Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 47 Kjördæmamálið: Frumvarp flokks- formanna lögfest Þingsályktanir um Hatton-Rockall-hafs- botnsvæðið og Reykja- neshrygg Frumvarp formanna stjórnmála- flokkanna um kjördæmamál, sem verið hefur í brennidepli frétta síð- ustu vikur, varð að lögum í efri deild Alþingis í gær. Frumvarpið var sam- þvkkt með 17 atkvæðum gegn 2 (Eg- ils Jónssonar og Stefáns Guð- mundssonar), að viðhöfðu nafna- kalli, en 1 þingmaður var fjarver- andi (Stefán Jónsson). Þingmenn Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæm- is gerðu sumir hverjir grein fyrir at- kvæði sínu á þann veg, að hér væri um samkomulag að ræða, áfanga að fullri jöfnun í vægi atkvæða, sem rétt væri að styðja, þó þeir hefðu gjarnan kosnið að stíga skrefið til fulls. Þingmenn strjálbýliskjör- dæma, sem frumvarpið studdu, vitn- uðu til yfirlýsingar flokksformanna í greinargerð um valddreifingu, aukið sjálfsforræði sveitarfélaga og við- leitni til að jafna félagslega og efna- lega mismunun eftir búsetu, sem fylgja þurfi í kjölfar atkvæðajöfnun- ar. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, mælti í gær í efri deild fyrir frumvarp sínu að stjórnskip- unarlögum, sem spannar endur- skoðun á stjórnarskránni í heild. Frumvarpi hans hafa áður verið gerð fréttaleg skil hér í blaðinu. Átta frumvörp, önnur en frum- varp flokksformanna, hlutu laga- gildi í þingdeildum í gær: 1) að kirkjur, skólahús, þinghús, félags- heimli, vitar og orlofsheimili í eigu stéttarfélaga á sérstaklega skipulögðum svæðum verði und- anþegin vegaskatti, 2) um Lands- virkjun, 3) um vísitölu bygg- ingarkostnaðar, 3) um grunnskóla, 4) um rýmkun á aðild að lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna, 5) og 6) um breytingar á vegalögum, 7) um yfirfasteignamatsnefnd, 8) um fangelsi og vinnuhæli (um skulda- mál fanga). Fyrir helgi vóru samþykkt lög um 1) reikningsskil banka (frum- vörp Jóhönnu Sigurðardóttur o.fl.), 2) skipulag fólksflutninga með langferðabifreiðum og 3) skráningu og mat fasteigna. Þá samþykkti sameinað þing í gær tvær þingsályktanir: 1) Þings- ályktun frá Eyjólfi Konráð Jóns- syni o.fl., þess efnis, að ríkis- stjórnin skuli vinna að samkomu- lagi við Færeyinga, Breta og íra um yfirráð á Hatton-Rockall- hafsbotnsvæðinu, 2) þingsályktun Péturs Sigurðssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þess efnis, að gerðar skuli ráðstafanir til að tryggja formlega réttindi til hafs- botnsins á Reykjaneshrygg og út frá hlíðum hans, samkvæmt 76. grein Hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna. Nýtt verð ákveð- ið á rækju Á FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins á föstudag var ákveðið lágmarksverð á rækju er gildir frá 1. mars til 31. maí 1983. Verðið hækkar svipað og annað fiskverð frá 1. mars. Samkomulag var í nefndinni um verðið. í yfirnefndinni áttu sæti: Bolli Þór Bollason, sem var oddamaður nefndarinnar, fulltrúar seljenda voru Ágúst Einarsson og Ingólfur Stefánsson og fulltrúar kaupenda voru Árni Benediktsson og Marías Þ. Guðmundsson. Tölvuborð, prentara- borð, ritvélaborð, myndvarpaborð m/raflögn, diskettu- geymslur og margs konar búnaður sem auðveldar nútima vinnubrögð. Nánari upplýsingar í sima 13135 EYMUNDSSON fylgisr meó timanum Austurstræti 18 Augnablik! Þetta er tölvutilboð ársins FELLSMÚLA 24 SÍMAR 82055 og 82980 (^) MYNOAMÓT Ef þú ert að hugleiða tölvukaup kynntu þér þá osBöRME 1 eina öflugustu og mest seldu einkatölvu í heiminum í dag. Einnig eru fáanleg á osborme 1 launaforrit, félagsskrárforrit og forrit sem tengir ritvinnsluna WORDSTAR við setninga- vélar ásamt úrvali annarra forrita. Tæknilegar upplýsingar: 64 k minni m/örtölvukerfi 2 x 200 k diskadrif Skjár Lyklaborð Athugið: Góð greiðslukjör. Fyrir aðeins 37.900 kr. færðu osbqrmeI ásamt eftirtöidum hugbúnaði: CP/M SUPERCALC WORDSTAR MAILMERGE MBASIC CBASIC stýrikerfi áætlanagerðaforrit ritvinnslu póstlistaforrit forritunarmál forritunarmál ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.