Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 PlnrgMi Útgefandi nblnbitf hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. Kapphlaup án keppinauta Oðagotið sem verður á al- þingi síðustu daga fyrir há- tíðir og þinglausnir vekur alltaf undrun. Sjaldan eða aldrei hef- ur það þó verið meira en í tíð þessarar ríkisstjórnar og stafar upplausnin af því, að á þingi vantar hina eðlilegu forystu sem ríkisstjórn á eðlilega að veita. Hjá þeim sem utan þings eru vaknar alltaf þessi spurning þegar hið árstíðarbundna ofur- kapp heltekur þingmenn: Við hverja eru mennirnir að keppa? Alþingismenn heyja nefnilega kapphlaup án keppinauta og sýnast helst keppa að því eina marki að losna sem fyrst undan þeirri skyldu að hittast á fund- um og ráða fram úr málefnum þjóðarinnar. Eins og þessum málum er nú komið þarf raunar engan að undra þótt þeir sem höfuðábyrgðina bera vilji reyna að losna undan henni, enda hafa leiðtogar ríkisstjórnarflokk- anna, þeir Steingrímur Her- mannsson og Svavar Gestsson, skipst á heillaóskum í þingsöl- um í tilefni af því að hvor telur hinn hafa valið sér nýtt föru- neyti við landsstjórnina! Dagsetningum er kastað fram eins og þjóðin bíði þess í ofvæni að þingslit verði. Þessi óeðlilega áhersla á að þing sitji ekki er síst til þess fallin að vekja traust á samkundunni, síst af öllu eftir að þingmennska er orðin að aðalstarfi flestra sem á þinginu sitja. Erfiðleikar þing- flokksformanna við að ná endurkjöri á listum flokka sinna eru kannski til marks um þreytu almennings þegar hann hugsar til þingsins, en sú skýring er þó liklega of langsótt. Eins og kunnugt er hafa þing- menn með sínum hætti úrslita- vald um ýmislegt efni í ríkis- fjölmiðlunum og þeir ráða því með hvaða hætti starfsemi þingsins er kynnt í sjónvarpi og útvarpi. Vafalaust eru þing- menn sammála um að ekki sé nægilega mikið sagt frá störfum þeirra í þessum fjölmiðlum frá degi til dags. Lögum samkvæmt á að útvarpa umræðum frá al- þingi, svonefndum eldhús- dagsumræðum, fyrir þingslit á hverju vori. Auðvitað er mis- jafnlega mikið hlustað á þessar umræður eins og annað efni í útvarpi, en raunar kom fram í nýlegri könnun að ríkisfjölmiðl- ar eru minna notaðir en ætla mætti og þá sérstaklega á tím- um frétta og „fréttatengdra þátta", eins og þeir eru nefndir. í gærkvöldi voru eldhús- dagsumræður í fyrsta sinn flutt- ar til almennings fyrir tilstilli sjónvarpsins og einnig sendar út á stuttbylgju, en hljóðvarpið starfaði eins og ekkert hefði í skorist. Þessi nýbreytni er mis- ráðin og hvorki til þess fallin að fleiri fylgist með því þegar þing- menn gera hreint í eldhúsinu hjá sér né eykur hún innsýn manna í þingstörfin og stuðlar þar með að því að almenningur fái rétta mynd af löggjafar- starfinu. í því landi þar sem þingræðishefðin má sín mest, Bretlandi, er aldrei sjónvarpað frá þingfundum, enda eru ræðu- höld þingmanna ekkert sjón- varpsefni hvað þá heldur atkvæðagreiðslur um flókin og vandmeðfarin mál. Þá fyrst hættir almenningur að líta á þinghúsið sem leikhús þegar leikaraskap þingmanna lýkur. Það verður líklega ekki í bráð úr því að þingmenn eru teknir til við að keppa við leikara á sjón- varpsskjánum. Tónlist Jón Ásgeirsson Óperan Mikadó eftir Arth- úr S. Sullivan er að gerð eitthvað sem setja mætti milli dægur- og alvarlegrar tónlistar, svipuð tónlist og vínarvalsar og bandarísk söngleikjatónlist, kunn- áttusamlega útfærð alþýðleg tónlist. Í slíkri tónlist má finna perlur eins og t.d. sönginn um ástsjúka fuglinn, sem böðullinn Kó-kó syngur til herfunnar Katishu. Sögu- þráðurinn er ekki ýkja merkilegur og sem leikverk eitt og sér vart nothæft í leikhúsi og það er því aðeins fyrir fallega samda, létta og leikandi tónlist Sullivans, sem þessi gamanleikur er svo vinsæll. Kór íslensku óper- unnar átti mikinn þátt í að gera sýninguna fallega, enda eru kórarnir í fyrri þættin- um sumir hverjir glettilega falleg tónlist. Sviðsmyndin er mjög góð og sú besta sem sést hefur á sviði íslensku óperunnar til þessa og er hún og lýsingin unnin af Michael Deegan og Sarah Conly. Þá voru bún- ingarnir góðir en þeir eru lánaðir erlendis frá. Leik- stjórinn Francesca Zambello hefur náð að ljá sýningunni góðlátlegan léttleika, þó á- reiðanlega sé erfitt að vinna á móti sterkri tilhneigingu áhugaleikara að bregðast við öllu með sama svipnum. Þessi einliti leikmáti verður meira áberandi, þar sem meira reynir á leik en söng. Kristinn Hallsson og Bessi Bjarnason eru að vísu lausir við áhugamennskusvipinn og gáfu sýningunni faglegan blæ. Söngur Kristins var mjög skýr svo að textinn kom allur til skila. Bessi Bjarnason stillti sig um að stela senunni og stóð sig vel í söngvunum, einkum í laginu um ástsjúka fuglinn. Hrönn Hafliðadóttir var bæði góð og ekki góð. Hún syngur mjög vel en ofleikur með handatilburðum, sem trúlega eru fyrir tilmæli frá leik- stjóra. Fyrir bragðið vantar hana nokkuð af áfergju og frekju „piparjúnkunnar", þó henni tækist vel að verða óttalega lítil í sér, þegar hún féll fyrir fagurgala Kó-kó. Katrín Sigurðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson léku elskendurna og áttu saman falleg atriði. Sönglega reynir hlutverkið ekki á Katrínu, en hvort sem leikstjóra er um að kenna eða reynsluleysi Katrínar i Ieik, náði hún ekki fyllilega að skera sig úr hópi álitlegra undirsáta sinna. Júlíus Vífill þarf ekki að reyna eins mikið á röddina og hann gerir. Tónlistin er þannig útfærð að söngur Fransesca Gardar Zambello Cortes Bessi Krwtinn Bjarnaoon Hallsaon Michael Sarah Hjálmar Hrönn Oee*an Conlj KjarUnr«on HaniAadóttir JdIíuh Katrín Vffíll In*rarason Sigurðardóttir Steinþór Soma þráinaaon Bjarnleifadóttir hans kemur vel yfir og auk þess heyrist textinn betur, ef ekki er sungið fullum rómi. Leiðinlegt og óþægilegt „vibrato" verður áberandi ef hann syngur sterkt, þ.e. ofgerir röddinni, sem alls ekki er nauðsynlegt, því á miðju styrkleikasviðinu hverfur það nær því alveg. Þennan ágalla má yfirvinna með meiri þjálfun og námi. Sama má segja um radd- tækni Steinþórs Þráinsson- ar, sem ofhleður röddina, rétt eins og markmiðið sé að „ví- berera" sem mest. Þá ber leikur hans nokkur glögg merki reynsluleysis. Elísabet F. Eiríksdóttir, Soffía H. Bjarnleifsdóttir og Hjálmar i * EHnbet Eiríkfldótlir Kjartansson áttu þarna nokkrar vel útfærðar strófur í aukahlutverkum. Hefðargöngulag japönsku kvennanna var ekki sann- færandi og trúlega erfitt að kenna íslendingum eitthvert sérstakt göngulag, eins ótamdir og við erum á því sviði. Söngtextar óperunnar eru þýddir af Ragnheiði H. Vigfúsdóttur og féllu þeir mjög vel að öllum söngvun- um. Hljómsveit íslensku óperunnar lék mjög vel og hljómsveitarstjórinn Garðar Cortes hélt uppi mjög góðu „tempói" og stjórnaði sýn- ingunni af öryggi og krafti, er átti mikinn þátt í að skapa fjöruga sýningu. Leikhús- gestir skemmtu sér hið besta, enda er sýningin í heild einstaklega líflega sungin, ekki síst af kórnum, sem er í nokkuð stóru hlut- verki og að viðbættri mjög góðri leikumgerð, náðu söngvarar og leikarar að gera góða skemmtan úr græskulausu gamni leikverksins. Menningarmiðstöð í Breiðholti Nýlega var opnuð félags- og menningarmiðstöð í Breið- holtshverfi í Reykjavík. Er hún reist í sameiningu af Fram- kvæmdanefnd bygging- aráætlunar í Breiðholti og borg- aryfirvöldum að frumkvæði fyrrnefnda aðilans og stendur í nágrenni við þær 1250 íbúðir sem nefndin lét reisa. í húsinu sem er stærra en húsrými þeirra menningarmiðstöðva sem kunn- astar eru í borginni, Kjarvals- staða og Norræna hússins, er aðstaða til hverskonar félags- starfsemi fyrir alla. Þar eru sal- ir, veitingabúð, rými fyrir tón- menntaskóla og síðast en ekki síst aðstaða fyrir 60—70 þúsund binda bókasafni. Húsnæðið er til fyrirmyndar að öllum frá- gangi og ætti að geta nýst fleir- um vel en þeim sem þar eru í næsta nágrenni, þótt dagleg af- not þeirra verði að sjálfsögðu mest. Reykjavíkurborg fjár- magnar starfsemi menningar- miðstöðvarinnar og í rekstrar- stjórn er Markús Örn Antons- son, borgarfulltrúi, formaður. Smíði þessa húss er merkilegt framtak og vonandi verður reynslan af starfsemi þar öðrum hvati til svipaðs átaks. Sinfóníutónleikar Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 10. mars 1983 Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit fs- lands. Einleikari: Rolf Smedvig. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Verkefni: Schulze, „Snúningur“. Haydn, Trompetkonsert í Es-dúr Sibelius, Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 43. Það var hinn síungi og eld- hressi Páll P. Pálsson sem leiddi Sinfóníuhljómsveitina í Há- skólabíói sl. fimmtudagskvöld. Páll nær jafnan ágætum tökum á verkefnum sínum og tekst stundum að ná upp rífandi stemmningu f húsinu. Það er ekki á hverjum degi, sem erlend tónskáld tileinka hljómsveitinni okkar verk sín, en kemur þó fyrir. Austurrfska tónskáldið Werner Schulze samdi „Snún- ing“ sérstaklega fyrir tónleika- för Sinfóníuhljómsveitarinnar til Austurrfkis árið 1981. í efnis- skrá segir m.a. að nafnið sé dregið af þeirri tækni sem beitt er í verkinu, og á rætur sínar að rekja til hins forna kontra- punkts og einnig raðtækni seinni tíma. Þannig blandar höfundur saman gömlu og nýju með býsna góðum árangri. Verkið, sem skiptist í fimm þætti, er litrfkt og áheýrilegt, sem hljómaði vel hjá fullskipaðri hljómsveitinni. Höfundurinn lék sjálfur á Heck- elfón, sem mun vera einskonar barítonóbó og hefur aldrei sést hér áður. Trompetkonsert Haydns í Es- dúr er hreinasta perla og áreið- anlega mest spilaði konsert sinnar tegundar sem um getur. Einleikari var Rolf Smedvig frá Bandaríkjunum. Rolf, sem er ís- lenskur f móðurætt, er mjög góð- ur hljóðfæraleikari. Hann býr yfir mikilli tækni, hefur fagran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.