Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 17 Nýju lífi blásið í Reykjavíkurfélagið Skagafjöröur: Hofsstaðakirkju berst stórgjöf Mælifelli, 8. marz. FYRIR skömmu ritaöi Björn Egils- son frá Sveinsstööum í Lýtings- staöahreppi grein um Hofstaða- kirkju í Viðvíkursveit og hina æva- gömlu helgi Maríukirkju á staðnum í blaðiö Feyki á Sauðárkróki. Segir hann þar nokkuð frá hinni sn. Hofstaða-Maríu, tréskurðarmynd, sem var í kirkjunni á llofstöðum frá 13. öld að talið er til loka forns siðar. Var svo raikil helgi á Hofstaða- Maríu, að næst gekk trúnaði á krossinn í Kaldaðarnesi í Flóa. Á þeim tíma var mikil mannaferð að Hofstöðum og oftlega heitið á kirkj- una. Var helgi hennar slík í hugum Norðlendinga, að hún mun hafa gengið næst sjálfri Hóladómkirkju. Þannig er það ekki lengur. Hofstaðir eru byggðir, en gamli heimastaðurinn rústir einar og kirkjuhúsið, sem er einstaklega falleg smíði frá árinu 1905, mjög farið að láta á sjá. Er það einkum vegna fámennis safnaðarins og hinnar löngu umræðu um að leggja skuli kirkjuna niður og skipta sókninni til nágrannasókn- anna í Viðvík og á Flugumýri. — En nú getur endurreisn Hofstaða- kirkju hafizt, þar sem Björn Eg- ilsson hefur nýlega afhent for- manni sóknarnefndar Elínborgu Bessadóttur í Hofsstaðaseli sextíu þúsund krónur til byrjunar- framkvæmda við endurbætur kirkjunnar. Má segja, að með þessari miklu gjöf hafi Björn tekið af skarið um framtíð kirkjunnar og mun hið haglega gerða kirkju- hús vonandi standa lengi enn á hinum víðsýna og fagra kirkju- stað. Er mikill hugur í safnaðar- fólkinu í þessu máli, þótt fullnað- arákvörðun hafi enn eigi verið tekin, og gjöfum og framlögum til kirkjunnar þakksamlega veitt móttaka af formanni sóknar- nefndar. G.L. Ásg. ÞANN 10. júní árið 1940 stofnuðu nokkrir frammámenn í Reykjavík Reykjavíkurfélagið, félag sem hafði það að markmiði sínu að auka átt- hagarækni meðal Reykvíkinga og láta sig varða útlit, afkomu og menn- ingu höfuðstaðarins. Þetta félag hef- ur legið í láginni síðustu 10 árin, en nú stendur til að blása í það nýju lífi. Á aðalfundi félagsins þann 4. nóv- ember sl. voru samþykktar laga- breytingar, sem gera öllum Reykvík- ingum kleift að gerast félagsmenn, innfæddum og aðfluttum, ungum sem öldnum. Aður voru inngöngu- skilyrðin þrengri, menn þurftu m.a. að hafa búið í Reykjavík nokkuð langan tíma til að geta gengið í fé- lagið. í dag, 15. mars, verður fyrsti kynningar- og skemmtifundur fé- lagsins um árabil. Fundurinn verður haldinn að Hótel Borg og hefst kl. 20.30. Á fundinum mun Páll Líndal flytja fyrirlestur, og hjónin Hjálmtýr Hjálmtýsson og Margrét Matthíasdóttir syngja, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur undir á píanó. Fyrirhugað er að halda annan fund að mánuði liðnum og eru félagsmenn og gest- ir þeirra velkomnir á báða fund- ina. í stjórn Reykjavíkurfélagsins sitja nú Jón Bergmann, Þorsteinn Ólafsson, Sighvatur Bjarnason, Áslaug Gassada, Erla Geirsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Pálína Þorleifsdóttir og Sverrir Þórðar- son. Þrír úr stjórn Reykjavíkurfélagsins. Frá vinstri: Sighvatur Bjarnason gjaldkeri, Áslaug Cassada ritari og formaður- inn, Jón Bergmann. Þrjú úr þessum höpí dæmdúrleík 1i h V i HTTTT^T?f Ryöjum hættunum úrvegí þeirra Ýmsar hættur leynast á vegi uppvaxandi kynslóöar. Ein sú skæðasta fylgir ofneyslu áfengis og annarra fíkniefna. U.þ.b.tíundi hver einstaklingur lendir í erfiðleikum — jafnvel hörmungum af þessum sökum. Þetta jafngildir þremur einstaklingum í meðal skólabekk. íslendingar þúsundum saman standa nú í baráttu við að losa sig úr greipum áfengis- sýkinnar. Margfalt fleiri standa í skugga þeirrar baráttu: börnin, makarnir, ætt- ingjarnir, vinirnir. Árangurinn er háður markvissu hjálpar- starfi. Brýnasta verkefnið í því er að Ijúka byggingu nýrrar sjúkrastöðvar SÁÁ við Grafarvog í Reykjavík. Þar fá áfengis- og fíkniefnasjúklingar hvaðanæva af landinu tækifæri til að stíga fyrstu skrefin á nýrri lífsbraut. Jafnhliða eflum við fræðslu- og varn- aðarstarf í skólum landsins. Baráttan er hörð og hana verður að heyja á öllum víg- stöðvum. Við minnum á gjafabréf SÁÁ — framlag þitt til betra lífs í þessu landi. Reisum saman sjúkrastoð luossujplggitri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.