Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 f i i ! : i ■ l Níels Adolf Ársælsson, skipstjóri, og Benedikt Blöndal, lögfræðingur, kveðj- ast er dómur hafði verið kveðinn upp. Morgunblaðið/Sigurgeir. „Báturinn“ Einar Benediktsson BA-377 í Vestmannaeyjahöfn. Skipstjórinn á Einari Benediktssyni sýknaður af öllum ákæruatriðum Vestmannaeyjum, 14. mars. í GÆR var í sakadómi Vestmannaeyja kveðinn upp dómur í máli ákæru- valdsins gegn Níels Adolf Ársælssyni skipstjóra á togveiðiskipinu Einari Benediktssyni BA-377 sem tekinn var að meintum ólöglegum botnvörpuveið- um þriðjudaginn 8. mars sl. 7,8 sjómflur innan 12 mflna markanna útaf Vík í Mýrdal. Niðurstaða dómsins var sú að sýkna bæri ákærða af öllum kröfum ákæruvaldsins og allur kostnaður málsins lagður á ríkissjóð. í forsendum dómsins kemur m.a. þetta fram: „Af því, sem hér að framan er rakið, þykir mega líta svo á, að ef bv. Einar Benediktsson BA-377 telst vera með aflvél 1000 bremsu- hestöfl eða stærri, hafi ákærði framið fiskveiðibrot, með því að hafa, sem skipstjóri á þessum skuttogara, verið á botnvörpuveið- um innan fiskveiðilandhelginnar á þeim stað og tíma, sem í ákæru og gögnum málsins greinir, en þar eru skipinu, teljist það vera með 1000 bremsuhestafla vél eða stærri, vegna vélarstærðar, botn- vörpuveiðar óheimilar á þessum árstíma og að huglægum skilyrð- um refsingar uppfylltum. Rétt þykir að fjalla sérstaklega um mat sakargagna og sönnun- arbyrði. Þau gögn, sem lögð hafa verið fram í málinu og kunni að renna stoðum undir það, að líta verði svo á, að vél skipsins sé yfir 1000 bremsuhestöflum, eru þessi: Á alþjóðamælibréfi útgefnu 15. ágúst 1982, af Siglingamálastofn- un rikisins, er aðalvél skipsins skráð 1095 hestöfl. Á enska sjó- mannaalmanakinu er sama skip skráð vera með 1095 hestafla vél. f vottorði frá breska flokkunarfé- laginu Loyds, ódagsettu, er vél skipsins sögð vera, 17. ágúst 1972, í góðu ásigkomulagi og í opinber- um skráningarbókum (breskum, innsk. dómsins) sé hún skráð 1095 bremsuhestöfl við 750 snúninga á mínútu og er það ennfremur árétt- að í telex-skeyti sömu stofnunar, til siglingamálastofnunarinnar, dags. 14. maí 1982. f afsali (Bill of sale) fyrri eigenda skipsins, Bost- on Deep Sea Fisheries Limited, til núverandi eigenda, dags. 23. marz 1982 er vélarstærðin tilgreind 1095 bremsuhestöfl. Hinn íslenski opinberi skráningaraðili, Siglingamálastofnun ríkisins, tel- ur skipið vera með 1095 hestafla vél. Þau gögn, sem lögð hafa verið fram í málinu og kunna að leiða til þess, að litið verði svo á, að skipið sé einungis með 910 bremsuhest- afla aðalvél, eins og ákærði heldur fram, eru þessi: Vottorð frá Loyds flokkunarfélagi að því er virðist útgefið 5. júlí 1972 og þar er til- greint vélarnúmer, snúningshraði og stærð vélar sögð vera 910 bremsuhestöfl við 750 snúninga á mínútu (dskj. nr. 12). Við vett- vangsskoðun, er fram fór á meðan á rannsókn málsins stóð, kom í ljós að á aðalvél var númeraplata með sömu áletrun og greinir á skjali Loyds-flokkunarfélagsins, (dskj. 12), bæði að því er tekur til bremsuhestaflafjölda, tegundar (typu) og vélarnúmers. Þess skal getið hér, að ákærði heldur því fram, að vottorð Loyds-flokkunar- félagsins frá 5. júlí 1972 hafi fylgt skipinu. í upplýsingum þeim sem dómurinn hlutaðist til um að fengnar yrðu frá vélarframleið- anda, kemur fram, að hámarks- stærð vélarinnar sé 910 bremsu- hestöfl. Sönnunarbyrði um sekt ákærða hvílir á ákæruvaldinu. Reglan „in dubio pro reo“ hefur hér fullt f dómsalnum í Vestmannaeyjum viö dómkvaðningu. gildi. Þótt hinn innlendi opinberi skráningaraðili telji að vél skips- ins sé 1095 bremsuhestöfl, þá verður ekki fram hjá því litið að þau gögn; sem að framan greinir, þykja renna svo óyggjandi stoðum undir fullyrðingu ákærða um að vélin sé 910 bremsuhestöfl, að ekki verði hjá því komist, eins og mál þetta liggur hér fyrir dóminum, að miða við þá vélarstærð, er lagður verður dómur á mál þetta." Dóminn kváðu upp Jón R. Þorsteinsson héraðsdómari og sér- fróðir meðdómendur Angantýr Elíasson skipstjóri og Tryggvi Jónsson vélvirkjameistari. Skipaður verjandi ákærða var Benedikt Blönda, hrl. en mál ákæruvaldsins flutti Bragi Stein- arsson vararíkissaksóknari. — hkj. Ólafsvík: Skiptar skoðanir um kaupstaðarréttindin Ólafsvík 14. marz. ÞAi) HEFIIR valdið allmikilli óánægju í Olafsvík, að breyting varð gerð á stað- sctningu fógeta í frumvarpi um kaup- staðarréttindi Olafsvíkur, sem varð að lögum fyrir helgina. Fram hefur komið í fréttum, að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Alexander Stefánsson, féllst á þessa breytingu í félagsmála- nefnd neðri deildar, því Ijóst þótti að ella fengi frumvarpið ekki jákvæða af- greiðslu. Hins vegar höfðu flutnings- menn ekki samband við hreppsnefnd ÓLafsvfkurhrepps hvað þessa breyt- ingu varðar og barst hún okkur í dag- blöðum. Hreppsnefndin fundaði um málið eftir að hafa rætt við þingmenn kjördæmisins og fimm hreppsnefnd- arfulltrúar af sjö ákváðu að þiggja framgang málsins þrátt fyrir að óvissa ríkti um það hvenær hér yrði staðsett skrifstofa með löglærðan fulltrúa, sem hefði undir höndum veðmálabækur og önnur gögn. Tveir hreppsnefndarmannanna vildu draga málið til baka og fá lausn á því síðar. Það er ekki rétt, sem fram kemur í Tímanum og Morgunblaðinu fyrir helgi að sjálfgefið sé um fógeta- skrifstofu hér í kjölfar samþykktar Alþingis. Við eigum það undir við- komandi ráðuneyti og fjárveitinga- valdinu hvernig þau mál skipast. Að- alástæðan fyrir óskinni um kaup- staðarréttindi var sú, að menn vildu fá á staðinn meiri þjónustu, en veitt hefur verið hingað til. — Helgi. Seljum í dag og næstu daga lítiö gölluö húsgögn á mjög hagstæöu veröi. K'\/W HÚSGÖGN • I Smiöjuvegi 38. Kópav 0JL ▼ JL0 sími 79611. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.