Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 19
Minnsti bíllinn frá Ford Þeir gerast vart meðfærilegri bflarnir en þessi Ghia Trio frá Ford- verksmiðjunum. Krflið er ekki nema rúmir tveir metrar á lengd, búið 250 kúbiksentimetra vél og getur náð allt að 80 km hraða á klukkustund. Kyðslan er í samræmi við vélarstærðina, eða hálfur fjórði lítri á 1000 kflómetra. Joshua Nkomo í góðu yfirlæti í Lundúnum London, 14. mars. AP. JOSHUA Nkomo, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Zimbabwe, sem veitt hefur verið pólitískt hæli í Bretlandi, var sagður í góðu yfirlæti ( morgun að því er kom fram í útvarpsfréttum. Ekki var frá því skýrt hvar Nkomo hafðist við fyrstu nóttina í Bretlandi, en í útvarpsfréttinni var þess getið, að hann hefði gist á hóteli. Aðrar heimildir hermdu, að Nkomo hefði hafst við á leynilegu einkasetri. Nkomo, sem nú er orðinn 65 ára gamall, kom til Lundúna í gær með flugvél frá S-Afríku. Hann flúði til Botswana í fyrri viku þar sem hann óttaðist um líf sitt. Hann sagði við komuna, að hann hefði ekki í hyggju að gerast út- lagi til langframa. Nkomo snæddi hádegisverð hjá vini sínum, Roland „Tiny" Rowl- and auðjöfri, en hann á miklar eignir í Zimbabwe og víðar í Afríku. Jafnvel er talið að hann dvelji í einhverju af mörgum hús- um Rowlands. Tvær konur gefnar saman með viðhöfn í kaþólskri kirkju (•roningen, Hollandi, 14. mars. AP. SÉRA Antonius Heymans við St. Jósefs-kirkjuna í Groningen braut í dag blað í kirkjusögu Hollands er hann gaf saman í hjónaband tvær konur, þær Ria Bultena og Har- manna Kalsbeek. Athöfnin fór fram innan veggja kirkjunnar, sem er kirkja kaþólikka, og voru ættingjar beggja stúlknanna viðstaddir. Hvorki kaþólska kirkjan né hol- lensk landslög viðurkenna hjónaband tveggja aðila af sama kyni, en stúlkurnar eru báðar mótmælendatrúar. Að sögn stúlknanna gekk treglega að finna prest, sem var reiðubúinn að gefa þær saman í hjónaband, en loks þegar hann fannst var ekkert því til fyris- töðu að athöfnin gæti farið fram. Sagðist Heymans ekki hafa séð ástæðu til að verða ekki við bón stúlknanna er hann gerði sér ljóst hvern hug þær báru hvor til annarrar. Verður Krúsjeff tekinn í sátt? STJÓRNVÖLD í Sovétríkjunum hafa stigið mikilvægt skref í þá átt að veita Krúsjeff uppreisn æru með því að viðurkenna opinberlega góða frammistöðu hans í orrustunni um Stalíngrad, sem var ein af úrslitaorr- ustum síðari heimsstyrjaldar. í fyrsta sinn frá því að Krúsjeff var rekinn frá völdum árið 1964 hefur hans verið að góðu getið í opinberum fjölmiðlum og það frekar þrisvar en einu sinni. Mestu varða þó ummælin um hann í Kommunist, helsta hug- myndafræðiriti miðstjórnar sov- éska kommúnistaflokksins. Krúsj- eff ásamt Semen K. Timoshenko, marskálki, stjórnaði hersveitum Rússa við Stalíngrad en Krúsjeff var varahershöfðingi að tign. Hann átti hins vegar sæti í stjórn- málanefndinni og var því í raun hærra settur. Endurreisn Krúsjeffs er talin runnin undan rifjum Andropovs, hins nýja leiðtoga Sovétríkjanna, en hann á honum ýmislegt að þakka. Andropov var sendiherra í Ungverjalandi og Krúsjeff þakk- aði honum hans þátt í að bæla niður innrásina með því að gera hann að ritara miðstjórnarinnar. Eftir að Krúsjeff var rekinn frá völdum var hans hvergi getið opinberlega og ekki fyrr en tveim- ur dögum eftir að hann lést en þá sagði Pravda, að „ellilaunaþeginn N.S. Krúsjeff" væri látinn. I þriggja binda alfræðiriti um sov- ésk utanríkismál er hvergi minnst á Krúsjeff með nafni en sagt, að árið 1961 hafi John heitinn Kenn- edy, Bandaríkjaforseti, hitt for- sætisráðherra Sovétríkjanna í Vín og greint nokkuð frá viðræðum þeirra. í Sovétríkjunum kemur ekkert á prenti nema ritskoðarar þins opinbera hafi áður lagt blessun sína yfir það. Það er því augljóst, að það er vilji ráðamanna að Krúsjeff verði tekinn í sátt. Hvað er svona merkílegt við það að mála stofuna fyrír páska? Ekkert mál - með kópal. *STEIf málninghlf ^ a _ hæða TH0MS0N ísskáparnir okkar eru gæðavara sem þú getur lagt allt þitt traust á. Þeir eru rúmir og taka því óhemju magn til kælingar, þrátt fyrir hið mikla magn sem rúmast í þeim, eru þeir hólfaðir niður, þannig að auðvelt er að ganga beint að hlutunum. • Haganlega hönnuð geymsluhólf undir hverskyns matvæli. • Frystir að ofanverðu með sér hurð. • Kælir að neðan með einni samsettri hurð. 9 Frystirúmið tekur hvorki meira né minna en 75 lítra. • Sérstakt hólf sem heldur smjörinu alitaf mjúku þó að ísskápurinn sé kaldur • Sjálfvirk djúpfrysting. 9 Hægt er að opna hurðir hvort heldur, til vinstri eða hægri. 9 Breidd: 595 cm, hæð: 161cm, dýpt 58,5 cm. VERO KR. 12.970 UTB. FRA KR 3D00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.