar. Gerið sjálf- stæöan samanburð á verói og greiðslukjörum. Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl, 11. maf, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14. sept. 5. okt. BEINT DAGFLUG PANTIO TÍMANLEGA FERÐAMIDSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.