Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 3 Hjörtur R. Björnsson úrsmiður látinn LÁTINN er í Reykjavík Hjörtur Ragn- ar Björnsson úrsmíöameistari, sem um áratuga skeiö var meöeigandi hins þekkta úrsmíöaverkstæöis, sem kennt var við Magnús Benjamínsson. Hjörtur var 82ja ára er hann lézt. Hjörtur fæddist 13. júní 1900 að Bessastöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og Kristín Bjarnadóttir. Hann hóf nám í úr- smíði í Iðnskólanum 1919, meistari hans var Magnús Benjamínsson. Hjá fyrirtæki hans starfaði Hjörtur allt þar til það var lagt niður fyrir fáum árum. Hann gerðist meðeigandi fljótlega eftir að hann lauk námi. Hin síðari án vann Hjörtur að öflun efnis í úrsmíðatal. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi látinn LÁTINN er Þóroddur Guömundsson skáld frá Sandi í Aðaldal í S-Þingeyj- arsýslu. Hann var 78 ára. Þóroddur Guðmundsson fæddist á Sandi, Aðaldal, 18. ágúst 1904. For- eldrar hans voru Guðmundur Frið- jónsson skáld og bóndi þar og kona hans Guðrún Lilja Oddsdóttir. Þóroddur lauk búfræðiprófi frá Östfold höiere landbruksskole í Kalnes í Noregi árið 1929. Hann stundaði einnig nám í Statens Lær- erhöjskole í Kaupmannahöfn 1931—32, og lauk síðan kennaraprófi 1935. Kennari var Þóroddur við Alþýðu- skólann á Laugum 1929—1931, við Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði 1932—34, við Alþýðuskólann á Eiðum 1935—44, skólastjóri Hér- aðsskólans á Reykjanesi í Norður- ísafjarðarsýslu 1944—48 og síðan kennari við gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þóroddur starfaði mikið að félags- málum, m.a. vann hann að málefn- um rithöfunda. Eftir hann liggja mörg ritverk og ljóðabækur auk þýð- inga. Hann var ritstjóri Eimreiðar- innar um skeið. Eftirlifandi eiginkona Þórodds er Hólmfríður Jónsdóttir frá Brekku í Presthólahreppi í Norður-Þingeyj- arsýslu. Þau eignuðust tvær dætur, sem báðar eru á lífi. ÞAÐ ER MEIRA EN LÍTIÐ VIT í KAUPUM Á DAIHATSU CHARADE I' Auövitaö vegna þess að veröið er frábært. (Frá aðeins kr. 180.500 með öllu) Hann er svo ótrúlega sparneytinn, aö benzínkostnaöurinn skiptir sáralitlu í mán- aöarútgjöldum, og þaö er sko en^inn smáplús á þessum tímum. Ca. 1 kr. á km í benzínkostnaöi. * “ 3Þetta er margfaldur verðlaunabíll fyrir hagnýtni í hönnun með öryggi i fyrirrými, en þægindi fyrir 4 utan ökumanns, snerpu i akstri, framhjóladrif o.fl. o.fl. Þjónustan hjá okkur er viðurkennd fyrstaflokks í varahlutum og viðgeröum og allt á sama staö. DAIHATSU CHARADE ER NR. 1 I ENDURSÖLU. SPURDU N/ESTA BILASAI A FF ÞU EKKI TRUIR OKKUR. e Viö tökum gamla DAIHATSU upp í, og jafnvel góða bíla af öðrum gerðum og þú munt komast að raun um aö sölumenn okkar eru mjög sveigjanlegir í samningum. LÍTTU VIÐ HJÁ OKKUR AÐUR EN ÞÚ TEKUR ÁKVÖRÐUN, ÞAÐ BORGAR SIG. Daihatsu-umboðið Ármúla 23,85870—81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.