Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 31 Afla efnis um fslenskar fram- leiðsluvörur fyrir sjávarútveg UM ÞESSAR mundir eru staddir hér á landi tveir Bretar frá Fishing News International til aö semja sér- stakt fylgirit meö blaðinu um fram- leiðslu íslenskra iðnfyrirtækja á vör- um fyrir sjávarútveginn. Það er Út- flutningsmiðstöð Iðnaðarins sem stendur fyrir heimsókn Bretanna hingað til lands og er útgáfa fylgi- ritsins hugsuð í tengslum við sýn- ingu á framleiðsluvörum fyrir sjávar- útveg í Kaupmannahöfn í júní í sumar. „Við erum hér til að heimsækja 20—25 ólík íslensk fyrirtæki sem framleiða og stunda útflutning á vörum fyrir sjávarútveginn og semja greinar um framleiðslu þeirra fyrir Fishing News Inter- national," sögðu þeir Tom Wray, greinaritstjóri blaðsins og Mic- hael Purvis, auglýsingastjóri þess, en svo heita Bretarnir. „Afrakst- urinn verður síðan birtur í sér- stöku fylgiriti með blaðinu í júní 1983, en það er gefið út í tengsium við alþjóðlega sýningu á vörum fyrir sjávarútveg, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn dagana 18.—22. júní í sumar. Þar munu tólf islensk fyrirtæki sýna fram- leiðslu sína. Við höfum komið til margra landa og alls staðar heyrt mjög góða dóma um íslenskar fram- leiðsluvörur fyrir sjávarútveg. Það eru margar nýjar hugmyndir í þessari framleiðslugrein hér, sem ættu að gefa mjög góða mögu- leika á útflutningi." „Fishing News International hefur komið út í 22 ár,“ sögðu þeir aðspurðir um blaðið. Því er nú dreift til 160 landa út um allan heim og við viljum trúa að það sé eitt af bestu alþjóðaritunum sem gefin eru út um fiskveiðimál. Það fer til manna í öllum þáttum fisk- iðnaðarins, bæði fiskimanna, fisk- vinnslu og þeirra sem sjá um sölu- og markaðsmál. Auk þess gefum við einnig út Fishing News, fyrir breskan fiskiðnað, sem kemur út vikulega og Fish Farming Inter- national," sögðu þeir að lokum. Björn Birgisson, útflutningsráðgjafi hjá Útflutningsmiðstöð lðnaðarins, ásamt Bretunum tveim, Tom Wray til vinstri og Michael Purves til hægri. Morgunbladid/RAX SkotveiÖifélagiÖ: Rætt um hvala- rannsóknir og smáhvalaveiðar STARF Skotveiðifélags íslands hef- ur verið blómlegt í vetur og til dæm- is var húsfyllir á fundi félagsins síð- astliðinn fimmtudag, en þá voru sýndar þrjár stuttar fuglakvikmynd- ir. í kvöld ræðir Jóhann Sigur- jónsson, líffræðingur, um hvali og hvalarannsóknir og Jón Ármann Héðinsson um smáhvalaveiðar. Fundurinn er haldinn í „Veiði- seli“, félagsheimili skotveiði- manna, að Skemmuvegi 11 í Kópa- vogi. 7. apríl verður fundur félags- ins um húsöndina og 16. apríl að- alfundur félagsins. Ekki áhugi fyr- ir sameiningu Ólafsvíkur og Hellissands OutNvík 14. inars. DAGANA 4.—7. mars gerðu nem- endur 9. bekkjar Grunnskólans í Ólafsvík skoðanakönnun meðal íbúa Ólafsvíkur og Neshrepps utan Ennis (Hellissands) um hugsanlega sam- einingu hreppanna. Könnunin var framkvæmd með þeim hætti, að valdir voru með hjálp tilviljanatöflu 74 einstakl- ingar í ólafsvík, 40 karlar og 34 konur, eða rúm 10% íbúa á kjör- skrá. Á sama tíma voru 33 ein- staklingar spurður á Hellissandi. Frá Olafsvík komu 69 svör og frá Hellissandi 31 svar eða sam- tals 100 atkvæði. Spurt var: Ert þú fylgjandi þeirri hugmynd að sam- eina ólafsvíkurhrepp og Neshrepp utan Ennis. Niðurstaðan varð sú, að já sögðu 33, nei sögðu 49, óákveðnir voru 16 og auðir seðlar voru 2. Sömu kjósendur voru einnig spurðir hvaða framboðslista þeir hygðust styðja með atkvæði sínu í næstu Alþingiskosningum. Lista Alþýðubandalagsins sögðu 13, Lista Alþýðuflokksins sögðu 2, Bandalag jafnaðarmanna sögðu 12, Lista Framsóknarflokksins sögðu 13, lista Sjálfstæðisflokks- ins sögðu 26 og óákveðnir voru 24. 2 vildu ekki svara, 6 sögðust ekki ætla að kjósa og 2 seðlar voru auð- ir. - Helgi. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ÞaÓ er eins með XEROX'og hjólió,Þaðer auðveldara að nota en útskýra Hann hafði svipað vandamál. XEROX LEIÐANDI MERKI í LJÓSRITUN • Vélar sem taka 10-120 Ijósrit á mínútu. • Vélar sem minnka og stækka. • Vélar sem taka A3 (og stærra). • Vélar með matara. • Vélar með raðara. ' NÓN HF. XEROX UMBOÐIÐ Síðumúla 6, S:84209 - 84295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.