Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 41 fólk í fréttum Verður Joan Gollins rekin fyrir fé- græðgi? + Kvikmyndaleikkonan Jo- an Collins á þaö nú á hættu aö veröa rekin úr hlutverki sínu í sjónvarpskvikmynd- inni „Dynasty“ og er ástæö- an eingöngu sú, aö hún er óseðjandi í fégræöginni. Og þaö þótt hún sé ein hæst launaða leikkona nú um stundir. Joan Collins hefur fariö meö eitt aöalhlutverkiö í þessum sjónvarpsþáttum, sem algerlega hafa slegiö „Dallas" viö í vinsældunum, en hún er óánægö meö aö fá aðeins rúmar 300.000 kr. ísl. fyrir hvern þátt og ætlar aö krefjast um 1.500.000 þegar samningurinn rennur út. Framleiöandi þáttanna, Aaron Spelling, er hins veg- ar ekkert á því aö veröa viö kröfum Collins þótt hann sé ekki fráhverfur því aö hækka lítið eitt viö hana launin. Joan Collins er óánægð meö aö fá bara 300.000 kr. fyrir hvern þátt af „Dynasty". Henni finnst hálf önnur milljón kr. vera nær róttu lagi. meö slátraö gæsinni, sem verpir gulleggjunum," er haft eftir þeim sem skrifa um sjónvarp. Joan Collins vill fátt um þetta mál segja annað en þaö aö „ég hef svo sannar- lega þörf fyrir peningana". „Joan er mjög gírug kona og þaö getur vel veriö aö þaö kunni aö kosta hana hlutverkiö," sagöi Aaron. Breskir og bandarískir sjónvarpsáhorfendur eru hins vegar á ööru máli en Aaron. Þeir hafa kosið „Dynasty“ langbesta sjón- varpsmyndaflokkinn og Joan Collins er yndi þeirra og eftirlæti. „Ef Aaron rekur Joan Collins hefur hann þar IQSPFR II 9202 Útsala 32% afsláttur Viö rýmum fyrir nýjum vörum. Tilvaliö til fermingargjafa. PcíOj CrOt CSC-646L PctOj/CKh/PeO CSC-626L Verö aöeins kr. 5.999,- Bestu kaupin. Versliö í sérverslun meö litsjónvörp og hljómtæki. SKIPHOLTI 19 SIMI 29800 SPUNNIÐ UM STALIN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN Frásögn þessi, sem verður á þess- um stað í blaðinu næstu vikur, er birt í tilefni af 100. ártíð Karls Marx og 30. ártíð Jósefs Stalíns. Hún er byggð á margvíslegum heimildum, en er þó spunnin að mestu og því á mörkum draums og veruleika: Martröð! Allir hafa upplifað hana í okkar samtíð, hver með sínum hætti. M. 1 MARZ 1953 Stalín er dauður. Margir halda það verði heimsendir. Sumir gráta. Yeftúsjenko grætur. Lífið getur ekki haldið áfram. Grundvöllurinn brostinn, kletturinn, sem talað er um í biblíunni. En Yeftúsjenko segir síðar: Andi Stalíns er í Kreml. Þannig heldur sagan áfram. Hefst þar sem hún endar. Leikararnir eru aðrir. En per- sónurnar þær sömu. Valentína Istomina, ráðskona Stalíns, kemur inn í skrifstofu hans ásamt nánustu samstarfsmönnum einræð- isherrans. Eða er það Marya Petrovna, eða Valechka? Skiptir ekki máli. f herberginu er skrifborð með haus- kúpu og apa, sófi, gömul keisaramynd og enn stærri mynd af Napóleon. Þar er einnig í ramma uppi á vegg úrklippa úr tímariti, á myndinni er verið að gefa lambi mjólk með teskeið. Þegar þau sjá Stalín liggjandi á gólf- inu, hrópar ráðskonan: Þarna liggur hann, ég sagði ykkur það. Ég þorði ekki að hreyfa hann. Malenkov scgir: Er hann dáinn? Krúsjeff svarar: Nei, hann gctur ekki dáið. Krúsjcff hlcypur til Stalíns, krýpur hjá honum og hlustar, cn segir síðan fagnandi: Hann lifir. Og þjóðin mun lifa! Bería gengur hikandi nær og segir: Hann á ekki langt eftir. Hann ávítar Krúsjeff og leggur áherzlu á orð sín: Þú skilur aldrei, fyrr en skellur í tönnum. Ráðskonan segir volandi við Bería: ó nei, þér megið ekki segja þetta. Hann verður að lifa! Þjóðin hefur ekki efni á að missa hann, eins og ástandið er í landinu. Krúsjeff segir: Eða heiminum! Malenkov tekur upp hanzkann fyrir Bería og segir: Þetta eru landráð. En Krúsjeff svarar: Er þetta dánarbeður, eða réttarsalur? Bería hreytir út úr sér: Hvort tveggja! Krúsjeff segir blíðlega við ráðskonuna: Farðu og hvíldu þig, fóstra. Hún ætlar að fara út úr herberginu, en Bería hindrar hana í því. Hann segir ógnandi við hana: Hefur nokkur annar en þér kornið að honum? Ráðskonan hörfar. Hún svarar óttaslegin: Nei, cnginn. Ég gætti þess, að enginn sæi hann nema þið, beztu vinir hans og æðstu stjórnendur ríkisins. En hann hefur hingað til getað treyst niér. Hagsmunir ríkisins hafa verið mínir hagsmunir. Malcnkov segir ögrandi: Við eigum eftir að ákveða það. Bcría segir, óþolinmóður: Er öruggt. að cnginn hefur komið hér? Ráðskonan ítrckar orð sín. óttaslegin: Auðvitað. þér gctið trcyst mér. Krúsjcff scgir, bliðlega: Hagsmunir ríkisins krefjast þcss. Ráðskonan scgir: Víst cr það öruggt. Þú mátt fara, kona, scgir Malenkov cn Krúsjcff klappar á öxlina á hcnni og segir: Þakka þcr fyrir. þú crt trygglynd. Og þjóðin á þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.