Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 27 Falcao og Conti Keisararnir tveir í rómverska knattspyrnuríkinu ÞEIR faðmast og skiptast á nokkrum orðum. Þau eru ekki mörg, enda spenningurinn í al- gleymingi — fyrir leikinn sem öllu máli skiptir fyrir liö þeirra. Leik- inn þar sem Bruno Conti og Paulo Roberto Falcao, samherjar hjá AS Roma, eru í fyrsta skipti mótherjar á knattspyrnuvellinum. Næstum tveimur tímum síöar ræðast þeir aftur við, eftir að dómarinn hefur flautaö til leiks- loka eftir viöureign ítalíu og Bras- ilíu í HM-keppninni á Spáni í sumar. Þeir skiptast á skyrtum, en þeir skiptast ekki á mikið fleiri orðum en fyrir leikinn. Viðbrögö þeirra við úrslitum leiksins eru ólík en tárin og látbragöið segja þeim allt sem þarf. „Þegar Falcao jafnaði, 2:2, heföi ég getað sparkaö kröftuglega í vissan stað á honum. Þó viö leik- um saman dags daglega og okkur komi mjög vel saman hugsar maður aöeins um sitt eig- ið lið í tilfellum sem þessum,“ segir Bruno Conti eftir á. Falcao er aö sjálfsögðu búinn að jafna sig eftir tapið gegn Ítalíu og getur rætt þaö viö hvern sem er, en hann segir það hafa tekið langan tíma: „Vinni brasilískur leíkmaður heimsmeistaratitil er afrekið næstum þakkað arfi frá fyrri kynslóöum. Takist það hins vegar ekki er þaö talin hin mesta hneisa, og leikmaðurinn íhugar vandlega hvort hann eigi að víkja fyrir öðrum fulltrúum hins geysi- lega þjóðarstolts," segir Falcao. Heímsklassi í heimsmeistarakeppninni í sumar kom í Ijós aö báöir eru þeir Conti og Falcao leikmenn á heims- mælikvaröa. Segja má aö þeir hafi slegiö í gegn nú, þrátt fyrir aö þelr séu 27 og 29 ára gamlir og engir nýgræöingar í alþjóöa knattspyrn- unni. Falcao var mun stærra nafn hjá Brössunum en Conti hjá itölum. Sá síöarnefndi var fastur maöur í liö- inu, en fannst hann standa í skugganum af þekktari nöfnum. Tele Santana, þjálfari Brasilíu- manna, ákvaö hins vegar aö Falc- ao yröi ekki meö landsliöi sínu eftir aö hann hóf aö leika meö AS Roma í upphafi sumars 1980, en seinna meir breyttist þaö. „Miðju- spil okkar veröur ekki nægilega sterkt fyrr en Falcao verður meö á ný.“ Þetta sagöi hinn dýrkaöi Pele ætíö er hann var spuröur um möguleika Brasilíumanna í heims- meistarakeppninni. Paolo Roberto Falcao ólst upp í fátækrahverfi nálægt Porto Alegre í Suöur-Brasilíu — heimabæ stór- liöanna Gremio og Internacional. Hann var fjórtán ára þegar hann fór sjálfur til Internacional til aö sýna stjórnendum þar hæfileika sína. Þeir voru ekki lengi aö sjá aö þarna var mikið efni á ferö. Falcao lék meö brasilíska lands- liöinu á Ólympíuleikunum 1972 og þótti þá feikilega efnilegur. Hann lék í 2:3-tapleiknum gegn Dönum á leikunum, og eftir þaö var hann settur út í kuldann. Hann var hvorki í landsliöshópnum fyrir HM 1974 né 1978, en var aftur á móti lykilmaöur í liöi Internacional sem tvö ár j röö tryggöi sér brasilíska meistaratitilinn. Hrifinn af Róm Þaö tók Falcao nokkurn tíma aö venjast lífinu í Róm og hann varö ekki jafn mikill yfirburöamaöur og hinn sænski þjálfari liösins, Nils Liedholm, haföi vonað fyrr en síö- ar. „Knattspyrnan á Ítalíu byggist mikiö á líkamlegum styrk, en í Brasilíu aftur meira á því aö vera fljótur aö hugsa og hreyfa sig," segir Falcao. Hann býr ásamt móður slnni og bróöur í Róm, en bróðir hans starfar sem blaöa- maöur. Falcao segir þetta fjöl- skyldusamband mjög mikilvægt fyrir sig, og hann kann afskaplega vel viö sig í Róm, en hún hefur upp á ógrynni af menningarlegum og öðrum áhugaveröum atburðum aö bjóöa. „Ef ég fengi annað líf, myndi ég vilja fæöast og deyja í Róm. Þaö sem þú upplifir hér finn- ur þú hvergi annars staöar," segir hann. Þetta er þriöja keppnistímabil Falcao á Italíu, og hann vill ekki enn gefa endanlegt svar um hvort hann framlengir samning sinn viö Roma, en hann gildir fram á sumar. Hann hætti fyrir nokkrum árum námi í lögfræöi til aö geta einbeitt sér aö knattspyrnunni en hefur í hyggju aö taka upp þráöinn í náminu, þar sem frá var horfiö, þegar hann leggur knattspyrnuskó stna á hilluna. Vitaö er aö þrjú brasilísk stórliö hafa áhuga á aö fá Falcao til liös viö sig, er samningur hans viö Roma endar. Þaö eru Flamengo, FC Sao Paulo og Int- ernacional, sem hann lék áöur meö. Falcao segir draum sinn aö standa á hátindi ferils síns í heims- meistarakeppninni 1986. „Annars er þaö takmark mitt aö vinna til allra þeirra verölauna sem mögu- leiki er aö vinna hverju sinni. i næstu framtíö er þaö því ítalski meistaratitillinn og UEFA-keppn- in,“ segir hann. Margir erlendir leikmenn hafa átt erfitt uppdráttar á ítalíu, og er því kennt um aö þeir fái ekki aö sanna getu sína sem einstaklingar heldur séu þeir festir í ströng leík- kerfi. Leikkerfi þar sem höfuö- áhersla er lögö á aö gæta mótherj- ans sem best og leika af mikilli varkárni. Sem sagt hin dæmigeröa ítalska knattspyrna. En þannig er málum ekki háttaö hjá AS Roma. Nils Liedholm, hinn sænski þjálfari liðsins, lætur lið sitt aö vísu oftast ekki leika nema meö einum framherja, en mottó liösins er aö „allir leiki sóknarknattspyrnu", og óhætt er aö fullyrða aö liöiö er sókndjarfara en knattspyrnu- áhugamenn eiga aö venjast á It- alíu. „Viö höfum sagt skiliö viö hina stífu maöur-á-mann-dekkingu sem italska landsliöiö notar. Þess í staö pressum viö mótherjana strax á þeirra vallarhelmingi og beitum siöan rangstööutaktik gegn þeim. Falcao er stjórnandinn í öllum aö- geröum okkar. Hann ræöur hraöanum i leikn- um, og er mjög virkur um allan völl. Annars er hann aftasti miö- vallarspilari okkar, þannig aö hann hjálpar vörninni mjög mikiö." Liedholm þykir mjög snjall þjálf- ari og góöur í þvi aö ná þvi besta út úr hverjum leikmanni. Hann á glæsilegan feril aö baki sem leik- maður á Ítalíu — og sérstaklega sem meölimur „gre-no-li“ tríósins. Hann er nú á ööru samningstíma- • Paolo Roberto Falcao hinn brasilíski ásamt Austurríkismanninum Herbert Prohaska, sem Roma festi kaup á fyrir yfirstandandi keppnis- tímabil. • Bruno Conti, sem margir töldu snjallasta leikmanninn í heimsmeist- arakeppninni á Spáni í sumar. bili sínu sem þjálfari Roma-liösins, og hann segir liðið nú þaö besta sem hann hefur nokkru sinni þjálf- aö. Sé Liedholm beöinn að skil- greina Falcao, svarar hann meö ánægjuglampa í augum: „Hann leikur nákvæmlega eins og ég geröi þegar ég var upp á mitt besta." Liedholm veit aö góö kímnigáfa er oft besta vopniö gegn forvitnum og nærgöngulum ítölsk- um blaöamönnum. Eitt sinn er Falcao var meiddur og kom ekki á æfingar, vildu nokkrir blaöamenn gera meira úr því en satt var. Þeir sögöu Lied- holm aö Falcao heföi fariö upp í fjöll meö kvikmyndastjörnunni Ur- sula Andress. „Bara aö þaö heföi verið ég,“ svaraöi Liedholm aö bragði. Conti snjall Þegar ítalir breyttu um leikstíl í HM-keppninni í sumar og fóru skyndilega aö leika sóknarleik, var þaö ekki sist Bruno Conti aö þakka. Hann lék sem afturliggjandi hægri kantmaður og var potturinn og pannan í öllum sóknarleik itala. Hann er einn þeirra leikmanna sem áhorfendur hafa alltaf gaman af aö sjá ieika. Tækni hans og sköpun- argáfa eru á háu stigi — svo háu, aö hann var sem þyrnir í augum þeir mörgu, sem halda, aö nútíma knattspyrna snúist einvöröungu um leikkerfi og úrslit og vilja losa knattspyrnuna viö slíka listamenn. „Ég hef tvívegis veriö lánaöur frá Roma til Genoa, og verð aö viöurkenna að þaö tók sinn tíma fyrir mig aö sannfærast um hæfi- leika mína,“ segir Conti. í landsliö- inu stóö hann lengi í skugga „bar- ónsins“ — hins fræga Franco Causio, og lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 1980 er ítalir sigruöu Dani, 2:0, i Róm. Þá var hann orö- inn 25 ára gamall, en hefur síöan veriö fastamaöur í liðinu. Conti þakkar Nils Liedholm fyrst og fremst frama sinn og árangur í knattspyrnunni, en leggur enga dul á aö hann standi í mikilli þakkar- skuld viö Enzo Bearzot, landsliös- þjálfara. „Þeir eru mjög ólíkir menn: Bearzot er mjög opinn þeg- ar hann umgengst landsliösmenn- ina, og hópurinn er eins og ein stór fjölskylda. Liedholm á þaö aftur á móti til aö loka sig inni á herbergi til aö kryfja hlutina, en á æfingum er hann mjög afslappaöur og getur veriö verulega fyndinn." Roma hefur aöeins einu sinni unniö ítalska meistaratitilinn — ár- iö 1942. Bruno Conti telur þaö mjög raunhæft þegar rætt er um aö liðiö eigi nú góöa möguleika á aö vinna titilinn á ný. „Sé hver leik- maöur skoöaöur fyrir sig stendur Juventus mjög vel aö vígi, en spurningin er hvort þeir nái aö skapa nógu samfellda liösheild. Meö fleiri skynsömum kaupum undanfarin ár hefur Roma cugið stórt skref í átt aö meistaratitllin- um, og hér verö ég sérstaklega aö geta Falcao. Mjög svo geðfelldur maöur, og leikur hans einkennist af miklum gáfum.“ Eftir HM-keppnina i sumar völdu iþróttafréttamenn um heim allan bestu leikmenn keppninnar og þar komst Conti aöeins í 11. sæti. Margir uröu nánast orölausir er þetta var gert heyrinkunnugt, þ.á m. Karl-Heinz Rummenigge, sem haföi lýst því yfir að Conti heföi verið besti leikmaður keppn- innar. Hvaö segir Conti sjálfur um þetta? „Þaö uröu mér mikil vonbrigði aö ég fékk ekki fleiri atkvæði. Ekki þori ég aö segja hvort ég hafi verið sá besti, en mér finnst ég heföi átt aö vera á meðal þeirra fimm bestu.“ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.