Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 35 gúmbátar eru. Eru þeir kannski á fiskibátum, sem aðeins hafa einn gúmbát? Allir ættu að geta séð, að á því er stór hætta. Það er því, að ég tel, lágmarkskrafa, að á bátum sé fjöldi gúmbáta aldrei minni en tveir. Sjósetning gúmbáta Það er mín skoðun, að þegar gúmbátur er sjósettur frá stýris- húsi, þurfi að aðgæta vel allar að- stæður, áður en hann er blásinn út. Mikil hætta er á að báturinn verði fyrir hnjaski og rifni, verði ónothæfur af völdum einhverra hluta sem kunna að standa út frá stýrishúsi, t.d. útsláttarljósa, rekkverka, landernukassa á skyggni og fleira mætti telja. Á ég þá við skip, sem orðið hefur fyrir óhappi og liggur með 60—70° halla. En nú hefur gúmbátur verið sjósettur með einu handfangi f brú skipsins, þ.e.a.s. gálgabúnaði, og hefur hann þá skotist út og losnað frá skipinu, liggur því gálginn beint út frá skipinu með sama halla og það. Gálginn í þessari stöðu nær þá með enda sfna út fyrir síðu skipsins. Við þessar að- stæður geta menn staðið frammi fyrir því, að ekkert er hættulegra gúmbátnum en gálginn, er blása á bátinn út, vegna þeirra hvössu enda gálgans, sem báturinn sat áður í. En sé báturinn sjósettur með enn fljótvirkari búnaði, sem nú þegar hefur verið kynntur, þ.e. a.s. þegar tekið er í handfang í brú skipsins til sjósetningar á gúm- bátnum, opnast í sömu andrá fyrir þrýstiflöskuna í bátnum. Byrjar hann því strax að blásast út í faðmi gálgans, sem ég tel vera bátnum hættulegt. En ef slikur búnaður er notaður er engin vissa fyrir því að báturinn blásist út á réttum kili, sem er mjög mikil- vægt. Til þess að svo megi verða, þarf hylki bátsins að liggja í sjó áður en hann er blásinn út, vegna þyngdarpunktar hans. Ef við íhugum það, hvað komið hefur fyrir skip, sem er eins illa á sig komið og það sem hér að fram- an greinir, þá hefur það að öllum líkindum ekki gerst f blíðskapar- veðri, heldur í stórsjó og stormi, jafnvel dimmviðri. Geta því að- stæður verið hinar verstu, vegna hreyfinga hins sökkvandi skips og þar af leiðandi erfitt að hemja gúmbátinn meðan á björgun stendur. Þess ber að geta að mesta hættan á að hafa gúmbátinn út- sleginn a gálganum, er að mínu mati, þegar hallinn á skipinu er sá, að gálgaendinn liggur í sjó- skorpunni. Við, sem höfum verið á sjó, vit- um, að þessar aðstæður koma oft upp er skip ferst, en að sjálfsögðu misjafnlega slæmar. Ekki er það að ég finni gálgum Sigmunds allt til foráttu, en ég tel að þeir séu ekki æskilegir á hliðum stýrishúsa báta. Mér finnst óæskilegt að staðsetja gúmbáta svo utarlega, fyrst og fremst vegna þess hve bátarnir eru fáir, í öðru lagi vegna þess að þeir eru með því fyrsta sem fer í sjó er skip leggst á hlið- ina, en ef skip leggast það langt að gálgabúnaður fer í kaf, þá er ekki hægt að losa gúmbátinn sökum þess hve utarlega hann er, nema með fjarstýribúnaðinum og hlýtur það að teljast neikvætt. Ég hef þá skoðun, að þó að mikið sé í búnað- inn borið, þá geti hann bilað. I flestum tilfellum er skip ferst hef- ur það fengið mikla slagsíðu, og eru þá gúmbátar í gálgum þessum það nærri sjó, jafnvel á kafi þeim megin sem skipið leggst, að ég tel að þá þurfi ekki fyrrgreindan út- búnað til að sjósetja bátana. Segj- um sem svo að skip leggist á stjórnborðshlið með stjórnborðs- gúmbát í sjó, honum er síðan sleppt með einu handtaki í brú og að báturinn fljóti að öllum líkind- um upp. Ef við missum nú þennan bát af einhverjum ástæðum, hann blæs ekki út, rifnar eða jafnvel slitnar frá skipinu, allt þetta getur gerst, þá eigum við aðeins einn gúmbát eftir, sem staðsettur er i bakborðsgálga fyrir utan rekk- verk, sem er einn metri á hæð, og báturinn í slíðrum sínum i sömu hæð, jafnvel hærri, eins og ég hef séð gúmbáta staðsetta i slíkum gálgum. Allir ættu að geta séð, að með slagsíðu á skipi eins og að framan greinir, er illmögulegt að sjósetja bakborðsgúmbát stjórn- borðsmegin á hléborða, vegna þess að hvergi er hægt að standa við slíkt í þeim veðrum þegar þetta gerist. Ekki hef ég trú á að nokkur sjósetji gúmbát áveðurs við slíkar aðstæður og enn síður fari í hann. 'VEkki er ólíklegt að gúmbátur, sem sjósettur yrði áveðurs, kæmi inn á skipið með næsta broti eða jafnvel færi yfir það, því að þegar skip liggur á hliðinni, gefur það brot- um og ólögum greiða leið yfir sig sökum lögunar skrokksins og tala ég ekki um það, ef það er að ein- hverju leyti sigið í sjó. Er þá stór spurning hvað yrði um þann bát, sem var jafnvel síðasta vonin um björgun. Ég drap á það hér fyrr í grein minni, að ekki fyndi ég gálga Sig- munds allt til foráttu, enda væri það ekki sanngjarnt því að baki þeirrar uppfiriningu hlýtur að liggja mikil vinna, sem er mjög til góðs. Og ekki leyfi ég mér að efast um að hugmynd að gálga Sig- munds sé önnur en að bæta öryggi íslenskra sjómanna á hafi, sem hann líka gerir. Ég tel að skoðun mín á gálgum þessum með staðsetningu á hlið- um stýrishúsa hafi komið fram. En ekki er ég í neinum vafa um að slíkur gálgabúnaður sé nauðsyn- legur á skipum með staðsetningu fyrir miðju, eins og sá búnaður sem settur hefur verið um borð í togara að aftan, enda sé sá búnað- ur viðbót við þann búnað sem fyrir er. Mér finnst að allar umræður um bætt og meira öryggi til handa sjómönnum geti verið þeim til góðs, en mín skoðun er sú, að komi upp hugmynd um nýjan, lítt reyndan búnað, sem hugsanlega gæti bætt öryggi sjómanna á hafi, beri þeim sem hlut eiga að máli að þaulkanna þann búnað og vera vissir um að hann standist þær kröfur sem gerðar eru til hans þegar mest á reynir, áður en hann er lögleiddur í hvert einasta skip. Hætta er á að með tilkomu gálg- anna fækki gúmbátum á skipum vegna kostnaðar þeirra. Á mörg- um fiskiskipum í dag eru 3 gúm- bátar, en vegna reglna um fjölda gúmbáta er hægt að fullnægja þessum reglum með því að hafa tvo 12—14 manna gúmbáta í stað þriggja 8—10 manna báta. Þess má geta að verð á gálgabúnaði er álíka og á einum 10 manna gúm- báti. Því spyr ég: Hvort er meira öryggi, fjölgun gúmbáta eða gálgabúnaður? Val mitt er fjölgun gúmbáta, en það er ekki þar með sagt að ekki þurfi að hugsa um staðsetningu þeirra og sjósetn- ingarbúnað. Mín skoðun er sú, að staðsetja eigi alla gúmbáta fyrir miðju "skipi. Til dæmis: Uppi á stýrishúsi yrðu hafðir tveir gúm- bátar hlið við hlið fyrir miðju þaki. Hæð á bátunum yrði á efri brún þeirra sú sama og á rekk- verki. Frá undirstöðum bátanna kæmu síðan brautir, sem lægju út á rekkverksbrún, beggja megin, þannig að ef skip fengi slagsíðu væri strax kominn halli á braut- irnar fyrir bátana. Kostur sem fylgdi þessari staðsetningu væri sá, að sama væri á hvort borð skipið legðist, hægt væri að sjó- setja bátana báða sömu megin. Væri þetta að mínu mati allt að tvöfalt öryggi. I flestum okkar fiskibátum eru íbúðir bæði afturí og frammí. Ætti því að vera gúmbátur á framskipi, sem staðsettur yrði miðskips fyrir þá sem frammí búa. Grindavík, 5. mars, 1983. Kjartan Ragnarsson Skagafjörðun Píanótónleikar í skólum Mælifelli, 8. marz. I GÆRKVÖLDI hélt Jónas Ingimund- arson píanótónleika í félagsheimilinu Árgarði við mikinn fógnuð áheyrenda. Tónleikarnir voru á vegum Tónlistar- félags Skagafjarðar og voru í tengslum við tónleikahald Jónasar í skagfirzk- um skólum þessa dagana. Lék hann í gær fyrir nemendur fjögurra skóla á Hofsósi, í Varmahlíð og í Árgarði, alls um 300 manns. í dag mun hinn frá- bæri píanóleikari spila fyrir nemendur á Sauðárkróki. Er viðburður sem þessi áreiðanlega mjög örvandi þáttur til efl- ingar tónlistaráhuga ungmenna og til aukinnar þátttöku í tónlistarskólunum tveim. Á tónleikunum í gærkvöldi voru 3 kóralforspil eftir Bach, sónata eftir Beethoven og nokkur verk eftir Liszt. Þar að auki vöktu athygli nokkrir þættir úr nýju verki Átla Heimis Sveinssonar, sem hann samdi við myndirnar í bókinni Óður steinsins, en þær eru eftir Ágúst Jónsson á Akureyri og ljóðin við þær eftir Kristján frá Djúpalæk. Hafa þættirnir ekki verið leiknir áð- ur opinberlega, en verkið mun verða frumflutt í heild sinni á Akureyri í vor. Jónas Ingimundarson kynnti við- fangsefni sín á afar skemmtilegan og lærdómsríkan hátt og opnaði að vissu leyti heim tónverkanna fyrir þakkláta áheyrendur. Heiðmar Jónsson kennari bauð Jónas velkom- inn í upphafi tónleikanna, en Einar Schwaiger skólastjóri Tónlistar- skóla Skagafjarðar þakkaði Jónasi komuna. Á eftir þáðu gestir kaffi- veitingar fjáröflunarnefndar tón- listarfélagsins. G.LÁsg. o -< r s 3) Ferðahandbækur, fullar af fróðleik, áríðandi upplýsingum og ábendingum um hin ýmsu svæði Evrópu. SOMARHUS SERGREBi OKKAR Bjóðum sumarhús og íbúðir til leigu í Danmörku, Pýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Sviss, Austurríki og Júgóslavíu. Dæmi: Austurríki. Kr. 12.773 í Krimml í Tyról, rétt við Krimmlfossana, hina mestu í Evrópu. Verð (fyrir hvern í 4ra manna hópi) fyrir flug til Amsterdam eða Dusseldorf og leigu íbúðar í 3 vikur. gengi 11.3 '83

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.