Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 Kosningaráðstefna sjálfstæðismanna: „Mikil eindrægni og baráttuhugur“ MORGIINBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu Sjálfstæöisflokksins: „Dagana 12. og 13. mars héldu þingfjokkur Sjálfstæöisflokksins, miðstjórnarmenn og frambjóðendur i aðalsætum við næstkomandi al- þingiskosningar fund í Borgarnesi um kosningaundirbúning vegna al- þingiskosninganna. Á fundinn Vesturland: Framboðs- listi Sjálf- stæðisflokks Borgarnesi, 14. mars. Á FUNDI kjördæmisráös Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi sem haldinn var í Borgarnesi i gær var sam- þykkt tillaga kjörnefndar aö fram- boöslista flokksins í kjördæminu fyrir næstu alþingiskosningar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Listinn verður þannig skipaður: 1. Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráðherra, Stykkishólmi, 2. Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóri, Akranesi, 3. Sturla Boðvarsson, sveitarstjóri, Stykkis- hólmi, 4. Davíð Pétursson, bóndi Grund Skorradal, Borgarfjarðar- sýslu, 5. Bjarni Helgason, garðyrkju- bóndi, Laugalandi, Stafholtstungum, Mýrasýslu, 6. Kristjana Ágústsdótt- ir, verslunarmaður, Búðardal, 7. Björn Arason, umboðsmaður, Borg- arnesi, 8. Guðrún Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akranesi, 9. Kristófer Þorleifsson, héraðslæknir, Ólafsvík og 10. Ingiberg J. Hannes- son, sóknarprestur, Hvoli, Saurbæj- arhreppi, Dalasýslu. Þrír efstu menn listans hlutu bindandi kosningu í prófkjöri sem haldið var í janúar sl. Ingu Jónu Þórðardóttur framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut fjórða sætið í prófkjörinu, var boðið að skipa það en hún gat ekki tekið það sæti vegna starfs síns hjá flokknum. HBj. mættu allir núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem verða í framboði fyrir flokkinn í næstu al- þingiskosningum og flestir aðrir frambjóðendur í aðalsætum. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins setti fundinn kl. 13.00 á laugardag, en Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra bauð fundarmenn velkomna í Vestur- landskjördæmi. Á fundinum var fjallað um tvö meginatriði. Annars vegar skipu- lagningu kosningabaráttunnar og hins vegar gerð kosningayfirlýs- ingar. Á fundinum fóru fram ítarlegar umræður um stefnumál flokksins og kosningastefnuna og í fundarlok var samhljóða samþykkt kosningayfir- lýsing sem kynnt verður fljótlega. Á fundinum ríkti mikil eindrægni og baráttuhugur." VÖRUBIFREIÐASTJÓRAR stóöu að mótmælum fyrir utan Alþingishúsið í gær, til þess að lýsa andstöðu sinni viö frumvarp um veggjald, en það átti aö vera ein króna fyrir hvert kfló sem bifreið vegur. Þetta frumvarp dagaöi raunar uppi á Alþingi, en talið er aö sett verði bráðabirgöalög um þetta efni. Vörubílstjórar höfðu áður staðið að mótmælum vegna veggjaldsins, og einnig hafði þingflokkur sjálfstæðismanna mótmælt þessu frum- varpi. Á meðfylgjandi ljósmynd sem Ólafur K. Magnússon ljósmyndari tók er Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, á tali við bílstjórana, en hann tjáði þeim m.a. að hver einasta króna af veggjaldinu myndi renna til vegamála. Morgunblaðið/Ól.K.M. Prófkjör Alþýðuflokksins á Vestfjörðum: Utanaðkomandi þátttaka og framkvæmd veldur óánægju SAMKVÆMT heimildum, sem Morg- unblaðið metur traustar, ríkir mikil óánægja meðal gamalgróins stuðn- ingsliðs Alþýðuflokksins á Vestfjörð- um vegna framkvæmdar og niður- staðna prófkjörs flokksins í kjördæm- inu. Óánægjan beinist einkum að tvennu. I fyrsta lagi mikilli prófkjörs- þátttöku fólks utan Alþýðuflokksins, sem hafi kosið af ýmsum ástæðum að hafa áhrif á röðun listans án þess að hafa hugsað sér að styðja hann í þing- kosningum. Prófkjörsþátttaka f Bol- ungarvík hafi t.d. verið langt umfram kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnar- kosningum. f annan stað er fram- kvæmd utankjörstaðakosningar f Reykjavík umdeild. Talið er að próf- kjörseðlar hafi verið sendir til einstakl- inga í pósti og dreift til annarra, sem ekki komu á kjörstað í borginni, með þeim hætti, er ekki standist fyllstu kröfur um framkvæmd. Tilmæli munu hafa borizt til upp- stillinganefndar Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi að kannað verði hvort tilteknir prófkjörsþátttakend- ur séu fáanlegir til liðveizlu við framboð flokksins, t.d. með setu á væntanlegum framboðslista. Vestfirðir: Karvel efstur í próf- kjöri Alþýðuflokksins KARVEL Pálmason varð hlutskarpast- ur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi, hlaut 24 atkvæð- um fleira en Sighvatur Björgvinsson, sem skipað hefur efsta sæti lista Al- þýöuflokksins í kjördæminu við síð- ustu kosningar. Karvel hlaut 442 atkvæði í fyrsta sæti og Sighvatur 418. Sighvatur hlaut alls 694 atkvæði í 1. og 2. sætið. og Gunnar R. Pétursson Patreksfirði alls 866 atkvæði í 1. til 3. sæti. Alls tóku 937 manns þátt í próf- kjörinu. Gild atkvæði voru 866 og ógild 71. Skiptar skoðanir um ræðu Gunnars í gærkvöldi: Kveðjuræða til Alþingis eða Sjálfstæðisflokksins? — kveðja undir belti, sagði Albert Guðmundsson AÐ LOKINNI ræðu Gunnars Thor- oddsen, forsætisráðherra, í eldhús- dagsumræðunum á Alþingi í gær- kvöldi, voru skiptar skoðanir um það í þinghúsinu, hvort líta bæri á ræðu forsætisráðherra sem kveðjuræðu til Alþingis eða kveðjuræðu til Sjálf- stæðisflokksins og þar meö fram- boðsræðu. Morgunblaðið beindi þeirri spurningu til ráðherrans í gær- kvöldi, hvort skilja mætti ræðuna á þann veg, að hann hygði ekki á sérstakt framboð í komandi al- þingiskosningum. Svar forsætis- ráðherra var svohljóðandi: „Ræða mín segir ekkert um það.“ Albert Guðmundsson sagði i um- ræðunum, að kveðja Gunnars Thoroddsen til Sjálfstæðisflokks- ins væri „undir belti" og að ræðan væri „tímaskekkja á því herrans ári 1983“. í ræðu sinni kvaðst Gunnar Thoroddsen hafa starfað í Sjálf- stæðisflokknum frá stofnun hans. Frá ungum aldri hef ég unnið að Albert Guðmundsson því, að flokkurinn yrði víðsýnn og frjálslyndur flokkur sem legði áherzlu á félagslegar þarfir fólks. Umburðarlyndur flokkur. Nú í seinni tíð hefur syrt í álinn, sagði ráðherrann, og blikur dregið á loft. Um hefur verið að ræða Gunnar Thoroddsen nokkurt fráhvarf frá þeim grund- vallarhugsjónum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lengst af starfað eftir. Þröngsýni í stefnumótun hef- ur rutt sér til rúms og hugmyndir komið fram um harkalegt flokks- ræði. Gunnar Thoroddsen sagði að sér hrysi hugur við því kæruleysi, sem einkenndi tal sumra sjálfstæð- ismanna um atvinnumál og at- vinnuleysi. Þá væri ekki síður al- varlegt það hugarfar, sem beindist frá umburðarlyndi til flokksræðis. Hvenær hvarflaði það að Ólafi Thors að reka 5 þingmenn úr flokknum, sem voru andvígir myndun nýsköpunarstjórnarinn- ar? spurði ráðherrann. Gunnar Thoroddsen sagði, að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti átt sér glæsta framtíð, ef hann gætti að grund- vallaratriðum stefnu sinnar. Vissulega bera prófkjörin vott um það hvað fólkið vill. Fram hafa komið ábendingar, aðvaranir, straumar. Hinir glæsilegu full- trúar frjálslyndis og víðsýnis, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jóns- son, unnu glæsilega stórsigra með- an foringjarnir hafa farið aðra leið. Það er tími til kominn að staldra við og taka mið af þessum straumum. Gunnar Thoroddsen lét að lokum í ljós von um, að Sjálf- stæðisflokkurinn mundi fylgja fram þeirri grundvallarstefnu, sem hann hefði verið stofnaður til að fylgja fram. Vestfiröir: Sigurlaug efst í skoð- anakönnun SIGURLAUG Bjarnadóttir varð hlut- skörpust í skoðanakönnun sérfram- boðs Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, en niðurstöðurnar eru bindandi í þrjú efstu sæti á framboðslista sérfram- boðsins við næstu þingkosningar. Sigurlaug hlaut 245 atkvæði í 1. sæti og samtals 373 atkvæði. { öðru sæti varð Halldór Hermannsson ísa- firði með 175 atkvæði í 1. og 2. sæti og 310 atkvæði alls. I þriðja sæti varð Guðjón Kristjánsson Isafirði með 200 atkvæði í 1,—3. sæti og samtals 269. í fjórða sæti varð Kolbrún Frið- þjófsdóttir Litluhlíð á Barðaströnd með 211 atkvæði í 1,—4. sæti og 267 atkvæði samtals. Og í fimmta sæti varð Jóna Kristjánsdóttir Alviðru í Dýrafirði með samtals 228 atkvæði í 1.—5. sæti og samtals 250 atkvæði. Skoðanakönnunin fór fram um allt Vestfjarðakjördæmi. Alls kusu 427 og tveir seðlar reyndust ógildir. I dag, þriðjudag, var fyrirhugaður fundur aðstandenda sérframboðsins til að ganga frá framboðslista, og að sögn Hafsteins Vilhjálmssonar á ísafirði, var við því búist að fimm efstu menn í skoðanakönnuninni skipuðu sömu sæti á listanum. Guðbjörn Guðmundsson prentari látinn GUÐBJÖRN Guðmundsson prentari lézt í Landspítalanum í fyrrakvöld, 88 ára að aldri. Með Guðbirni er genginn sá starfsmaður, sem lcngst hefur unnið við gerð Morgunblaðsins, og var hann m.a. við setningu fyrsta tölublað Morg- unblaðsins, sem kom út hinn 2. nóv- ember 1913. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1976. Guðbjörn Guðmundsson fæddist hinn 23. nóvember 1894 í Vatnskoti í Þingvallasveit. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi í Vatnskoti, Fells- enda og víðar Þórðarson í Melhúsum við Reykjavík Ásbjarnarsonar og kona hans Guðfinna Einarsdóttir frá Skálabrekku Jónssonar. Guð- björn hóf prentnám í ísafoldar- prentsmiðju 1. maí 1912 og lærði þar bæði setningu og prentun. Við stofn- un Prentsmiðju Morgunblaðsins varð hann starfsmaður hennar. Hann tók virkan þátt í félagsmálum innan Hins íslenzka prentarafélags, var varaformaður félagsins um skeið og formaður Byggingasamvinnufé- lags prentara var hann frá 1944 og 1958. Guðbjörn varð heiðursfélagi HÍP 1964 og á 100 ára afmæli Iðnað- armannafélagsins var hann sæmdur gullmerki félagsins. Guðbjörn Guðmundsson kvæntist Júlíu Magnúsdóttur 13. október 1917, en hún er látin fyrir nokkrum ár- um. Þeim varð þriggja barna auðið og eru tvö á lífi. Morgunblaðið þakkar áratuga samstarf við Guðbjörn Guðmundss- on og sendir fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.