Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 45 hin nýju Völt sýnist Vilmundargeta og vitrænan takmörkum háð, staðreyndir stefnuna meta en stjórnviskan hispurslaus skráð. Opið til boða og banna er bandalag jafnaðarmanna þó lítið sé leiðtogans ráð. íhaldið situr í svíma sundrað í prófkjaraslag. Vitnar um válega tíma og versnandi alþjóðarhag. „Uppsöfnuð" ólund af gjörðum aðalsins vestur á fjörðum svíkur þar samkomulag. Alþýðubandalag áður austrænan magnaði seið, bilar sá blekkingaþráður til bölvunar leiðin er greið. í ríkisstjórn ráðleysi eykur rauðliðaflokkurinn veikur, „einhuga um islenska neyð“. Framsóknarauglit er frosið flöktandi ásjónan bleik. Hjá SÍS reyndist sóttmengað trosið og samvinnan glataði leik, tilfærslu tjóðruð í böndum en Tíminn í nátttröllahöndum vígður er villu og reyk. Bræðrabýti E.E. skrifar: „Bróðerni íslenskra stjórnmálaflokka hefur gránað á köflum á þessum vetri venju fremur. Eftirfarandi ljóð hef ég nefnt „Bræðrabýti hin nýju“. Orð innan tilvitnunarmerkja eru úr þing- ræðum og blaðagreinum: f vitlausu viðskiptatafli fer verðbólgan eldi um krær. „Svipull er sjávarins afli“ en sífelldur taprekstur sker, „kreppa og kaupmáttarlækkun" með „kvótum og áfangahækkun" svo greiðsluþrot gengur oss nær. Efnahagsuppbygging lækka ólafslög gagnslaus og köld. Einstaklingsáhrifin smækka, eflir nú flokksræðið völd, og glefsandi „varðhundar valdsins" í vígstöðu frekir til gjaldsins með harðstjórn frá horfinni öld. í öngþveiti er auðvelt að rata nú alþýðu lamað er þrek, þó sterk hljómi stórmæli krata af „stofninum brotið er sprek". Visnar sá veikburða meiður en vegur til hrakfara greiður með amerísk áróðursbrek. Held ad flestir borgi það sem þeim ber 0877—3009 skrifar: „Velvakandi. Ég ætla að stinga niður penna eins og fleiri og láta ljós mitt skína. Eg er svo hjartan- lega sammála RH3, sem skrifar í dálka þína laugardaginn 5. mars, um innheimtuauglýsingu RÚV. Þvílík smekkleysa og kjánaskapur. Á mínu heimili er rokið upp til handa og fóta og lækkað, og jafnvel slökkt á tækinu, þegar auglýsingarinnar er von. Það er ekki nóg með að þessi fáránleiki særi augu og eyru fólks, heldur spillir þetta fyrir öðrum auglýs- endum, þar sem auglýsingar þeirra ná ekki til neytandans. Ég held nú, að flestir borgi það sem þeim ber að borga og RÚV þurfi ekki að vera að misbjóða fólki svona ár eftir ár. Ég tek undir það með RH3, að þetta er óþolandi þjóðarhneisa. Annað sém RH3 talar um er dönskukennslan. Þar held ég að hann (eða hún) sé óþarflega hörundsár. Talað er um, að Danir séu að móðga okkur með fílabröndurum sínum o.s.frv. Er ekki þarna bara hinn frægi danski húmor? Mér þykja þess- ir þættir bara skemmtilegir, þó að álitamál geti verið, hvort maður læri mikla dönsku af þeim. Áttum við ekki að fá að skyggnast inn í hina dönsku þjóðarsál? Þar getur ýmislegt skrýtið borið fyrir augu og eyru, ef að er gáð. Og svo eru það norsku fiski- bollurnar, sem Magnús Guð- mundsson skrifar um. Ég veit ekki betur en fluttur sé inn spánskur túnfiskur, niðursoð- inn; danskar og norskar sardín- ur; skelfiskur og eitthvað fleira. Og við erum ein mesta fiskveiði- þjóð í heimi. En er þetta ekki svona svipað og innflutningur- inn á dönsku kökunum? Mál er að linni. Virðingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þetta breytist vegna setningu nýrra laga. Rétt væri:... vegna setningar nýrra laga. Dagvistun Heimili óskast sem næst Melaskóla til aö taka 7 ára dreng í dagvistun 3—4 eftirmiödaga í viku. Upplýsingar gefur Ásthildur í síma 25500, fyrir há- degi. Smábátaeigendur Lensidælur Eigum ávallt fyrir- liggjandi hinar viöurkenndu Rule lensidælur. Rule lensidælur eru í hundruðum ís- lenskra báta. Fást með sjálfvirkum flotrofa og mæla- borðsrofa. Einnig handdælur. Mjög gott verö. Vélar & Taeki hf. TRYGGVAGATA 10 BOX 397 REYKJAVlK SlMAR: 21286 - 21460 Notaðar vinnuvélar til sölu Case 1150 C jaröýta meö rífkló árg. 1978. Komatsu D 45 A jaröýta meö rifkló árg. 1981. Komastu FD 30 lyftari meö húsi og snúningsbúnaöi árg. 1981. HINO KB 422 vörubifreiö árg. 1979. Ailar nánari upplýsingar veitir sölumaður Véladeildar BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 Lausar Við eigum ætíð mikið únfal af skrúf- um, boltum, róm, saum í pökkum og í lausu, málningu. Handverkfæri, járnvörur, lím, þéttilistar, skóflur, lökk, læsingar, lyklaefni, lásar, og m.m.fl. ... Komdu i heimsokn. PPBÚÐIN VID HÖFNINA Mýrargötu.2 - sími 10123

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.